Læknablaðið - 15.02.1996, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
165
Almennur fundur
í Læknafélagi Reykjavíkur
fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20:30
í Hlíðasmára 8, Kópavogi
Fundarefni:
1. Tryggingamál lækna.
2. Kynnt verða framboð sem fram verða lögð á aðalfundi LR í Hlíðasmára 8,
Kópavogi 21. mars næstkomandi. Kjósa á þrjá menn í aðalstjórn til tveggja
ára og þrjá í meðstjórn til tveggja ára og þrjá varamenn. Einnig þarf að kynna
framboð á kjörnum fulltrúum LR á aðalfund LÍ1996.
Ekki verða aðrir í kjöri á aðalfundi þann 21. mars en tillögur koma fram um á
þessum fundi.
3. Önnur mál.
Stjórn LR
að þýða lélega samkeppnis-
hæfni starfseminnar, þrátt fyrir
lág laun læknanna.
Stofugjöld til sérfræðinga eru
mun hærri (eins og vera ber) og
hlutfallslegur hlutur TR mun
minni en hjá heimilislæknum,
einkum í vissum sérgreinum svo
sem HNE eða húðsjúkdómum.
Hlutur TR er orðinn það lítill að
til greina kæmi fyrir slíkar sér-
greinar að sleppa viðskiptum
við TR frekar en að gangast inn
á tilvísunarkerfi, í þeirri mynd
sem koma átti á. Ég held að vel
reknar heilsugæslur og sjálf-
stæðir heimilislæknar þurfi ekki
að kvíða samkeppni við sér-
fræðinga, heldur gæti hún orðið
báðum aðilum holl. Ef fastar
vaktir fengust greiddar með
sanngjörnum grunnlaunum,
yrðu menn ekki jafn viðkvæmir
gagnvart samkeppni á því sviði.
(Kvöldþjónusta barnalækna er
ekki einsdæmi heldur hafa
heilsugæslurnar einnig boðið
þjónustu fram á kvöld, sem
veldur því að tekjur bæjarvakt-
arinnar minnka.) Líklega þarf
allt vaktakerfið endurskoðunar
með.
Eftirfarandi kröfur ættu
heimilislæknar því að geta sam-
einast um, jafnvel í samfloti við
aðra lækna:
1. Hærri föst Iaun. En er ís-
lenskt samfélag í stakk búið
að hætta feluleik með laun-
in? Eru menn tilbúnir að
fórna einhverju í staðinn og
þá hverju?
2. Hærri vaktalaun. Nú eru
vaktalaun ýmissa bætt með
vel greiddum vöktum á
hjúkrunarheimilum eða
sjúkrahúsum. Búast má við
að ráðist verði gegn þessum
bitlingum í viðleitni til að
gera rekstur þessara eininga
hagkvæmari. Einnig má
búast við að störf heimilis-
lækna á sjúkrahúsum þrengi
að kjörum sérfræðinga og
auki enn á illdeilur, sem
nægar eru fyrir.
Staðarsamningar eru einnig
dulbúin vaktagreiðsla, en tilefni
stöðugra árása á kjör læknis,
þar sem einn eða örfáir læknar
þurfa að verja kjör sín (og eftir-
manna sinna) á nokkurra mán-
aða fresti. Slík barátta er til þess
fallin að draga úr starfsánægj-
unni og koma á fjandsamlegu
andrúmslofti.
Sanngjarnari föst laun fyrir
vaktir myndu leysa þessi vanda-
mál. Einnig væri sanngjarnt að
menn fengu að taka vakta-
greiðslu að nokkru leyti út í
fríum, enda hætta á að vinnu-
gleði minnki, ef vinnuálag verð-
ur of mikið. Þar að auki erum
við aðilar að ákvæðum EES sem
banna vinnuþrælkun, sem við-
gengst hjá okkur, og er brýnt að
koma að einhverju ákvæði sem
tryggði læknum hvíld þegar þeir
þyrftu á henni að halda.
Sigurður Gunnarsson
heilsugæslulæknir
Hrauni 2, 765 Djúpivogur