Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 70

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 70
258 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Ástand heilbrigðismála á Grænlandi Eftirfarandi yfirlit er úr lýs- ingu René Birger Christensen héraðslæknis í Nuuk héraði á Grænlandi. Þetta er fyrri grein af tveimur um ástand heilbrigð- ismála á Grænlandi, en heil- brigðisyfirvöld þar hafa áhuga á að kynna læknum og hjúkrun- arfræðingum á íslandi heil- brigðismál og starfsaðstöðu þessara stétta. Á Grænlandi eru 17 læknis- héruð. Hvert hérað hefur á að skipa litlu sjúkrahúsi með rönt- genaðstöðu og skurðaðstöðu. I sambandi við sjúkrahúsið er móttökudeild eða heilsugæslu- stöð. Aðalsjúkrahús landsins er Queen Ingrids sjúkrahús í Nu- uk. Sjúkrahúsið er deildaskipt og er þar handlækningadeild, lyflækningadeild, kvennadeild, röntgendeild, geðdeild, auk þess sem síðustu ár hefur verið komið á fót augndeild, HNE- deild og húð- og kynsjúkdóma- deild. Verið er að setja upp TS röntgentækni. Þrátt fyrir að sjúkrahúsið sé nýlega byggt og vel útbúið, hefur reynst erfitt að fá sérfræðinga til starfa. Öll læknisþjónusta á Græn- landi er ókeypis. Lyfseðilsskyld lyf eru sömuleiðis ókeypis svo og flest hjálpartæki. Heilbrigð- isstarfsfólk er á föstum launum og þar er ekki að finna neina sjálfstæða starfsemi. Heilbrigðisástand Á síðustu áratugum hafa berklar og mislingar að mestu horfið sem heilbrigðisvanda- mál, en slys, morð og sjálfsmorð hafa aukist. Kynsjúkdómar hafa verulega útbreiðslu þótt þar hafi mikið áunnist allra síð- ustu ár. Tíðni flestra krabba- meina hefur aukist og er nú svipuð og er að finna í Vestur- Evrópu. Sjúkdómar sem byggja á þróun æðakölkunar hafa verið að aukast talsvert síðustu ár. Burðarmálsdauði hefur minnk- að úr 114 í 20 af hverjum 1000 fæddum börnum undanfarna fjóra áratugi og ævilíkur hafa aukist nokkuð, en eru þó 10-12 árum skemmri en í Danmörku. Nokkur helstu sérkenni heilsu- fars á Grænlandi eru: Kynsjúkdómar: Tilfellum lekanda og sárasóttar hefur fækkað verulega síðustu ár, en klamýdíusýking er mjög algeng. Alnæmi hefur náð talsverðri útbreiðslu, og um síðastliðin áramót voru 65 til- felli skráð. Aðrar sýkingar: Berklar gengu sem faraldur um Grænland fyrstu áratugi þess- arar aldar en hurfu síðan að mestu. Síðustu ár hefur orðið vart við berkla að nýju á ein- staka stöðum og hefur nýlega verið hafin BCG bólusetning fyrirbörn. Heilahimnubólgu- tilfelli eru tiltölulega algeng, yfir 20 tilfelli síðustu ár, flest af völdum meningókokka. Áfengissýki: Áfengisneysla náði hámarki fyrir nokkrum árum þegar 23 lítrar hreins vínanda á hvern íbúa eldri en 15 ára var neytt. Síðustu fimm ár hefur verið átak í gangi til að minnka áfengisneyslu og hefur orðið talsvert ágengt, þannig að nú eru drukknir 13 lítrar á hvern íbúa eldri en 15 ára, sem er heldur minna en í Danmörku. Tíðni slysa og ofbeldis tengd áfengisneyslu er afar há, en nú má sjá nokkra minnkun. Sem dæmi má nefna að brot á kjálka er 15 sinnum algengari en í Danmörku, ofbeldi gegn eiginkonum 10 sinnum al- gengari og morð 40 sinnum algengari en í Danmörku. Slys og sjálfsmorð: Sjálfs- morðstíðnin er tæplega 120 á 100 þúsund íbúa. Fimmtán af hundraði dauðsfalla eru vegna slysa, oftast drukknun- ar, 4% dauðsfalla eru vegna morða. Forgangslisti okkar í heil- brigðisþjónustu á Grænlandi er eftirfarandi: 1) Kynsjúkdómar, lekandi og sárasótt. 2) Aðrir kynsjúkdómar. 3) Mjög há tíðni fóstureyð- inga. 4) Ofbeldisdauðsföll. 5) Aðrar afleiðingar ofbeldis meðal annars kynferðisleg misnotkun á börnum. 6) Hár burðarmálsdauði. 7) Lágar ævilíkur. 8) Vaxandi tíðni krabba- meins: lungu, nef- og háls, brjóst, legháls. 9) Fyrirbygging velmegunar- sjúkdóma: háþrýstingur, æðakölkun, kransæðasjúk- dómar, sykursýki, offita. 10) Geðsjúkdómar, þar með talin áfengissýki og notkun vímuefna. Heilbrigðisráðuneytið á Grænlandi er að efla þjónustu við hina 56 þúsund íbúa landsins og helstu aðgerðir núna eru: 1) Færa sérfræðingaþjónustu upp á sama stig sem í Dan- mörku, sem þýðir eflingu aðalsjúkrahúss landsins í Nuuk. 2) Auka menntun heilbrigðis- starfsfólks. Nýr hjúkrunar- skóli hefur nú tekið til starfa í Nuuk. Átak er í gangi til að ráða heilbrigð- isstarfsfólk með tilskylda menntun og reynslu, svo læknisþjónusta og heil- brigðisþjónusta almennt nái tilsettum markmiðum. í næstu grein verður sérstak- lega fjallað um starfsaðstöðu lækna. Jón Snædal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.