Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 41

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 865 hélst á öðru rannsóknarárinu en í lyfleysu- hópnum urðu mælingar aftur eins og við upp- haf rannsóknar eða versnuðu jafnvel. I fyrsta skipti hafa mælingar á rúmmáli blöðruhálskirt- ils verið staðfestar í tvö ár í tvíblindri saman- burðarrannsókn með lyfleysu hjá sjúklingum með einkenni vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Niðurstöður sýna ótvírætt að meðhöndlun með fínasteríði stöðvar stækkun á blöðruhálskirtli sem verður hjá karlmönnum í þessum aldurshópi. Þessar niðurstöður ásamt áhrifum á einkenni og þvagflæði, benda til að fínasteríð geti stöðvað og jafnvel snúið við framvindu góðkynja stækkunar á blöðruháls- kirtli og geti viðhaldið batanum í að minnsta kosti tvö ár. Nánari staðfesting sést á því að færri sjúk- lingar í fínasteríðhópnum þurftu að fá þvaglegg vegna þvagteppu eða gangast undir aðgerð á blöðruhálskirtli. Þetta var aftur á móti eftir- greining með ófullkominni vissu (18,4% sjúk- linganna hættu áður en rannsókninni lauk) og því ekki hægt að telja örugga. Tíðni kynlífsröskunar reyndist marktækt hærri í báðum meðferðarhópum miðað við fyrri rannsóknir (10,11), þar sem marktækur munur í tíðni var um 3% milli fínasteríð- og lyfleysuhópsins. í byrjun voru 45% sjúkling- anna með kynlífsröskun sem ef til vill gæti verið vegna meiri vilja karlmanna í okkar rann- sókn til að tjá sig um kynferðisleg vandamál. Vegna niðurstaðna fyrri rannsókna var sér- staklega bent á hugsanlega kynlífsröskun af völdum fínasteríðs í samþykktarblaði sjúk- lings, en það gæti hafa aukið líkindi þess að sjúklingur hafi tekið fram truflanir af slíku tagi meðan á rannsókninni stóð. Þrátt fyrir þetta leiddu aukaverkanir er höfðu áhrif á kynlíf aðeins til þess að 3% fleiri sjúklinga í fínaster- íðhópnum heldur en í lyfleysuhópnum hættu meðferð. Meirihluti sjúklinga á Norðurlöndum, sem eru meðhöndlaðir vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli eru meðhöndlaðir vegna óþægindaeinkenna og einhverrar vitneskju um þvagblöðruteppu sem metin er með þvagflæði- mælingu. Sjúklingarnir í þessari rannsókn voru með meðaleinkenni góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli og hámarksflæði sem gaf til kynna væga eða enga þvagblöðruteppu hjá flestum. Markmið meðhöndlunar þessa hóps ætti að minnka einkenni og draga úr aðgerð- um. Samt sem áður er brottnám blöðruháls- Number of patients 100 t Finasteride Placebo History of sexual dysfunction (ejaculation disorder, erectile dysfunction.libido decrease or other) No history of sexual dysfunction (ejaculation disorder, erectile dysfunction.libido decrease or other) Fig. 7. Adverse experience: impotence. kirtils um holsjá í þvagrás (transurethral resec- tion of the prostate, TURP) ennþá besta með- ferðin á sjúklingum með mikla þvagblöðru- teppu (6). Lyfjameðferð er góður kostur til að minnka einkenni sjúklinga með minniháttar teppu (19). Niðurstöður þessarar tveggja ára saman- burðarrannsóknar staðfesta fyrri niðurstöður langtíma áhrifa fínasteríðs og ásættanlegra ör- yggisþátta í vel stýrðum, klínískum slembi- rannsóknum. Fínasteríð bætir einkenni og þvagflæði, minnkar rúmmál blöðruhálskirtils og þolist almennt vel. Ályktun Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í sam- ræmi við niðurstöður annarra rannsókna sem hafa birst víða (9-12) og sýna að fínasteríðmeð- ferð þolist vel og öryggi virðist gott. Minnkun á rúmmáli blöðruhálskirtils á fyrsta árinu hélst út annað ár meðferðarinnar og bæði einkenni og hámarksþvagflæði löguðust marktækt meðan á rannsókninni stóð. Meðferð með fínasteríði er góður kostur í staðinn fyrir að bíða og sjá til og getur snúið við eðlilegri þróun góðkynja stækk- unar á blöðruhálskirtli. HEIMILDIR 1. Oesterling JE. Benign prostatic hyperplasia: medical and minimally invasive treatment options. N Engl J Med 1995; 332: 99-109. 2. Lytton B, Emery JM, Harvard BM. The incidence of

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.