Læknablaðið - 15.12.1997, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
815
Table V. Estimaled number of imtreated positives in 1995.
Individuals Positives in region Estimated number of positives
Area of origin not tested according to table II (%) among those not tested
Western Europe 13 (0) 0
Eastern Europe 64 (50) 32
Africa 9 (68) 6
Asia 53 (58) 31
South/Mid America 15 (13) 2
North America 28 (4) 1
Oceania 14 (15) 2
Total estimated untested positives 196 74
Number of untreated positives (table IV) 105
Estimated total number of untreated positives 179
strax viö komu eða síðar, venjulega innan
fimm ára. Á fyrstu búskaparárunum býr inn-
flytjandinn oft þröngt og við fátækt auk þess
sem hann nýtur engra sjúkratrygginga fyrst í
stað og er ófróður um eða jafnvel smeykur við
kerfið. Hann getur jafnvel verið ósmitaður við
komu en tekið berklabakteríuna frá öðrum eft-
ir flutninginn. Það getur gerst bæði hérlendis
og á heimsóknum til upprunalandsins. Há tíðni
turnana á berklaprófi hjá börnum innflytjenda
bendir til að berklabakteríur berist þar um í
meiri mæli en hjá infæddum (12,13). Frá og
með 1997-1998 verða börn innflytjenda berkla-
prófuð samkvæmt nýlegum tillögum (14).
Til að geta öðlast dvalar- og atvinnuleyfi er
nú krafist almennrar heilbrigðisskoðunar og
berklarannsókn á að vera hluti af þessari skoð-
un. Hvernig er staðið að þessari berklaskoðun
í dag? Nokkur misbrestur virðist vera á að allir
fari í berklapróf og að jákvæðir séu meðhöndl-
aðir. Læknar virðast annað hvort ekki hafa
skýrar reglur um það hvaða rannsóknir skuli
fara fram eða þá að þeir kjósa að fara ekki eftir
þeim. Vottorðin eru ekki stöðluð og stundum
er ekkert á þeim nema undirskrift læknis.
Eins og fram kemur að ofan fengu um það
bil 153 Mantoux-jákvæðir einstaklingar dvalar-
leyfi á landinu árið 1995. Þar af fékk 51 ein-
staklingur fulla meðferð með ísóníasíði og voru
flestir þeirra enn hér á landi tveimur árum
síðar. Eftir standa um það bil 102 einstakling-
ar. Helmingur þeirra átti ennþá lögheimili á
fslandi 1. ágúst 1997 (53 einstaklingar).
Af þeim sem ekki voru berklaprófaðir áttu
um tveir þriðju enn lögheimili á íslandi 1997.
Úr þeim hópi var áætlað að um 74 væru já-
kvæðir (tafla IV). Ef tveir þriðju þeirra eru enn
á íslandi eru það um 50 einstaklingar. Innan
við 20% innflytjendanna voru yfir 35 ára aldri
við komu til landsins. Því má gróflega áætla að
um 100 nýir íslendingar á ári séu berklasmitað-
ir og að af þeim hefði átt að meðhöndla um 80.
Úr þeim hópi getum við átt von á nokkrum
berklatilfellum á næstu árum eftir að þeir setja
bú (15-17). Notum við rétt þau tækifæri sem
gefast til að greina og meðhöndla þessa ein-
staklinga?
Samkvæmt ofangreindu má gera ráð fyrir að
aðeins þriðjungur af þeim sem eru undir 35 ára
og setjast hér að til lengri tíma fái fyrirbyggj-
andi meðferð. Hér er því unnt að gera bragar-
bót. Berklasmitun má greina með einfaldri og
ódýrri rannsókn sem er Mantoux-próf. Jákvætt
próf afmarkar áhættuhópinn. Að gera kröfu
um berklaskoðun hjá innflytjendum er góð
læknisfræði sem vænleg er til árangurs fyrir
sjúklinginn.
Hvað þýðingu kann það að hafa í framtíð-
inni ef um 100 berklasmitanir eru ómeðhöndl-
aðar árlega? Það er ekki verjandi að með-
höndla allar berklasmitanir, meðal annars
vegna vaxandi hættu á ísóníasíð lifrarbólgu
með hækkandi aldri (eldri en 35 ára). Samt er
hægt að gera betur en við gerum nú. I sumum
tilfellum var ástæða aðgerðaleysis sú að óvissa
ríkti um búsetuáform, í öðrum tilvikum var
ekki unnt að sjá neina frambærilega ástæðu
fyrir því að ísóníasíð meðferð var ekki gefin.
Fyrirbyggjandi lyfjameðferð með ísóníasíði
hefur sýnt sig að draga verulega úr fjölda
berklatilfella hjá smituðum sem ekki hafa
veikst (11,18-21). Meðferðin er einföld og ör-
ugg sé henni beitt rétt. Vissulega getur sex til
níu mánaða lyfjameðferð við einkennalausri
smitun reynt á þolrifin bæði hjá sjúklingi og
lækni. Okkar reynsla er þó sú að eftir samtöl og