Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 42

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 42
826 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 neytenda (6,0% svarenda) hafa þrjú einkenni eða fleiri fyrra árið. Seinna árið fannst minni hópur með þennan fjölda einkenna eða 3,9% neytenda (3,5% svarenda) (3). Avanabinding hefur verið miðuð við ein- kennaþrenninguna stjórnleysi, afréttara og það að viðkomandi telji áfengisneyslu sína vera vandamál (5). Ávanabinding fannst hjá 1,3% áfengisneytenda (tafla IV). Ávanabinding var algengari við áfengisrannsóknirnar 1974 og 1984. Þá fundust einkenni um ávanabindingu meðal 2,2% neytenda (1,8% svarenda) fyrra árið og 1,6% neytenda (1,4% svarenda) seinna árið (3). Ávanabinding meðal kvenna var hins- vegar sjaldgæfari (1,0%) í rannsókn Jóns G. Stefánssonar. í okkar rannsókn er eingöngu um að ræða hóp kvenna yfir 55 ára aldri en áfengismisnotkun hefur reynst algengari með- al karla (12). Um tvöfalt stærri hópur fannst með einstök einkenni ávanabindingar (tafla I). CAGE prófið (7) samanstendur af fjórum spurningum og telst gefa sterka vísbendingu um áfengismisnotkun við tvö eða þrjú jákvæð einkenni og greinandi við fjögur (8). Tvö CAGE einkenni eða fleiri finnast meðal 3,2% áfengisneytenda (töflur I og III). Þrjú CAGE einkenni eða fleiri fundust meðal 1,9% áfengisneytenda. Telja má að þrjú CAGE einkenni eða fleiri bendi til ávanabindingar þar sem um er að ræða álíka stóran hóp og þann sem við greinum með ávanabindingu auk þess sem tvö CAGE einkennanna eru meðal þeirra þriggja einkenna sem við notum til skilgrein- ingar á ávanabindingu. Þegar litið er á algengi misnotkunarein- kenna hjá þeim hópum sem aðgreindir eru að mismunandi tíma liðnum frá síðustu neyslu (tafla IV) má sjá að einkenni eru algengust þegar liðið hefur meira en ár frá drykkju. Meira en fjórðungur þessa hóps hefur að minnsta kosti eitt CAGE einkenni eða eitt einkenni af átta. Hinsvegar hefur tæpur helm- ingur þessa hóps eitt eða fleiri einkenni af 13. Þetta styður þá tilgátu að þegar einkennum 9-13 er bætt við greinast einnig þær konur sem einhvern tíma á ævinni hafa haft áfengisvanda- mál. í þeim hópi eru væntanlega þær konur sem telja neyslu sína ekki vera vandamál leng- ur. Þetta skýrir væntanlega að hluta til það að fleiri finnast í þeim hópi sem hefur leitað sér aðstoðar en í hópnum sem telur neyslu sína vera vandamál. Eins og vænta má eru meðaltöl gamma glútamýl transferasa hæst hjá þeim hópi áfengisneytenda (30,5%) sem drukkið hafði í vikunni á undan rannsókn (tafla IV). Sýnt hefur verið fram á gagnsemi spurningar- innar um tímalengd frá síðustu áfengisneyslu til að greina áfengismisnotkun (19). Algengast var að ein til fjórar vikur hefðu liðið frá því áfengis var síðast neytt. Tveir þriðju hópsins höfðu neytt áfengis undanfarinn mánuð. Neysla áfengis daglega eða nokkrum sinnum í viku (töflur I og V) er sjaldgæf, fannst hjá 3,3% áfengisneytenda. Helmingur einstak- linga í þessum hópi hefur eitt eða fleiri viðbót- areinkenni um misnotkun. Meira en helmingur áfengisneytenda (56,2%) neyta áfengis sjaldn- ar en mánaðarlega. Um skimblóðprófin gilda þær sömu al- mennu faraldsfræðilegu reglur og um skimpróf með spurningalistum að æskilegt er að næmið sé mikið til að greina sem flesta þeirra sem hafa sjúkdóminn. Jafnframt er mikilvægt að sér- tæknin sé sem mest til þess að greina ekki aðra en þá sem hafa sjúkdóminn. Einnig er æskilegt að til sé viðeigandi meðferð við sjúkdómnum. Við samanburð á skimblóðprófum og spurn- ingalistum til greiningar á áfengismisnotkun hafa spurningalistarnir reynst mun betur (20). Helstu skimblóðpróf sem notuð hafa verið við greiningu áfengismisnotkunar eru mæling á gamma glútamýl transferasa og meðalfrumu- rými rauðra blóðkorna (21). Um notagildi blóðprófanna ti! að greina áfengismisnotkun (tafla VI) má segja að mæl- ingar á gamma glútamýl transferasa og meðal- frumurými rauðra blóðkorna komi að nokkru gagni en mælingar á alkalískum fosfatasa og bílírúbíni komi ekki að gagni. Næmi gamma glútamýl transferasa er lítið þar sem gildið yfir viðmiðunarmörkum fundust einungis meðal 20% þeirra sem hafa einkenni um áfengismisnotkun. Sértæknin er hinsvegar mikil eða 93,9%. Með öðrum orðurn hafa 93,9% þeirra sem ekki hafa einkenni um mis- notkun gamma glútamýl transferasa undir við- miðunargildum. Aðrar rannsóknir (21) hafa metið næmi gamma glútamýl transferasa held- ur hærra, eða á bilinu 34—85%. Það hækkar ekki eftir neyslu áfengis í eitt skipti og nær eðlilegum gildum innan fárra vikna við áfengis- bindindi. Gamma glútamýl transferasi mælist tvöfalt til þrefalt hærri hjá þeim, sem hafa ein- hver einkenni um misnotkun og höfðu neytt áfengis í vikunni fyrir rannsókn, heldur en hjá bindindiskonum eða þeim sem ekki höfðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.