Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 155 Aðferð: Farið var yfir krufningarskýrslur réttarlæknisfræðideildar Rannsóknastofu Há- skóla íslands í meinafræði fyrir tímabilið 1980- 1989 en talið er að á því tímabili hafi nær öll lík þeirra sem fórust í slysum á landi verið krufin þar. Heildaráverkastigið (ISS) var reiknað út fyrir hvern einstakling og reynt að meta hvort fræðilegur möguleiki hefði verið á að bjarga honum. Sjúkrasögur þeirra sem fluttir voru á spítala voru yfirfarnar á svipaðan máta. Tím- inn sem leið frá slysinu og þar til sjúklingurinn kom á spítalann var skráður ef hann lá fyrir. Niðurstöður: Gögn um 57 sjúklinga með ós- æðarrof fundust frá þessu tímabili og reyndist tíðnin vera um 2,3 á hverja 100.000 íbúa á ári. Umferðarslys voru algengasta orsökin (77%) og fall úr hæð sú næstalgengasta. Umferðar- slysin voru algengust á sumar- og haustmánuð- um og í síðari hluta vikunnar. Upplýsingar um bílbeltanotkun liggja ekki fyrir. Attatíu og fjór- ir af hundraði voru karlmenn, flestir ungir, og fórnarlambið var oftast ökumaður eða farþegi í framsæti. Tuttugu og níu af hundraði öku- manna voru drukknir. Ósæðarrifan var algeng- ust á fallhluta æðarinnar (75%). Af 57 sjúk- lingum létust 39 (68,4%) á slysstað en 15 (26,3%) til viðbótar voru úrskurðaðir látnir við komu á sjúkrahús. Aðeins þrír (5,3%) komust lifandi á Borgarspítalann. Langoftast var ós- æðarrofið aðeins hluti af mjög alvarlegum fjöláverka. Hjá einum sjúklingi tókst að gera við rofið strax eftir komu á sjúkrahúsið og og er hann við góða heilsu 11 árum eftir slysið. Ályktanir: Gögnin sýna að flestallir sjúkling- ar með rof á brjósthluta ósæðar dóu á slysstað eða voru látnir við komu á sjúkrahús. Aðeins þrír (5,3%) komust lifandi á sjúkrahús. Lang- flestir höfðu mjög mikla áverka á öðrum mikil- vægum líffærum. Komi sjúklingurinn fljótt á sjúkrahús og hafi rof á fallhluta æðarinnar án mikils fjöláverka er möguleiki á að unnt sé að gera við æðina og að sjúklingurinn nái varan- legum bata. Inngangur Ákeyrsla, þar sem brjóstkassi ökumanns kastast fram á stýrið, er algengasta orsök fyrir rofi á brjósthluta ósæðar. Oftast rifnar æðin þá þversum rétt fyrir neðan upptökin á viðbeins- slagæðinni. Þótt ótrúlegt megi virðast deyja sumir þessara sjúklinga ekki strax. Þetta hefur verið almennt vitað frá því að grein Parmleys (1) kom út 1958. Hann athugaði meðal annars 1174 krufningarskýrslur um einstaklinga með meiðsli á ósæð og hjarta og fann að 20% þeirra sem höfðu ósæðarrof án hjartaáverka lifðu nægilega lengi til að komast á spítala og mögu- leiki ætti því að vera á uppskurði. Komist sjúk- lingurinn á spítala vill greiningin þó dragast þar sem einkenni eru oft lítil þar til sjúklingnum blæðir skyndilega út og önnur meiðsli svo sem beinbrot, kviðarholsáverkar op andlits- og heilaáverkar geta skyggt á. Á áttunda og níunda áratugnum varð æ algengara að sjá í sérfræðiritum greint frá tilfellum þar sem tekist hafði að gera við ósæðarrof og á nokkrum stærri sjúkrastofnunum höfðu verið gerðir 30- 40 slíkir uppskurðir (2-7). Allir leggja höfund- arnir mikla áherslu á skjóta sjúkraflutninga, að möguleikinn á ósæðarrofi sé ofarlega í huga móttökulækna ( high index of suspicion), auk þess sem flestir ræða tæknileg atriði við að- gerðina meðal annars þætti sem gætu fyrir- byggt lömun og nýrnabilun eftir aðgerð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að at- huga hversu algengt rof á brjósthluta ósæðar vegna slyss væri á Islandi, orsakir slíkra slysa, staðsetningu rofsins í æðinni og hversu margir kæmust á spítala lifandi og hvernig til hefði tekist urn greiningu og meðferð. Efniviður og aðferðir Leyfi fékkst til að fara yfir réttarkrufningar- skýrslur fyrir árin 1980-1989. Fengust þar upp- lýsingar um þá sem dáið höfðu með rifna ósæð. I skýrslunum kom einnig fram hvort viðkom- andi hafði dáið á staðnum eða verið fluttur á sjúkrahús. Af þeim sem fluttir voru á sjúkrahús komu allir nema þrír á Borgarspítalann. Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið í Keflavík og einn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en voru látn- ir þegar á þessi sjúkrahús kom. Spítalagögn þeirra sem á sjúkrahús voru fluttir voru könn- uð. Pá voru greiningarnúmer inniliggjandi sjúklinga á Borgarspítalanum yfirfarin. Með þessu móti fundust á tímabilinu gögn um 57 einstaklinga með rifna ósæð. Orsök slyssins (bflslys, fall úr hæð og svo framvegis) lá ætíð fyrir og nákvæm tímasetning þess næstum alltaf. Áfengismagn í blóði var alltaf mælt. Ávallt var skráð á hvaða hluta ósæðarinnar rifan var en rifunni að öðru leyti ekki alltaf lýst nákvæmlega. Upplýsingar um bflbeltanotkun voru ónákvæmar og er ekki vit- að hversu margir voru í bílbelti. Ekkert þótti unnið við að búa til töflur yfir alla þá áverka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.