Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 70

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 70
258 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Ástand heilbrigðismála á Grænlandi Eftirfarandi yfirlit er úr lýs- ingu René Birger Christensen héraðslæknis í Nuuk héraði á Grænlandi. Þetta er fyrri grein af tveimur um ástand heilbrigð- ismála á Grænlandi, en heil- brigðisyfirvöld þar hafa áhuga á að kynna læknum og hjúkrun- arfræðingum á íslandi heil- brigðismál og starfsaðstöðu þessara stétta. Á Grænlandi eru 17 læknis- héruð. Hvert hérað hefur á að skipa litlu sjúkrahúsi með rönt- genaðstöðu og skurðaðstöðu. I sambandi við sjúkrahúsið er móttökudeild eða heilsugæslu- stöð. Aðalsjúkrahús landsins er Queen Ingrids sjúkrahús í Nu- uk. Sjúkrahúsið er deildaskipt og er þar handlækningadeild, lyflækningadeild, kvennadeild, röntgendeild, geðdeild, auk þess sem síðustu ár hefur verið komið á fót augndeild, HNE- deild og húð- og kynsjúkdóma- deild. Verið er að setja upp TS röntgentækni. Þrátt fyrir að sjúkrahúsið sé nýlega byggt og vel útbúið, hefur reynst erfitt að fá sérfræðinga til starfa. Öll læknisþjónusta á Græn- landi er ókeypis. Lyfseðilsskyld lyf eru sömuleiðis ókeypis svo og flest hjálpartæki. Heilbrigð- isstarfsfólk er á föstum launum og þar er ekki að finna neina sjálfstæða starfsemi. Heilbrigðisástand Á síðustu áratugum hafa berklar og mislingar að mestu horfið sem heilbrigðisvanda- mál, en slys, morð og sjálfsmorð hafa aukist. Kynsjúkdómar hafa verulega útbreiðslu þótt þar hafi mikið áunnist allra síð- ustu ár. Tíðni flestra krabba- meina hefur aukist og er nú svipuð og er að finna í Vestur- Evrópu. Sjúkdómar sem byggja á þróun æðakölkunar hafa verið að aukast talsvert síðustu ár. Burðarmálsdauði hefur minnk- að úr 114 í 20 af hverjum 1000 fæddum börnum undanfarna fjóra áratugi og ævilíkur hafa aukist nokkuð, en eru þó 10-12 árum skemmri en í Danmörku. Nokkur helstu sérkenni heilsu- fars á Grænlandi eru: Kynsjúkdómar: Tilfellum lekanda og sárasóttar hefur fækkað verulega síðustu ár, en klamýdíusýking er mjög algeng. Alnæmi hefur náð talsverðri útbreiðslu, og um síðastliðin áramót voru 65 til- felli skráð. Aðrar sýkingar: Berklar gengu sem faraldur um Grænland fyrstu áratugi þess- arar aldar en hurfu síðan að mestu. Síðustu ár hefur orðið vart við berkla að nýju á ein- staka stöðum og hefur nýlega verið hafin BCG bólusetning fyrirbörn. Heilahimnubólgu- tilfelli eru tiltölulega algeng, yfir 20 tilfelli síðustu ár, flest af völdum meningókokka. Áfengissýki: Áfengisneysla náði hámarki fyrir nokkrum árum þegar 23 lítrar hreins vínanda á hvern íbúa eldri en 15 ára var neytt. Síðustu fimm ár hefur verið átak í gangi til að minnka áfengisneyslu og hefur orðið talsvert ágengt, þannig að nú eru drukknir 13 lítrar á hvern íbúa eldri en 15 ára, sem er heldur minna en í Danmörku. Tíðni slysa og ofbeldis tengd áfengisneyslu er afar há, en nú má sjá nokkra minnkun. Sem dæmi má nefna að brot á kjálka er 15 sinnum algengari en í Danmörku, ofbeldi gegn eiginkonum 10 sinnum al- gengari og morð 40 sinnum algengari en í Danmörku. Slys og sjálfsmorð: Sjálfs- morðstíðnin er tæplega 120 á 100 þúsund íbúa. Fimmtán af hundraði dauðsfalla eru vegna slysa, oftast drukknun- ar, 4% dauðsfalla eru vegna morða. Forgangslisti okkar í heil- brigðisþjónustu á Grænlandi er eftirfarandi: 1) Kynsjúkdómar, lekandi og sárasótt. 2) Aðrir kynsjúkdómar. 3) Mjög há tíðni fóstureyð- inga. 4) Ofbeldisdauðsföll. 5) Aðrar afleiðingar ofbeldis meðal annars kynferðisleg misnotkun á börnum. 6) Hár burðarmálsdauði. 7) Lágar ævilíkur. 8) Vaxandi tíðni krabba- meins: lungu, nef- og háls, brjóst, legháls. 9) Fyrirbygging velmegunar- sjúkdóma: háþrýstingur, æðakölkun, kransæðasjúk- dómar, sykursýki, offita. 10) Geðsjúkdómar, þar með talin áfengissýki og notkun vímuefna. Heilbrigðisráðuneytið á Grænlandi er að efla þjónustu við hina 56 þúsund íbúa landsins og helstu aðgerðir núna eru: 1) Færa sérfræðingaþjónustu upp á sama stig sem í Dan- mörku, sem þýðir eflingu aðalsjúkrahúss landsins í Nuuk. 2) Auka menntun heilbrigðis- starfsfólks. Nýr hjúkrunar- skóli hefur nú tekið til starfa í Nuuk. Átak er í gangi til að ráða heilbrigð- isstarfsfólk með tilskylda menntun og reynslu, svo læknisþjónusta og heil- brigðisþjónusta almennt nái tilsettum markmiðum. í næstu grein verður sérstak- lega fjallað um starfsaðstöðu lækna. Jón Snædal

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.