Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 165 Almennur fundur í Læknafélagi Reykjavíkur fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20:30 í Hlíðasmára 8, Kópavogi Fundarefni: 1. Tryggingamál lækna. 2. Kynnt verða framboð sem fram verða lögð á aðalfundi LR í Hlíðasmára 8, Kópavogi 21. mars næstkomandi. Kjósa á þrjá menn í aðalstjórn til tveggja ára og þrjá í meðstjórn til tveggja ára og þrjá varamenn. Einnig þarf að kynna framboð á kjörnum fulltrúum LR á aðalfund LÍ1996. Ekki verða aðrir í kjöri á aðalfundi þann 21. mars en tillögur koma fram um á þessum fundi. 3. Önnur mál. Stjórn LR að þýða lélega samkeppnis- hæfni starfseminnar, þrátt fyrir lág laun læknanna. Stofugjöld til sérfræðinga eru mun hærri (eins og vera ber) og hlutfallslegur hlutur TR mun minni en hjá heimilislæknum, einkum í vissum sérgreinum svo sem HNE eða húðsjúkdómum. Hlutur TR er orðinn það lítill að til greina kæmi fyrir slíkar sér- greinar að sleppa viðskiptum við TR frekar en að gangast inn á tilvísunarkerfi, í þeirri mynd sem koma átti á. Ég held að vel reknar heilsugæslur og sjálf- stæðir heimilislæknar þurfi ekki að kvíða samkeppni við sér- fræðinga, heldur gæti hún orðið báðum aðilum holl. Ef fastar vaktir fengust greiddar með sanngjörnum grunnlaunum, yrðu menn ekki jafn viðkvæmir gagnvart samkeppni á því sviði. (Kvöldþjónusta barnalækna er ekki einsdæmi heldur hafa heilsugæslurnar einnig boðið þjónustu fram á kvöld, sem veldur því að tekjur bæjarvakt- arinnar minnka.) Líklega þarf allt vaktakerfið endurskoðunar með. Eftirfarandi kröfur ættu heimilislæknar því að geta sam- einast um, jafnvel í samfloti við aðra lækna: 1. Hærri föst Iaun. En er ís- lenskt samfélag í stakk búið að hætta feluleik með laun- in? Eru menn tilbúnir að fórna einhverju í staðinn og þá hverju? 2. Hærri vaktalaun. Nú eru vaktalaun ýmissa bætt með vel greiddum vöktum á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum. Búast má við að ráðist verði gegn þessum bitlingum í viðleitni til að gera rekstur þessara eininga hagkvæmari. Einnig má búast við að störf heimilis- lækna á sjúkrahúsum þrengi að kjörum sérfræðinga og auki enn á illdeilur, sem nægar eru fyrir. Staðarsamningar eru einnig dulbúin vaktagreiðsla, en tilefni stöðugra árása á kjör læknis, þar sem einn eða örfáir læknar þurfa að verja kjör sín (og eftir- manna sinna) á nokkurra mán- aða fresti. Slík barátta er til þess fallin að draga úr starfsánægj- unni og koma á fjandsamlegu andrúmslofti. Sanngjarnari föst laun fyrir vaktir myndu leysa þessi vanda- mál. Einnig væri sanngjarnt að menn fengu að taka vakta- greiðslu að nokkru leyti út í fríum, enda hætta á að vinnu- gleði minnki, ef vinnuálag verð- ur of mikið. Þar að auki erum við aðilar að ákvæðum EES sem banna vinnuþrælkun, sem við- gengst hjá okkur, og er brýnt að koma að einhverju ákvæði sem tryggði læknum hvíld þegar þeir þyrftu á henni að halda. Sigurður Gunnarsson heilsugæslulæknir Hrauni 2, 765 Djúpivogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.