Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 46
152 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 fengið geislajoðmeðferð á 19 ára tímabili, fékkst mat á meðaltalslækkun á ári, 1,8 (p<0,001, r2 = 0,23). Fyrir Graves sjúklinga sem ekki höfðu verið meðhöndlaðir var athug- að með punktritum (scatter plots) hvort sam- band væri á milli TRAb annars vegar og hins vegar TSH, kirtilstærðar eða aldurs og reyndist svo ekki vera. Ekki var marktækur munur á meðaltölum TRAb gilda milli kynja. Tg-Ab mælingar voru alltaf jákvæðar væru TPO-Ab mælingarnar jákvæðar en TPO-Ab mælingar voru í vissum tilfellum jákvæðar án þess að Tg-Ab mæling væri það. Hjá Graves sjúklingum sem ekki höfðu verið meðhöndlað- ir var athugað á sama hátt og vegna TRAb, með punktritum, samband milli TPO-Ab ann- ars vegar og hins vegar TSH, kirtilstærðar eða aldurs og reyndist samband ekki vera fyrir hendi. Ekki var marktækur munur á meðaltöl- um TPO-Ab gilda milli kynja. Umræða í þessari rannsókn reyndust 68,1% sjúklinga með Graves sjúkdóm, sem ekki hafði verið meðhöndlaður, hafa hækkuð TRAb gildi. Það er svipað niðurstöðum annars staðar frá en rannsóknir hafa sýnt tíðni á bilinu 70-100% (11,12). Mishá tíðni hefur verið skýrð af mis- munandi skilmerkjum til greiningar Graves sjúkdóms auk mismikils næmis þeirra prófa sem notuð hafa verið við mælingarnar (11,13). Meðal ómeðhöndlaðra Graves sjúklinga var tíðni jákvæðra TPO-Ab mælinga 50,0% en Tg- Ab mælingarnar voru jákvæðar í 34,7%. Þetta er talsvert lægri tíðni en sést hefur í erlendum rannsóknum en niðurstöður hafa birst þar sem TPO-Ab mælingar hafa reynst jákvæðar hjá rúmlega 90% Graves sjúklinga sem ekki hafa verið meðhöndlaðir (14,15) og Tg-Ab í yfir 80% tilfella (16,17). í tilgreindum rannsóknum var notast við ELISA mæliaðferð eins og gert var í okkar rannsókn. Pótt gera verði vissa fyrirvara um túlkun á samanburði okkar nið- urstaðna við þessar rannsóknir þar sem í grein- unum voru mismunandi ítarlegar upplýsingar um sjúklingahópana, framkvæmd mælinganna og ákvörðun viðmiðunarmarka, virðist líklegt að um raunverulegan mun sé að ræða, sérstak- lega með tilliti til niðurstaðna eldri rannsókna sem hafa sýnt lægri tíðni TPO-Ab og Tg-Ab í íslendingum miðað við samanburðarhópa frá öðrum löndum. í skosk-íslenskum athugunum frá áttunda áratugnum var tíðni jákvæðra TPO-Ab og Tg-Ab mælinga hærri meðal Skota en íslendinga, bæði hjá Graves sjúklingum sem skjaldkirtill hafði verið tekinn úr að hluta og eins meðal heilbrigðra einstaklinga (18,19). Eins var tíðni jákvæðra mælinga á TPO- Ab og Tg-Ab lægri í hópi heilbrigðra eldri íslendinga en í sambærilegum hópi Dana samkvæmt ný- legri rannsókn (20). Pess má ennfremur geta að höfundar þessarar greinar hafa í undirbún- ingi athugun þar sem sýni úr Graves sjúkling- um, íslenskum og erlendum sem ekki hafa verið meðhöndlaðir, verða mæld á einum stað með sömu aðferð til að fá beinan samanburð á tíðni jákvæðra mótefna í þessum sjúklinga- hópi. Niðurstöður rannsókna hafa bent til þess að einhverju af áhrifum joðs á skjaldkirtil sé miðl- að í gegnum ónæmiskerfið (6). Aukin tilhneig- ing til myndunar skjaldkirtilsmótefna og sjálfs- ofnæmissjúkdóma í skjaldkirtli hafa sést á þeim svæðum þar sem fæði hefur verið joðbætt vegna joðskorts (6). Reynt hefur verið að skýra þessi áhrif joðs með almennum örvandi áhrifum á ónæmiskerfið en einnig með aukinni joðun þýróglóbúlíns sem breytir byggingu (configuration) prótínsins og gerir það meira ónæmisvekjandi (6). Lág tíðni TPO-Ab og Tg- Ab hér, þrátt fyrir ríkulega joðinntöku Islend- inga, gæti skýrst af stöðugu joðríku umhverfi í kirtlinum alveg frá fósturskeiði þannig að ekki verður breyting á joðmagni í kirtlinum síðar á ævinni með ofangreindum afleiðingum. Bent hefur verið á mikilvægi umhverfisþátta á fóst- urskeiði og fyrstu æviárum fyrir líkur á sjálfsof- næmissjúkdómum í skjaldkirtli síðar á ævinni (21). Joðskortur hefur einnig verið tengdur sjálfsofnæmissjúkdómum í skjaldkirtli (22). Munur á tíðni jákvæðra mótefnamælinga hjá Graves sjúklingum sem ekki hafa verið með- höndlaðir og viðmiðunarhópi heilbrigðra var marktækur hvað varðar öll þrjú mótefnin. Mælingarnar geta því verið gagnlegar til grein- ingar Graves sjúkdóms og myndu TRAb mæl- ingarnar nýtast best í því skyni. Að því gefnu að tíðni jákvæðra TPO-Ab og Tg-Ab mælinga hjá Graves sjúklingum sem ekki hafa verið meðhöndlaðir sé minni hér en annars staðar minnkar gagnsemi þessara mælinga til grein- ingar sjúkdómsins að sama skapi. TRAb gildi lækkuðu marktækt eftir því sem lengra leið frá geislajoðmeðferð. Einnig voru TPO-Ab og Tg-Ab sjaldnar jákvæð meðal sjúklinga sem fengu geislajoðmeðferð en með-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.