Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 44
150
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
ferð, eftir því hvort þeir voru farnir að taka T4
eða ekki.
Hugsanlegt er að skýra megi lægri tíðni já-
kvæðra TPO-Ab og Tg-Ab meðal íslenskra
Graves sjúklinga miðað við erlenda með mis-
munandi joðneyslu sem gæti haft áhrif á
meingerð sjúkdómsins.
Inngangur
Graves sjúkdómur er sjálfsofnæmissjúkdóm-
ur. Örvandi mótefni myndast gegn TSH
(skjaldvakakveikju-) viðtökum (TSH receptor
antibodies (TRAb)) á yfirborði skjaldkirtils-
frumna og valda stjórnlausri hormónafram-
leiðslu kirtilsins. Þessi mótefni eru mælanleg í
sermi flestra sjúklinga með Graves sjúkdóm
(1). Einnig finnast oft í þessum sjúklingum
mótefni gegn thyroid peroxidasa (TPO-Ab) og
þýróglóbúlíni (Tg- Ab) en þessi mótefni eru
annars einkennandi fyrir Hashimotos sjúkdóm
(chronic thyroiditis) og eru talin endurspegla
vefjaskemmdir í kirtlinum (2). Til greiningar
Graves sjúkdóms er yfirleitt ekki þörf á að
mæla TRAb þar sem mælingar á skjaldkirtils-
hormónum og TSH ásamt joðupptöku kirtils-
ins duga oftast (3). Helstu not TRAb mælinga í
klíník eru hjá ófrískum konum með virkan eða
meðhöndlaðan Graves sjúkdóm, en mælist hjá
þeim há TRAb gildi eru líkur á tímabundnum
einkennum um ofstarfsemi skjaldkirtils hjá
barni eftir fæðingu (1). Einnig virðast TRAb
mælingar vera hjálplegar til að segja fyrir um
svörun Graves sjúklinga við skjaldhamlandi
(antithyroid) lyfjameðferð en há gildi fyrir og
við lok meðferðar auka líkur á endurkomu
sjúkdómsins (1,3). Ekki hefur verið sýnt fram á
forspárgildi TRAb mælinga varðandi útkomu
eftir geislajoð- (131I-) meðferð (4,5).
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna
tíðni jákvæðra mælinga á ofangreindum mót-
efnum meðal íslenskra Graves sjúklinga. Þar
eð joðmagn er talið hafa áhrif á virkni sjálfsof-
næmissvörunar í skjaldkirtli (6) þótti forvitni-
legt að gera mælingar á þessum mótefnum
meðal íslenskra Graves sjúklinga og heil-
brigðra einstaklinga því joðneysla Islendinga
er ríkuleg samkvæmt mælingum sem gerðar
hafa verið (7,8).
Efniviður og aðferðir
Sjúklingar: Á tímabilinu 1993-1995 var blóð-
sýnum safnað frá 120 Graves sjúklingum, 47
sem ekki höfðu verið meðhöndlaðir og 73 sem
höfðu verið meðhöndlaðir með 70 Gy I31I-geisl-
un, einu og hálfu til 19 árum áður. Af með-
höndluðu sjúklingunum voru 56 á uppbótar-
meðferð með þýroxíni (T4) vegna vanstarf-
semi skjaldkirtilsins eftir geislunina en 17
sjúklingar framleiddu enn nægjanlegt magn
skjaldkirtilshormóna. Eingöngu var um að
ræða sjúklinga sem höfðu fengið eina geisla-
joðmeðferð. Sýni fengust einnig frá fimm
sjúklingum með heitan hnút (toxic adenoma)
sem fengið höfðu geislajoðmeðferð og störf-
uðu kirtlar allra þessara sjúklinga eðlilega. Að-
ferðum við sjúkdómsgreiningar hefur verið lýst
(9). Viðmiðunarsýni voru fengin frá hópi 74
heilbrigðra einstaklinga. Upplýsingar um
kynjaskiptingu og aldur einstaklinganna í hóp-
unum eru sýndar í töflu I. Gerðar voru sermis-
mælingar á TRAb, TPO-Ab og Tg-Ab auk
hormónamælinga; T4, FT4 og TSH.
Aðferðir: TRAb var mælt með aðferð sem
byggir á getu mótefnanna til að hindra bind-
ingu geislamerkts TSH við uppleysta TSH við-
taka og voru notuð prófefni frá RSR Ltd, Car-
diff, UK. TPO-Ab og Tg-Ab voru mæld með
ELISA aðferð með prófefnum frá INOVA di-
agnostics, Inc., San Diego, USA. Aðferðum
við hormónamælingarnar hefur áður verið lýst
(9).
Tölfrœðileg greining: Öll viðmiðunargildi
(reference values) eru 0,95 hlutfallsmark
(fractile). Við ákvörðun á viðmiðunargildi
hverrar aðferðar var notað stikabundið mat
(parametric estimate) þar sem mælingarnar
eða ákveðin vörpun þeirra (til dæmis log) eru
normaldreifðar (10).
Kí-kvaðratspróf (með Yates leiðréttingu)
var notað við samanburð á hlutföllum og ópar-
að t-próf við samanburð á meðaltölum. Bon-
ferroni leiðrétting var notuð þegar fleiri en
tvær breytur voru bornar saman. Besta lína til
lýsingar á sambandi tveggja breyta var ákvörð-
uð með aðferð minnstu kvaðrata (least squar-
es). Tilgáta um normaldreifingu var prófuð
með Kolmogorov-Smirnov prófinu. Til próf-
unar á núlltilgátu var miðað við marktektar-
kröfu 0,05 (significance level) og tvíhliða próf
(two-tailed test).
Niðurstöður
Viðmiðunarmörk fyrir mótefnamælingarnar
ásamt öryggisbilum eru sýnd í töflu II. Við
útreikninga á mörkum fyrir TPO-Ab og Tg-Ab
var stuðst við mælingar frá öllum einstakling-
um í viðmiðunarhópnum en TRAb mælingar