Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 79

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 181 Davíðsbók Unnið er að útgáfu rits til heiðurs Davíð Davíðssyni, pró- fessor emeritus, sem nýlega lét af störfum eftir 35 ára embættis- feril við Háskóla íslands og á Landspítala. I ritinu munu birtast yfir 70 fræðigreinar eftir vini, sam- starfsmenn og fyrrverandi nem- endur Davíðs. Þar verða meðal annars greinar sagnfræðilegs efnis um frumkvöðla blóðrann- sókna á Islandi; Gísla Guð- mundsson gerlafræðing (1884- 1928), Stefán Jónsson lækni (1881-1961), Guðnýju Guðna- dóttur lækningarannsóknar- konu (1894—1967) og saga miltis- bruna á íslandi og saga klínískr- ar taugalífeðlisfræði. í ritinu er mikill fjöldi mynda, þar á meðal á annað hundrað fágætra mynda af mönnum og munurn, og hafa sumar þessara mynda ekki birst á prenti áður. Ritið verður prentað á góðan pappír og í vönduðu rexin bandi (tvö bindi) og áskriftarverð er 6.800 krónur. Ritið kemur út á vegum Háskólaútgáfunnar, Háskóla Islands. Davíð Davíðsson þarf vart að kynna. Hann lauk embættis- prófi í læknisfræði frá Háskóla Islands í ársbyrjun 1953. Eftir framhaldsnám í lífefnafræði og lífeðlisfræði við Hammersmith sjúkrahúsið í London var hann, árið 1957, skipaður prófessor í lífefnafræði og lífeðlisfræði við læknadeild HÍ, og því starfi gegndi hann til ársloka 1992 (frá 1965 prófessorílífefnafræði ein- göngu). Haustið 1958 stofnaði Davíð Rannsóknadeild Land- spítalans í blóðmeinafræði og meinefnafræði, og fáeinum ár- um seinna hóf hann ísótópa- rannsóknir þar í sjúkdómsgrein- ingarskyni og kom á fót ísótópastofu Landspítalans. Davíð var einn af stofnendum Hjartaverndar og hefur setið í framkvæmdastjórn Hjarta- verndar frá upphafi. Hann sat í Bygginganefnd Landspítalans og síðar í yfirstjórn Mannvirkja- gerðar á Landspítalalóð. Davíð var baráttumaður fyrir sam- starfi Háskóla íslands og heil- brigðisstjórnar um uppbygg- ingu og rekstur Landspítalans sem háskólasjúkrahúss. Vinnsla ritsins er á lokastigi og bréf hafa verið send út, þar sem viðtakanda er boðið að heiðra Davíð með því að gerast áskrifandi að ritinu. Nafn áskrifanda mun þá birtast á ta- bula gratulatoria, nema hann óski annars. Þau sem hafa í hyggju að þiggja þetta boð eru vinsamlega beðin að senda Háskólaútgáf- unni seðil þann sem fylgdi með bréfinu sem fyrst. Þeir sem ekki hafa fengið umrætt bréf, geta hringt í Lífeðlisfræðistofnun, Læknagarði, sími 525 4830 og tilkynnt áskrift að ritinu. Ritnefnd Breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga Vakin er athygli á reglu- gerð Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins frá 22. janúar 1996 um breytingu á hlutdeild sjúklinga í kostn- aði vegna heilbrigðisþjón- ustu. Helstu breytingar eru þær að nú skal greitt 700 kr. fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis. Ellilífeyr- isþegar 70 ára og eldri, ör- orkulífeyrisþegar, ellilífeyr- isþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, börn sem njóta um- önnunarbóta og önnur börn undir 16 ára, kr. 300. Utan dagvinnutíma er almennt gjald kr. 1100 og fyrir síðar- talda hópinn hér að framan kr. 500. Almennt vitjunargjald verður kr. 1100. Fyrir ellilíf- eyrisþega 70 ára og eldri, ör- orkulífeyrisþega, ellilífeyris- þega 67-70 ára sem nutu ör- orkulífeyris fram til 67 ára aldurs og börn sem njóta umönnunarbóta kr. 400. Vitjunargjald utan dag- vinnutíma kr. 1600, fyrir síð- artalda hópinn kr. 600. Fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengrein- ingu verður almennt gjald kr. 1400 auk 40% af um- sömdu eða ákveðnu heildar- verði við komuna, sem um- fram er. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyris- þegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og börn sem njóta umönnunarbóta kr. 500 kr. auk þriðjungs af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna, sem umfram er. Reglugerðin tekur gildi 1. febrúar 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.