Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 15

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 209 sem eru ónæmir fyrir penicillínsamböndum, glýkópeptíðum eða með háskammta amínó- glýkósíð ónæmi, glata um leið samvirkni með viðkomandi lyfi (9). Fjölónæmir enterókokkar eru sem betur fer ekki vandamál hérlendis. Nýlega fannst hér vankómýcín ónæmur stofn, og líður væntanlega ekki á löngu áður en þeir ná hér fótfestu. Vankómýcín ónæmi er flokkað í þrjár gerðir: Van A, Van B og Van C eftir því hvernig ónæmi gegn vankómýcíni og teicó- planíni er háttað og hvort ónæmið er innleið- anlegt eða ávallt til staðar (8). Stofnar af Van A gerð hafa ónæmi gegn háum skömmtum af bæði vankómýcíni og teicóplaníni, en erfða- efnið sem segir fyrir um það er á plasmíði og gæti því fræðilega séð borist í aðrar tegundir Gram jákvæðra baktería svo sem Staphylo- coccus aureus (3,13,14). Stofnar af Van B gerð hafa háskammta vankómýcín ónæmi en næmi fyrir teicóplaníni og Van C lágskammta van- kómýcín ónæmi og næmi fyrir teicóplaníni. Stofninn sem fannst á íslandi er talinn vera af Van B gerð. Erfitt er að sporna við fjölgun ónæmra ent- erókokka þar sem sýklalyfjanotkun er mikil. Mikil notkun breiðrófs sýklalyfja og aukning á notkun vankómýcíns eru talin eiga stærstan þátt í hraðri aukningu ónæmis í Bandaríkjun- um (16,17). Það er því mikilvægt að takmarka sýklalyfjanotkun, og vankómýcín ætti aðeins að nota við tilfelli þar sem önnur úrræði eru ekki fyrir hendi (17). Einnig þarf að draga úr notkun á breiðrófssýklalyfjum, einkum kefaló- spórínum (21,22,26,27). Ef ekkert er að gert mun dauðsföllum í kjölfar sýkinga af völdum enterókokka ónæmum fyrir öllum sýklalyfjum fjölga. I nýlegum leiðara, sem fjallar um horfur á því að sýklalyf komi ekki að notum við með- ferð sýkinga, er sagt frá 47 ára konu sem var á reglulegri blóðskilun (haemodialysis) og fékk blóðsýkingu af völdum fjölónæmra enteró- kokka (28). Hún var sett á amíkacín og ímipen- em en batnaði ekki. Úr blóðræktun ræktaðist E. faecium ónæmur fyrir öllum 30 sýklalyfjun- um sem athuguð voru nema teicóplanín. Það var ekki hægt að gefa vegna ofnæmis sjúklings- ins og hún lést því í kjölfar sýkingarinnar. Von- andi þurfum við ekki að horfa upp á slík tilfelli á íslandi í framtíðinni. Ljóst er að lausnir á þessum vanda felast ekki í nýjum töfrasýklalyfjum, heldur verður að takmarka óskynsamlega notkun sýklalyfja og bæta sýkingavarnir. Þakkarorð Sérstakar þakkir til Ingu Teitsdóttur og Sig- ríðar Antonsdóttur sýkingavarnahjúkrunar- fræðinga, starfsfólks viðkomandi sjúkradeilda og meinatækna á sýklafræðideild Landspítal- ans. HEIMILDIR 1. Moellering Jr RC. Enterococcus species, Streptococcus bovls and Leuconostoc species In; Mandell GL_ Ben_ nett JE, Dolin R, eds. Principles and Practice of In- fectious Diseases. 4th ed. New York: Churchill Living- stone, 1995: 1826-35. 2. Jordens JZ, Bates J, Griffiths DT. Faecal carriage and nosocomial spread of vancomycin resistant Enterococ- cus faecium. J Antimicrob Chemother 1994; 34: 515-28. 3. Moellering Jr RC. Emergence of Enterococcus as a sig nificant pathogen. Clin Infect Dis 1992; 14 : 1173-8. 4. Emori TG, Gaynes RP. An overview of nosocomial infections, including the role of the microbiology lab- oratory. Clin Microbiol Rev 1993; 6: 428-42. 5. Williamson R, LeBouguénec C, Gutmann L, Horaud T. One or two low affinity penicillin binding proteins may be responsible for the range of susceptibility of Entero- coccus faecium to benzylpenicillin. J Gen Microbiol 1985; 131: 1933^40. 6. Cercenado E, Garcia-Leoni ME, Rodeno P, Rodríguez- Créixemes M. Ampicillin resistant enterococci. J Clin Microbiol 1990; 28: 829. 7. Watanakunakorn C. Enterococci from blood cultures 1980-1989, susceptibility to ampicillin, peniciilin and vancomycin. J Antimicrob Chemother 1990; 26: 602-4. 8. Gray JW, Pedler SJ. Antibiotic resistant enterococci (review). J Hosp Infect 1992; 21: 1-14. 9. Chen HY. Resistance of enterococci to antibiotic combi- nations. J Antimicrob Chemother 1986; 18: 1-8. 10. Patterson JE, Zervos MJ. High level gentamicin resist- ance in Enterococcus: microbiology, genetic basis and epidemiology. Rev Infect Dis 1990; 12: 644-52. 11. Lin RVTP, Tan AL. Enterococcus faecium with high level resistance to gentamicin. Lancet 1991; 338: 260-1. 12. Leclercq R, Derlot E, Duval J, Courvalin P. Plasmid- mediated resistance to vancomycin and teicoplanin in Enterococcus faecium. New Engl J Med 1988; 319: 157- 61. 13. Shlaes DM, Bouvet A, Devine C, Shlaes JH, Al-Obeid S, Williamson R. Inducable, transferable resistance to vancomycin in Enterococcus faecalis A256. Antimicrob Ag Chemother 1989; 33: 198-203. 14. Neu HC. The crisis in antibiotic resistance. Nature 1992; 257:1064-72. 15. Centers for Disease Control and Prevention. Nosoco- mial enterococci resistant to vancomycin - United States, 1989-1993. MMWR 1993; 42: 597-9. 16. Centers for Disease Control and Prevention. Preventing the spread of vancomycin resistance - Report from the Hospital Infection Control Practices Advisory Commit- tee. 59 Fed Reg 25, 1994: 757. 17. Hospital Infection Control Practices Advisory Commit- tee. Recommendations for preventing the spread of van- comycin resistance. Infect Control Hosp Epidemiol 1995; 16: 105-13. 18. Woods GL, Washington JA. Antibacteria! susceptibility tests: dilution and disk diffusion methods. In: Murray PR, Baron EJ, Pfaller MA, Tenover FC, Yolken RH, eds. Manual of Clinical Microbiology. 6th ed. Washing- ton: ASM Press, 1995: 1327-41.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.