Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1996, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.12.1996, Qupperneq 41
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 865 hélst á öðru rannsóknarárinu en í lyfleysu- hópnum urðu mælingar aftur eins og við upp- haf rannsóknar eða versnuðu jafnvel. I fyrsta skipti hafa mælingar á rúmmáli blöðruhálskirt- ils verið staðfestar í tvö ár í tvíblindri saman- burðarrannsókn með lyfleysu hjá sjúklingum með einkenni vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Niðurstöður sýna ótvírætt að meðhöndlun með fínasteríði stöðvar stækkun á blöðruhálskirtli sem verður hjá karlmönnum í þessum aldurshópi. Þessar niðurstöður ásamt áhrifum á einkenni og þvagflæði, benda til að fínasteríð geti stöðvað og jafnvel snúið við framvindu góðkynja stækkunar á blöðruháls- kirtli og geti viðhaldið batanum í að minnsta kosti tvö ár. Nánari staðfesting sést á því að færri sjúk- lingar í fínasteríðhópnum þurftu að fá þvaglegg vegna þvagteppu eða gangast undir aðgerð á blöðruhálskirtli. Þetta var aftur á móti eftir- greining með ófullkominni vissu (18,4% sjúk- linganna hættu áður en rannsókninni lauk) og því ekki hægt að telja örugga. Tíðni kynlífsröskunar reyndist marktækt hærri í báðum meðferðarhópum miðað við fyrri rannsóknir (10,11), þar sem marktækur munur í tíðni var um 3% milli fínasteríð- og lyfleysuhópsins. í byrjun voru 45% sjúkling- anna með kynlífsröskun sem ef til vill gæti verið vegna meiri vilja karlmanna í okkar rann- sókn til að tjá sig um kynferðisleg vandamál. Vegna niðurstaðna fyrri rannsókna var sér- staklega bent á hugsanlega kynlífsröskun af völdum fínasteríðs í samþykktarblaði sjúk- lings, en það gæti hafa aukið líkindi þess að sjúklingur hafi tekið fram truflanir af slíku tagi meðan á rannsókninni stóð. Þrátt fyrir þetta leiddu aukaverkanir er höfðu áhrif á kynlíf aðeins til þess að 3% fleiri sjúklinga í fínaster- íðhópnum heldur en í lyfleysuhópnum hættu meðferð. Meirihluti sjúklinga á Norðurlöndum, sem eru meðhöndlaðir vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli eru meðhöndlaðir vegna óþægindaeinkenna og einhverrar vitneskju um þvagblöðruteppu sem metin er með þvagflæði- mælingu. Sjúklingarnir í þessari rannsókn voru með meðaleinkenni góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli og hámarksflæði sem gaf til kynna væga eða enga þvagblöðruteppu hjá flestum. Markmið meðhöndlunar þessa hóps ætti að minnka einkenni og draga úr aðgerð- um. Samt sem áður er brottnám blöðruháls- Number of patients 100 t Finasteride Placebo History of sexual dysfunction (ejaculation disorder, erectile dysfunction.libido decrease or other) No history of sexual dysfunction (ejaculation disorder, erectile dysfunction.libido decrease or other) Fig. 7. Adverse experience: impotence. kirtils um holsjá í þvagrás (transurethral resec- tion of the prostate, TURP) ennþá besta með- ferðin á sjúklingum með mikla þvagblöðru- teppu (6). Lyfjameðferð er góður kostur til að minnka einkenni sjúklinga með minniháttar teppu (19). Niðurstöður þessarar tveggja ára saman- burðarrannsóknar staðfesta fyrri niðurstöður langtíma áhrifa fínasteríðs og ásættanlegra ör- yggisþátta í vel stýrðum, klínískum slembi- rannsóknum. Fínasteríð bætir einkenni og þvagflæði, minnkar rúmmál blöðruhálskirtils og þolist almennt vel. Ályktun Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í sam- ræmi við niðurstöður annarra rannsókna sem hafa birst víða (9-12) og sýna að fínasteríðmeð- ferð þolist vel og öryggi virðist gott. Minnkun á rúmmáli blöðruhálskirtils á fyrsta árinu hélst út annað ár meðferðarinnar og bæði einkenni og hámarksþvagflæði löguðust marktækt meðan á rannsókninni stóð. Meðferð með fínasteríði er góður kostur í staðinn fyrir að bíða og sjá til og getur snúið við eðlilegri þróun góðkynja stækk- unar á blöðruhálskirtli. HEIMILDIR 1. Oesterling JE. Benign prostatic hyperplasia: medical and minimally invasive treatment options. N Engl J Med 1995; 332: 99-109. 2. Lytton B, Emery JM, Harvard BM. The incidence of
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.