Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 70
174 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Saga íslenskra heilbrigðismála Söguritun Frá ársbyrjun 1995 hefur verið unnið að ritun Sögu ís- lenskrci heilbrigðismála á vegum Læknafélags Islands. Upphaf- lega var einungis ráðgert að skrifa sögu félagsins en síðan var verkefnið víkkað út og sett í félagslegt samhengi. Það gerir verkið að sjálfsögðu mun viða- meira en jafnframt verður það áhugaverðara fyrir almenning og heilbrigðisstéttir en ekki ein- skorðað við lækna. Saga lækna og læknavísinda hefur verið nokkuð einhæf á liðnum áratugum og fellur í svipað mót og helgisögur. Þctta hefur verið saga sigra þar sem hver óvinurinn á fætur öðrum hefur verið lagður að velli með vísindin að vopni. Læknar voru taldir kraftaverkamenn og sum- ir þeirra voru teknir í tölu dýr- linga, eða því sem næst. Sem dæmi má nefna Matthías Ein- arsson yfirlækni á St. Jósefsspít- ala. Miklar sögur fóru af læknis- verkum hans og að ráði prófess- ors í guðfræði, sem hann hafði tekið magann úr, voru hendur Matthíasar myndaðar af þekkt- um ljósmyndara en prófessor- inn áleit þær vera „hinar guð- dómlegu læknishendur". Vissu- lega unnu læknar oft kraftaverk við erfiðar aðstæður og björg- uðu fólki frá bráðum bana og það sem áður var einungis á valdi guðs varð nú á valdi lækna. Þessi viðhorf hafa verið nokkuð á undanhaldi á síðustu tveimur áratugum og rannsókn- ir á þessu sviði hafa frekar beinst að því að fjalla almennt um heilbrigðismál og setja þau í félagslegt samhengi. Á 100 ára afmæli norska læknafélagsins fyrir 10 árum kom út á vegum þess stórt og veglegt afmælisrit. Heiti ritsins Legene og sam- funnet er lýsandi fyrir breyttar áherslur í sagnaritun á þessu sviði. í bókinni er fjallað um fjölmarga þætti sem ekki hafa verið til umræðu opinberlega meðal íslenskra lækna og heil- brigðisyfirvalda en meðal þess er hlutverk lækna í samfélaginu og sjálfsmynd þeirra. Hér áður fyrr var þetta ekki flókið mál, læknar áttu að lækna fólk, punktur og basta. Almennt séð má skipta hlutverki lækna og þróun læknastarfsins í þrennt: Læknirinn sem líknar en er jafn- framt handhafi lífs og dauða, sem læknir einstaklinga og síð- ast en ekki síst sem læknir sam- félagsins. Þessi hlutverk eru öll vandmeðfarin og á milli þeirra getur verið togstreita auk þess sem kröfur samfélagsins, yfir- valda og almennings, eru breytilegar frá einum tíma til annars og ganga stundum þvert gegn faglegum og siðferðilegum skyldum lækna. Á tímum mikils niðurskurðar á útgjöldum til heilbrigðismála geta læknar þurft að gera það upp við sig hverjum þeir ætla að þjóna. Ör- ar framfarir í ýmsum lífvísind- um hafa einnig kallað fram við- brögð lækna og áleitnar sið- ferðilegar spurningar þar sem svörin liggja ekki í augum uppi. Hlutverk læknisins í samfélag- inu er háð efnahagslegri og menningarlegri stöðu þess og hlutverkið hlýtur að breytast með breyttum samfélagshátt- um. Undan þessu verður ekki vikist en hversu mikil áhrif læknar og læknavísindin hafa á samfélagið er að miklu leyti undir þeim sjálfum komið. Markmið rannsóknarinnar og söguritunarinnar Saga ís- lenskra heilbrigðismála er að gefa almennt yfirlit um heilsufar og þróun heilbrigðismála á ís- landi, áhrif læknavísindanna og lækna á þá þróun og tengsl bættra lífskjara og bættrar heilsu. Stefnt er að því að rita Islandssögu um fólkið ílandinu, líf þess og dauða og hvernig efnahagslegar framfarir, vís- indalegar uppgötvanir og í kjöl- farið ný viðhorf gjörbreyta lífi þess en í þessari sögu hafa lækn- ar gegnt mikilvægu hlutverki. Saga Læknafélags íslands og fé- lagsmál lækna eru hluti þessarar sögu. Rannsókn sem þessi getur ekki verið eins manns verk þótt endanleg gerð verksins verði það. Þess vegna er nauðsynlegt að eiga samstarf við sem flesta sem áhuga hafa á sögu heil- brigðismála. Fjölmörg ný gögn hafa verið dregin fram í dagsljós- ið sem líklegt er að læknar hefðu áhuga á að skoða og þeim er að sjálfsögðu heimilt að nýta sér þau við eigin rannsóknir. Það er al- kunna að betur sjá augu en auga og það væri verkinu til hagsbóta og höfundi þess til styrkingar og ánægju ef áhugamenn um þessi mál hefðu samband með það í huga að koma að þessu verki á einhvern hátt. Hægt er að hafa samband við mig á skrifstofu Læknafélags ís- lands að Hlíðasmára 8, á skrif- stofutíma eða heima á Granda- vegi 7 í síma 552 1427. Jón Ólafur ísberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.