Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 25

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 849 SBP at home mmHg SBP at supermarket mmHg Fig. 1. Comparison between supermarket systolic blood press- ure measured by a physician and the average home systolic blood pressure measured by the subjects. ingsmælingar. Niðurstaðan var að tæplega fjórðungi var vísað áfram til frekari rannsókna. Hins vegar voru viðmiðunargildi þeirrar rann- sóknar mun hærri en okkar. Þar var talan 110 lögð við aldur einstaklingsins fyrir slagbils- þrýsting en 110 mmHg notuð fyrir hlébilsþrýst- ing (9). Þetta sýnir að taka verður tillit til ólíkra aðstæðna og áhrifa þeirra á viðmiðunargildi þegar farið er og boðið upp á slíkar mælingar. Spyrja má hvort mælingar sem þessar séu yfirleitt réttlætanlegar enda hafa rannsóknir sýnt að kembileit á stöðum eins og í verslunum og á vinnustöðum leiðir sjaldnast til meðferðar hjá áður ómeðhöndluðu fólki með of háan blóðþrýsting en hins vegar hefur verið mælt með að blóðþrýstingur skuli mældur sem þátt- ur í reglubundinni heilbrigðisskoðun. Er þá átt við skoðanir sem eru gerðar af læknum eða hjúkrunarfræðingum (10). Rannsóknin sýnir að mismunurinn milli mælinga í kjörbúðinni og á stofu er mikill og tölfræðilega marktækur bæði fyrir slagbilsþrýsting og hlébilsþrýsting. Sennilega er hækkunin í kjörbúðinni eðlilegt lífeðlisfræðilegt viðbragð og ber að skoða sem slíkt. í slíku umhverfi myndast aðstæður sem eru gerólíkar þeim aðstæðum sem blóðþrýst- ingsstaðlar eru miðaðir við til dæmis geta áhorfendur að mælingunni verið til staðar, mis- munandi hvíldartími og allskyns önnur streita. í rannsókn okkar voru öll þessi atriði til staðar DBP at home mmHg DBP at supermarket mmHg Fig. 2. Comparison between supermarket diastolic blood pressure measured by a physician and the average home diast- olic blood pressure measured by the subjects. og skýrir það væntanlega hin háu blóðþrýst- ingsgildi sem komu fram við kembileitina. Hins vegar ber að sjálfsögðu að vísa einstak- lingum með mjög há gildi til frekari rannsókna. Ennfremur hefur verið bent á hættu þess að í stórum þýðisrannsóknum eins og NHANES (National Health and Nutrition Examination Survey) sé blóðþrýstingshækkun ofmetin og geti leitt til óþarfa kostnaðar (11). I rannsókn okkar koma greinileg hvítsloppa- áhrif fram. Þetta hefur margoft komið fram í rannsóknum (12,13). í nýlegri rannsókn Jó- hanns Agústs Sigurðssonar og félaga var mun- urinn 6,7/4,7 (14). Munurinn í okkar rannsókn er heldur meiri eða 12,9/5,0. Aðrar rannsóknir hafa sýnt mun 2-15/3-5 og meiri hjá sjúklingum með háþrýsting en einstaklingum með eðlileg- an blóðþrýsting (15). Það er því mikilvægt að hvítsloppaáhrif séu metin þegar fólk er sett á háþrýstingsmeðferð. Mæling á stofu er enn mikilvægust fyrir blóðþrýstingsrannsókn en í vafatilfellum ber að senda fólk heim með blóð- þrýstingsmæli. Heimamælingarnar eru lægstar eins og í flestum öðrum rannsóknum (16,17). Oftast er litið svo á að þessar mælingar séu raunþrýsting- ur viðkomandi einstaklings. Veruleg lækkun er frá kembirannsókninni. Þessar mælingar voru lægri að morgni en kveldi. Mismunurinn var þó einungis tölfræðilega marktækur fyrir slagbils-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.