Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 38
230 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 eldri, hafi slit í mjöðmum og hnjám, hver sé kynja- og aldursskipting þeirra, aldur við fyrstu einkenni og tíðni gerviliðaaðgerða. Sérstaklega verður litið til þess hvort um ættgengni sé að ræða í þessum sjúkdómi. Aðferðir: Spurningarlistar voru sendir til allra 40 ára og eldri íbúa Skútustaðahrepps 1. júní 1996 samkvæmt þjóðskrá, alls 195 einstaklinga. Unnið er að því að yfirfara sjúkraskýrslur og röntgen- myndir þessara einstaklinga, kortleggja tíðni slitgigtar í ættum Mývetninga og grunnur lagður að litningarannsókn. Niðurstöður: Alls svöruðu 78 einstaklingar þessum spurningarlista eða 40%. Mun betri heimtur voru frá sveitaheimilum í Skútustaða- hreppi heldur en úr þéttbýlinu í Reykjahlíð. Alls svöruðu 48,3% úr sveitinni en 27,2% úr Reykja- hlíð. Alls töldu 43,6% þeirra sem svöruðu sig hafa einkenni um slitgigt, annaðhvort í mjöðmum eða hnjám og stærsti hluti þessa fólks, eða 88,2% höfðu leitað til lækna vegna einkennanna. Af þeim sem svöruðu spurningarlistunum höfðu 16,7% gengist undir gerviliðaaðgerð, annaðhvort á hnjám eða mjöðum. Samkvæmt sjúkraskýrslum FSA, hafa að minnsta kosti 12,3% íbúa Skútu- staðahrepps 40 ára og eldri gengist undir gervi- liðaaðgerð á mjöðmum eða hnjám. Ályktun: Slit í mjöðmum og hnjám Mývetninga er algengt og líklega algengara en gengur og gerist meðal annarra Islendinga. E-23. Hálkuslys Sigurður Ásgeir Kristinsson*, Axel Hilmars- son***, Hersir Oddsson***, Óskar Porvalds- son***, Pálína Ásgeirsdóttir*, Pétur Kr. Péturs- son***, Brynjólfur Mogensen** Frá *slysa- og bráðamóttaka Sjúkrahúss Reykja- víkur, **lœknadeild HÍ, ***embcetti borgarverk- frœðings í Reykjavík Inngangur: Tilgangur rannsóknar á hálkuslys- um er að kanna algengi þeirra, greina eðli og kostnað fyrir einstakling og þjóðfélag en lítið er vitað um hálkuslys hér á landi. Efniviður: Rannsóknin náði til allra sem komu á slysa- og sjúkravakt Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1. nóvember 1995 til 30. aprfl 1996 vegna áverka sem orsakast af hálku (snjór, krapi, ísing). Skrán- ing var framkvæmd við komu á slysa- og sjúkra- vakt og líðan könnuð símleiðis þremur mánuðum eftir slys. Niðurstöður: Alls leituðu 520 einstaklingar á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna hálkuslysa yfir tímabilið. Miðað við fjölda hálkudaga má gera ráð fyrir fimm hálkuslysum á dag að jafnaði. Konur slösuðust í 57% tilfella en karlar í 43%. Meðalaldur kvenna var 42 ár (1-88) og karla 40 ár (2-81). Fótgangandi voru 89%. Áverkar eftir umferðarslys sem eingöngu mátti rekja til hálku voru skráð í 8% tilvika og hjól- reiðaslys í 3% tilvika. Tæplega helmingur akandi einstaklinga voru ökumenn undir tvítugsaldri. Rúmlega helmingur slysanna áttu sér stað við heimahús og fyrirtæki (54%) en aðeins 29% slysa áttu sér stað á umferðargötum eða á gangstígum við umferðargötur. Flest slysin áttu sér stað í des- ember, janúar og febrúar en aðrir mánuðir voru sérstaklega snjóléttir miðað við undanfarin ár. Flest slysin urðu við skyndilegar ísingaraðstæður en fækkaði með auknum snjó. Slysin voru algeng- ust á tímabilinu 12-14 en fæst á tímanum 18-21. Slysatími er háður aldri. Algengast var að slysin yrðu við frístundastörf (65%). Áverkagreiningar 520 slasaðra voru 573. Með brot greindust 33%, tognanir voru hjá 28%, mar hjá 20% og sár hjá 10%. Átta af hundraði slasaðra voru lagðir inn á sjúkrahús í sex daga að meðaltali. Algengastir eða 35% voru áverkar á efri útlimum, 25% áverka voru á neðri útlimum, 20% á höfði, 10% á hálsi og 5% á brjósti og kviði. Við athugun þremur mánuðum eftir slys töldu 46% slasaðra sig hafa náð fullum bata og 26% að mestu leyti en 28% slasaðra töldu sig ekki hafa náð bata. Batahorfur virtust betri hjá körlum en konum og batahorfur voru háðar aldri. Fleiri kon- ur en karlar hlutu beinbrot og tognun en svipað kynjahlutfall var við aðra áverka. Fimmtíu og fimm af hundraði slasaðra voru útivinnandi og voru að jafnaði 13 fjarvistadaga frá starfi. Umræða: Þrátt fyrir mildan vetur leituðu 520 einstaklingar á slysa- og bráðamóttöku vegna hálkuslysa. Flest slysin virtust gerast við aðstæður þar sem fólk var óviðbúið hálku. Gera má ráð fyrir 15 ársstörfum eða 20 milljónum króna árlega eingöngu í fjarvistakostnað útivinnandi einstak- linga á höfuðborgarsvæðinu. Fækkun hálkuslysa næst fyrst og fremst með fyrirbyggjandi aðgerð- um. E-24. Umferðarslys Reykvíkinga árið 1994 Brynjólfur Mogensen* *****, Karl Kristjánsson* Frá *slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur, **Slysavarnaráði íslands, ***lœknadeild HÍ Inngangur: Góð og nákvæm skráning umferð- arslysa er forsenda þess að hægt sé að bera saman slysatíðni. Einnig forsenda markvissra forvarna og nýtingu fjármagns. Miklir hagsmunir einstak- linga og samfélags eru í húfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.