Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 24
132
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
sér tölva um að búa til línurit (sjá mynd), sem
sýnir DNA innihaldið í frumum sýnisins. Við-
miðunarfrumum, til dæmis eðlilegum líkams-
frumum eða rauðum blóðkornum úr silungum
eða kjúklingum er oft blandað saman við
frumulausnina til að auðvelda matið á DNA
innihaldi.
Hægt er að mæla bæði fersk sýni svo og sýni
sem steypt hafa verið í paraffín (5). Það síðar-
nefnda eykur verulega notagildi aðferðarinnar
þar sem yfirleitt er til slíkur vefur og gefur það
einnig möguleika á afturvirkum rannsóknum.
Klínískt notagildi flæðigreiningar
Skipta má klínísku notagildi flæðigreiningar
í nokkra flokka (sjá töflu). Aðallega verður
fjallað um notkun flæðigreiningar við mat á
horfum krabbameinssjúklinga, en rétt þykir þó
að vekja athygli á því gagni sem hafa má af
flæðigreiningu þegar vafi leikur á því hvort
tiltekið æxli sé nýtt frumæxli eða meinvarp frá
fyrra krabbameini. í þessum tilvikum getur
samanburður á DNA mynstri nýja æxlisins og
fyrra æxlis með flæðigreiningu gefið ákveðnar
vísbendingar, því að meinvörp hafa yfirleitt
sama DNA mynstur og æxlið sem þau eru
sprottin frá (6,7). Notagildi flæðigreiningar við
mat á horfum sjúklinga með krabbamein er
háð því hvers eðlis krabbameinið er og á hvaða
stigi sjúkdómurinn er þegar hann greinist. Það
skiptir til dæmis ekki miklu máli að vita hvort
útbreitt briskirtilskrabbamein sé tvílitna eða
mislitna. Fyrir önnur krabbamein getur þessi
rannsóknaraðferð hins vegar gefið mikilsverð-
ar viðbótarupplýsingar (1-3) og eru nú flestir
því sammála að DNA flæðigreining auki ná-
kvæmni við mat á horfum sjúklinga með
krabbamein í mörgum líffærum og geti stund-
um verið leiðbeinandi við val á meðferð. Verð-
ur hér á eftir gerð grein fyrir krabbameinum í
ýmsum líffærum, þar sem sú virðist vera raun-
in.
Brjóstakrabbamein. Flestar rannsóknir sýna
að notagildi sé af flæðigreiningu við mat á horf-
um sjúklinga með brjóstakrabbamein. Sýnt
hefur verið fram á að upplýsingar um DNA
innihald og/eða S-fasa mælingar hafa þýðingu
hvort sem um er að ræða sjúklinga með eitla-
neikvæðan (8-10) eða eitlajákvæðan sjúkdóm
(11-13). Sem dæmi má nefna að í rannsókn sem
gerð var í Svíþjóð hjá sjúklingum með eitlanei-
kvætt brjóstakrabbamein var unnt að finna sér-
stakan áhættuhóp með tilliti til endurkomu
558 Counts Full Scale
0 200 400 600 800 1000
FL2-R
Fig. b
Fig. Proliferating cells double their DNA content prior to cell
division and the different phases of the cell cycle are thus
reflected in the histogram.
Figure a shows an example ofa DNA diploid tumor. At the
rigltt (highest DNA value) the small peak is due to cells which
are in the process of dividing or are in the phase just prior to
cell division (G2+M pliase) and have thus double the amount
of DNA (4n) compared to the cells whichform the large peak
on the left and which are either resting cells or cells whiclt have
entered the first phase of the cell cycle (Go+Gl phase, 2n).
Tlte DNA content of the cells which are synthesizing DNA in
preparation ofmitosis (S-phase) is displayed between tlte two
peaks (DNA content between 2n and 4n). A computer pro-
gram measures the percentage of cells in each phase. The
S-pltase fraction is used to measure the rate of growtli of the
tumor. Ifthe tumor is diploid only one cell population is seen
but if the tumor is aneuploid an additional cell population
appears on the histogram (figure b). The peak on the left is due
to diploid cells in the specimen (fibroblasts, inflammatory
cells etc.).