Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 38

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 38
230 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 eldri, hafi slit í mjöðmum og hnjám, hver sé kynja- og aldursskipting þeirra, aldur við fyrstu einkenni og tíðni gerviliðaaðgerða. Sérstaklega verður litið til þess hvort um ættgengni sé að ræða í þessum sjúkdómi. Aðferðir: Spurningarlistar voru sendir til allra 40 ára og eldri íbúa Skútustaðahrepps 1. júní 1996 samkvæmt þjóðskrá, alls 195 einstaklinga. Unnið er að því að yfirfara sjúkraskýrslur og röntgen- myndir þessara einstaklinga, kortleggja tíðni slitgigtar í ættum Mývetninga og grunnur lagður að litningarannsókn. Niðurstöður: Alls svöruðu 78 einstaklingar þessum spurningarlista eða 40%. Mun betri heimtur voru frá sveitaheimilum í Skútustaða- hreppi heldur en úr þéttbýlinu í Reykjahlíð. Alls svöruðu 48,3% úr sveitinni en 27,2% úr Reykja- hlíð. Alls töldu 43,6% þeirra sem svöruðu sig hafa einkenni um slitgigt, annaðhvort í mjöðmum eða hnjám og stærsti hluti þessa fólks, eða 88,2% höfðu leitað til lækna vegna einkennanna. Af þeim sem svöruðu spurningarlistunum höfðu 16,7% gengist undir gerviliðaaðgerð, annaðhvort á hnjám eða mjöðum. Samkvæmt sjúkraskýrslum FSA, hafa að minnsta kosti 12,3% íbúa Skútu- staðahrepps 40 ára og eldri gengist undir gervi- liðaaðgerð á mjöðmum eða hnjám. Ályktun: Slit í mjöðmum og hnjám Mývetninga er algengt og líklega algengara en gengur og gerist meðal annarra Islendinga. E-23. Hálkuslys Sigurður Ásgeir Kristinsson*, Axel Hilmars- son***, Hersir Oddsson***, Óskar Porvalds- son***, Pálína Ásgeirsdóttir*, Pétur Kr. Péturs- son***, Brynjólfur Mogensen** Frá *slysa- og bráðamóttaka Sjúkrahúss Reykja- víkur, **lœknadeild HÍ, ***embcetti borgarverk- frœðings í Reykjavík Inngangur: Tilgangur rannsóknar á hálkuslys- um er að kanna algengi þeirra, greina eðli og kostnað fyrir einstakling og þjóðfélag en lítið er vitað um hálkuslys hér á landi. Efniviður: Rannsóknin náði til allra sem komu á slysa- og sjúkravakt Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1. nóvember 1995 til 30. aprfl 1996 vegna áverka sem orsakast af hálku (snjór, krapi, ísing). Skrán- ing var framkvæmd við komu á slysa- og sjúkra- vakt og líðan könnuð símleiðis þremur mánuðum eftir slys. Niðurstöður: Alls leituðu 520 einstaklingar á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna hálkuslysa yfir tímabilið. Miðað við fjölda hálkudaga má gera ráð fyrir fimm hálkuslysum á dag að jafnaði. Konur slösuðust í 57% tilfella en karlar í 43%. Meðalaldur kvenna var 42 ár (1-88) og karla 40 ár (2-81). Fótgangandi voru 89%. Áverkar eftir umferðarslys sem eingöngu mátti rekja til hálku voru skráð í 8% tilvika og hjól- reiðaslys í 3% tilvika. Tæplega helmingur akandi einstaklinga voru ökumenn undir tvítugsaldri. Rúmlega helmingur slysanna áttu sér stað við heimahús og fyrirtæki (54%) en aðeins 29% slysa áttu sér stað á umferðargötum eða á gangstígum við umferðargötur. Flest slysin áttu sér stað í des- ember, janúar og febrúar en aðrir mánuðir voru sérstaklega snjóléttir miðað við undanfarin ár. Flest slysin urðu við skyndilegar ísingaraðstæður en fækkaði með auknum snjó. Slysin voru algeng- ust á tímabilinu 12-14 en fæst á tímanum 18-21. Slysatími er háður aldri. Algengast var að slysin yrðu við frístundastörf (65%). Áverkagreiningar 520 slasaðra voru 573. Með brot greindust 33%, tognanir voru hjá 28%, mar hjá 20% og sár hjá 10%. Átta af hundraði slasaðra voru lagðir inn á sjúkrahús í sex daga að meðaltali. Algengastir eða 35% voru áverkar á efri útlimum, 25% áverka voru á neðri útlimum, 20% á höfði, 10% á hálsi og 5% á brjósti og kviði. Við athugun þremur mánuðum eftir slys töldu 46% slasaðra sig hafa náð fullum bata og 26% að mestu leyti en 28% slasaðra töldu sig ekki hafa náð bata. Batahorfur virtust betri hjá körlum en konum og batahorfur voru háðar aldri. Fleiri kon- ur en karlar hlutu beinbrot og tognun en svipað kynjahlutfall var við aðra áverka. Fimmtíu og fimm af hundraði slasaðra voru útivinnandi og voru að jafnaði 13 fjarvistadaga frá starfi. Umræða: Þrátt fyrir mildan vetur leituðu 520 einstaklingar á slysa- og bráðamóttöku vegna hálkuslysa. Flest slysin virtust gerast við aðstæður þar sem fólk var óviðbúið hálku. Gera má ráð fyrir 15 ársstörfum eða 20 milljónum króna árlega eingöngu í fjarvistakostnað útivinnandi einstak- linga á höfuðborgarsvæðinu. Fækkun hálkuslysa næst fyrst og fremst með fyrirbyggjandi aðgerð- um. E-24. Umferðarslys Reykvíkinga árið 1994 Brynjólfur Mogensen* *****, Karl Kristjánsson* Frá *slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur, **Slysavarnaráði íslands, ***lœknadeild HÍ Inngangur: Góð og nákvæm skráning umferð- arslysa er forsenda þess að hægt sé að bera saman slysatíðni. Einnig forsenda markvissra forvarna og nýtingu fjármagns. Miklir hagsmunir einstak- linga og samfélags eru í húfi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.