Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1996, Side 79

Læknablaðið - 15.02.1996, Side 79
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 181 Davíðsbók Unnið er að útgáfu rits til heiðurs Davíð Davíðssyni, pró- fessor emeritus, sem nýlega lét af störfum eftir 35 ára embættis- feril við Háskóla íslands og á Landspítala. I ritinu munu birtast yfir 70 fræðigreinar eftir vini, sam- starfsmenn og fyrrverandi nem- endur Davíðs. Þar verða meðal annars greinar sagnfræðilegs efnis um frumkvöðla blóðrann- sókna á Islandi; Gísla Guð- mundsson gerlafræðing (1884- 1928), Stefán Jónsson lækni (1881-1961), Guðnýju Guðna- dóttur lækningarannsóknar- konu (1894—1967) og saga miltis- bruna á íslandi og saga klínískr- ar taugalífeðlisfræði. í ritinu er mikill fjöldi mynda, þar á meðal á annað hundrað fágætra mynda af mönnum og munurn, og hafa sumar þessara mynda ekki birst á prenti áður. Ritið verður prentað á góðan pappír og í vönduðu rexin bandi (tvö bindi) og áskriftarverð er 6.800 krónur. Ritið kemur út á vegum Háskólaútgáfunnar, Háskóla Islands. Davíð Davíðsson þarf vart að kynna. Hann lauk embættis- prófi í læknisfræði frá Háskóla Islands í ársbyrjun 1953. Eftir framhaldsnám í lífefnafræði og lífeðlisfræði við Hammersmith sjúkrahúsið í London var hann, árið 1957, skipaður prófessor í lífefnafræði og lífeðlisfræði við læknadeild HÍ, og því starfi gegndi hann til ársloka 1992 (frá 1965 prófessorílífefnafræði ein- göngu). Haustið 1958 stofnaði Davíð Rannsóknadeild Land- spítalans í blóðmeinafræði og meinefnafræði, og fáeinum ár- um seinna hóf hann ísótópa- rannsóknir þar í sjúkdómsgrein- ingarskyni og kom á fót ísótópastofu Landspítalans. Davíð var einn af stofnendum Hjartaverndar og hefur setið í framkvæmdastjórn Hjarta- verndar frá upphafi. Hann sat í Bygginganefnd Landspítalans og síðar í yfirstjórn Mannvirkja- gerðar á Landspítalalóð. Davíð var baráttumaður fyrir sam- starfi Háskóla íslands og heil- brigðisstjórnar um uppbygg- ingu og rekstur Landspítalans sem háskólasjúkrahúss. Vinnsla ritsins er á lokastigi og bréf hafa verið send út, þar sem viðtakanda er boðið að heiðra Davíð með því að gerast áskrifandi að ritinu. Nafn áskrifanda mun þá birtast á ta- bula gratulatoria, nema hann óski annars. Þau sem hafa í hyggju að þiggja þetta boð eru vinsamlega beðin að senda Háskólaútgáf- unni seðil þann sem fylgdi með bréfinu sem fyrst. Þeir sem ekki hafa fengið umrætt bréf, geta hringt í Lífeðlisfræðistofnun, Læknagarði, sími 525 4830 og tilkynnt áskrift að ritinu. Ritnefnd Breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga Vakin er athygli á reglu- gerð Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins frá 22. janúar 1996 um breytingu á hlutdeild sjúklinga í kostn- aði vegna heilbrigðisþjón- ustu. Helstu breytingar eru þær að nú skal greitt 700 kr. fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis. Ellilífeyr- isþegar 70 ára og eldri, ör- orkulífeyrisþegar, ellilífeyr- isþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, börn sem njóta um- önnunarbóta og önnur börn undir 16 ára, kr. 300. Utan dagvinnutíma er almennt gjald kr. 1100 og fyrir síðar- talda hópinn hér að framan kr. 500. Almennt vitjunargjald verður kr. 1100. Fyrir ellilíf- eyrisþega 70 ára og eldri, ör- orkulífeyrisþega, ellilífeyris- þega 67-70 ára sem nutu ör- orkulífeyris fram til 67 ára aldurs og börn sem njóta umönnunarbóta kr. 400. Vitjunargjald utan dag- vinnutíma kr. 1600, fyrir síð- artalda hópinn kr. 600. Fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengrein- ingu verður almennt gjald kr. 1400 auk 40% af um- sömdu eða ákveðnu heildar- verði við komuna, sem um- fram er. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyris- þegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og börn sem njóta umönnunarbóta kr. 500 kr. auk þriðjungs af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna, sem umfram er. Reglugerðin tekur gildi 1. febrúar 1996.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.