Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 8

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 8
796 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Cholesterol and Recurrent Events Þessari bandarísku rannsókn, CARE rann- sókninni (3), var ætlað að svara því hvort kól- esteróllækkandi meðferð (pravastatín, Pra- vachol®) kæmi í veg fyrir endurteknar krans- æðastíflur meðal sjúklinga með sögu um kransæðastíflu en tiltölulega eðlileg kólester- ólgildi á bilinu 4,5-6,2 mrnól/L. Þessi rannsókn var einnig tvíblind og slembuð, hún stóð í fimm ár og náði til 4159 sjúklinga á aldrinum 21-75 ára (14% konur). Kransæðatilfelli urðu um fjórðungi færri í pravastatínhópnum en í lyf- leysuhópnum (p=0,003) eða 13,2% í pravasta- tínhópnum samanborið við 10,2% í lyfleysu- hópnum. Þessi árangur er nokkru minni en í 4S rannsókninni enda hópurinn í heild sinni með lægri kólesterólgildi (meðalgildi 5,3 mmól/L) en í 4S (meðalgildi 6,8 mmól/L). CARE rann- sóknin virðist benda til að árangur náist með kólesteróllækkun ef kólesterólgildi er 4,5 mmól/L eða hærra og þessum tveimur rann- sóknum ber saman um að við meðferð krans- æðasjúklinga sé vert að ná kólesterólgildunum að minnsta kosti niður fyrir 4,5-5,0 mmól/L. Önnur hliðstæð pravastatínrannsókn frá Ástralíu (LIPID) náði til kransæðasjúklinga með kólesterólgildi niður í 4,0 mmól/L og sýndi fram á jákvæðan árangur, dró bæði úr kransæðatilfellum og lækkaði dánartíðnina. Höfundar þessarar rannsóknar telja reyndar að því stigi sé nú náð að allir kransæðastíflu- sjúklingar ættu að fá statínmeðferð, kólester- ólgildi þeirra sé of hátt fyrir viðkomandi ein- staklinga og það sé orsök þess að þeir séu komnir með kransæðasjúkdóminn, jafnvel þótt kólesterólgildið sé ekki hærra en 4,0 mmól/L. CARE rannsóknin sýndi einnig fram á að minnsta kosti fjórðungslækkun heilablóð- tappatilfella með pravastatín- meðferð. Jafnframt hafa þess- ar rannsóknir sýnt jákvæð áhrif á blóðflæði til ganglima. Þessi jákvæðu áhrif virðast því benda til að þessi lyf hafi ekki aðeins áhrif á þróun æðakölkunar í kransæðum heldur einnig í öðrum slagæðum. Jákvæður árangur náðist í þessum rannsóknum bæði meðal karla og kvenna og til aldurshópa vel fram yfir sjötugt. West of Scotland Study Áðurnefndar rannsóknir náðu einungis til sjúklinga sem þegar höfðu staðfestan krans- æðasjúkdóm (secondary prevention) og svör- uðu því ekki spurningunni hvort kólesteról- lækkun drægi úr áhættunni á kransæðasjúk- dómi meðal einstaklinga sem ekki hefðu fengið slík einkenni (primary prevention). Til að svara þeirri spurningu var framkvæmd stór hóprannsókn í Skotlandi, WOSCOPS rann- sóknin (4), meðal karla (alls 6595) á aldrinum 45-64 ára sem höfðu kólesterólgildi 6,5-8,0 mmól/L (meðalgildi um 7 mmól/L) en höfðu ekki fengið kransæðastíflu (20% höfðu reynd- ar einkenni um hjartaöng). Þessi rannsókn var einnig tvíblind og slembuð og stóð yfir í tæp fimm ár og fékk helmingur hópsins pravastatín en hinn helmingurinn lyfleysu. Á þessum fimm árum urðu nær þriðjungi færri kransæðatilfelli í pravastatínhópnum en í lyfleysuhópnum, 7,9% samanborið við 5,5% (p<0,001). Sem hundraðshluti af heildinni er sá mismunur 2,4% þannig að meðhöndla þarf um 40 karla úr þessum hópi í fimnr ár til að koma í veg fyrir eitt kransæðatilfelli til samanburðar við 13 ein- staklinga í 4S rannsókninni. Skotarnir hafa reiknað út frá sinni rannsókn að notagildi með- ferðarinnar aukist verulega þegar aðrir áhættu- þættir en kólesteról eru til staðar, eins og sterk ættarsaga um kransæðasjúkdóm, reykingar, háþrýstingur og sérstaklega sykursýki. Ef margir slíkir áhættuþættir eru til staðar sé áhætta slíkra karla svipuð og einstaklinga í 4S hópnum sem þegar höfðu einkenni kransæða- sjúkdóms. Samráðsfundur á vegum landlæknisembætt- isins mælti með eftirfarandi ráðleggingum í sambandi við kólesteróllækkandi lyf (5). Þær ráðleggingar virðast halda gildi sínu í stórum dráttum en væntanlega ber samkvæmt áðurnefndum rannsóknum að lækka viðmið- unargildi kransæðasjúklinga niður í 4 mmól/L, ef það næst ekki með mataræði einu saman. Jafnframt ber að að taka mið af HDL-kól- esterólgildinu þar sem há gildi (eins og oft finnast meðal kvenna) eru verndandi og hátt HDL-kólesterólgildi gæti því hækkað viðmið- Kólesteról mmól/L Meöferö >8 Mataræði (6 mánuðir) Lyf >7+1 áhættuþáttur Mataræði (6 mánuðir) Lyf >6+2 áhættuþættir Mataræði (6 mánuðir) Lyf >5+ kransæðasjúkdómur Mataræði (3 mánuðir) Lyf

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.