Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 131 Flæðigreining krabbameina Bjarni A. Agnarsson11, Helgi Sigurösson2’, Jón Gunnlaugur Jónasson1’, Sigrún Kristjánsdóttir11 Flow cytometric analysis of human malignancies Agnarsson BA, Sigurðsson H, Jónasson JG, Krist- jánsdóttir S Læknablaðið 1996; 82: 131-6 In this article recent advances in the flow cytometric analysis of human tumors are reviewed with regard to both DNA ploidy analysis and the estimation of S-phase fraction (SPF). The technique and back- ground principles of flow cytometry are described and its clinical usefulness is discussed. Special con- sideration is given to malignancies of the breast, urinary bladder, prostate gland, ovaries, endometri- um, skin, colorectum and the thyroid gland. Finally the usefulness of flow cytometry in the diagnosis of partial and complete hydatidiform moles is de- scribed. Ágrip I þessari stuttu yfirlitsgrein er skýrt frá nýj- ungum á sviði DNA mælinga með flæðigreini (flow cytometer) bæði hvað varðar ákvörðun á DNA innihaldi og mælingar á hlutfalli frumna í S-fasa. Gerð er grein fyrir aðferðafræði og grundvallaratriðum varðandi rannsóknarað- ferð þessa og síðan fjallað um klínískt notagildi við mat á horfum sjúklinga með krabbamein. Sérstaklega er fjallað um krabbamein í brjóst- um, þvagblöðru, blöðruhálskirtli, eggjastokk- um, legbolsslímhúð, húð, ristli og endaþarmi og skjaldkirtli. Að lokum er fjallað um DNA mælingar við greiningu blöðrufylgju (mola hydatidosa). Frá "Rannsóknastofu Háskólans í meinafræöi, 2,krabba- meinslækningadeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfa- skipti: Bjarni A. Agnarsson, Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, pósthólf 1465,121 Reykjavík. Lykilorð: Flæðigreining, krabbamein, sjúkdómshorfur. Inngangur Verulegar framfarir hafa orðið hin síðari ár á sviði frumurannsókna og sameindaerfðafræði og fer innsæi vaxandi á hinum ýmsu eiginleik- um heilbrigðra frumna og æxlisfrumna. Hægt er með fljótvirkri aðferð, flæðigreiningu (flow cytometry), að mæla vaxtarhraða (hlutfall þeirra frumna í æxli, sem eru að auka DNA innihald sitt fyrir skiptingu, þ.e. S-fasinn í frumuhringnum) og DNA innihald mörg þús- und æxlisfrumna úr tilteknu æxli. Mörg krabbamein hafa óeðlilegt magn af DNA í kjörnum æxlisfrumna, þ.e. þau eru mislitna (aneuploid, non-diploid) í stað þess að vera tvílitna (diploid). Það hefur verið sýnt fram á að horfur sjúklinga með margar tegundir krabbameina eru verri ef æxlisfrumurnar eru mislitna og einnig eru horfur oft háðar vaxtar- hraða (1-3). Hér á eftir verður gerð grein fyrir DNA flæðigreiningu og klínísku notagildi hennar en boðið hefur verið upp á þessa rann- sóknaraðferð á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði síðan 1991. Rétt er að benda les- endum á íslenska grein, þar sem aðallega er skýrt frá notagildi þessarar tækni við ónæmis- fræðilegar rannsóknir (4). Flæðigreining Flæðigreinir er tæki sem mælir ýmsa eigin- leika frumna er þær streyma í einfaldri röð fram hjá leysigeisla. Þegar mæla á vaxtarhraða og/eða DNA innihald er frumum (eða kjörn- um) komið í lausn með aðstoð ensíma, sem brjóta niður vefinn. Saman við frumulausnina er síðan blandað efni (til dæmis própidíum joðíð) sem binst sérhæft við DNA og hefur jafnframt þann eiginleika að gefa frá sér flúr- skin við ljósáreiti. Flúrskinið sem hver fruma eða kjarni gefur frá sér er í réttu hlutfalli við DNA innihaldið og mæla sérstakir nemar í flæðigreininum flúrskinsmagnið. Yfirleitt eru um 20 þúsund frumur mældar úr hverju sýni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.