Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1996, Qupperneq 8

Læknablaðið - 15.02.1996, Qupperneq 8
120 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 greindum útgjöldum. Við athugun á fjölda sjúkrahúsinnlagna í Svíþjóð kom í ljós, að sam- hliða aukinni notkun innöndunarstera fækkaði innlögnum sjúklinga með astma (5). Niður- staða rannsóknarhópsins var sú að fyrir hverja krónu sem samfélagið varði til slíkra lyfja, spöruðust tvær til þrjár annars staðar í heil- brigðiskerfinu. í annarri rannsókn í Hollandi var 274 sjúklingum, ýmist með astma eða langvinna teppusjúkdóma, fylgt eftir í tvö og hálft ár (6). Allir voru meðhöndlaðir með beta2-agonistum en hluti sjúklinga fékk einnig innöndunarstera og vegnaði þeim betur. Meira en helmingur þess kostnaðarauka sem hlaust af notkun innöndunarstera, skilaði sér til baka í lækkun á öðrum heilbrigðiskostnaði. Auk þess batnaði líðan sjúklinganna og lungnastarfsemi, einkennalausum dögum fjölgaði og vinnutap varð minna. Hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði almennt hefur aukist verulega á undanförnum árum og svo er einnig um astmalyf, sem sjúklingar fengu til skamms tíma að mestu leyti sér að kostnaðarlausu. Frekari aukning á útgjöldum sjúklinga getur hæglega orðið til þess að sjúk- lingar sem illa eru settir félagslega og fjárhags- lega, fái ekki nauðsynlega lyfjameðferð. Þetta á sérlega við um fyrirbyggjandi meðferð, en dragi úr henni, má búast við aukningu á kostn- aði vegna annarrar meðferðar, þar á meðal bráðameðferðar og dýrrar sjúkrahúsvistar. Það er hagur sjúklinga og samfélags að lyfja- meðferð við astma sé í sem bestu samræmi við það sem talið er rétt á hverjum tíma. Rannsókn okkar sem birtist í þessu hefti Læknablaðsins bendir til þess að meðferð astma hérlendis sé í meira samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar en í mörgum öðrum löndum. Þó vaknar spurn- ing um það hvort ekki væri unnt að draga úr skömmtum steralyfja til innöndunar. Ástæðu- laust er að meðhöndla með hærri skömmtum en nauðsynlegir eru og má oftast komast af með lægri skammta í langtímameðferð en þarf til þess að ná tökum á sjúkdómnum í byrjun eða eftir tímabundna versnun. Fræðsla til astmasjúklinga og almennings um sjúkdóminn og meðferð hans er mjög mikil- væg. Erlendar rannsóknir sýna að skipulögð fræðsla til astmasjúklinga, til dæmis í svoköll- uðum astmaskólum, leiðir til ótrúlegs sparnað- ar með fækkun bráðaheimsókna, færri inn- lögnum og fækkun á töpuðum vinnu- og skóla- dögum (7). Fjármunir sem lagðir eru í Astmalyfjanotkun á Norðurlöndum á árunum 1990-1994, miðað við fjölda skilgreindra dagskammta fyrir hverja 1000 íbúa. skipulagða fræðslu skila sér yfirleitt margfald- lega til baka. Hér á landi hefur slík fræðsla verið af skornum skammti, ef frá er talinn úða- skóli Vífilsstaðaspítala þar sem hjúkrunarfræð- ingar lungnadeildar hafa kennt sjúklingum um verkun og notkun innöndunarlyfja. Einnig hef- ur verið veitt skipulögð fræðsla fyrir lungna- sjúklinga á Reykjalundi. Að öðru leyti er fræðsla veitt á stofum og móttökum lækna, en vegna tímaskorts og álags er hætt við að þessi þáttur verði út undan. Þannig vantar aðgengi- legt fræðsluefni um astma. Markmið slíkrar fræðslu er aukin þekking á eðli sjúkdómsins, verkun og notkun astmalyfja, ásamt réttum viðbrögðum við versnun. Höfundar telja að meiri fjárfesting í aukinni þekkingu sjúklinga og aðstandenda muni skila sér sem lægri út- gjöld fyrir samfélagið. Einnig er æskilegt að birtar verði einfaldar leiðbeiningar fyrir lækna um meðferð astma, aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Slíkar leið- beiningar þarfnast reglulegrar endurskoðunar. Þórarinn Gíslason, Andrés Sigvaldason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.