Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 43

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 827 einkenni um misnotkun en höfðu drukkið í vikunni fyrir rannsókn. Sértæknin takmarkast við það að gamma glútamýl transferasi hækkar af ýmsum öðrum orsökum en áfengisneyslu. Næmi meðalfrumurýmis rauðra blóðkorna (>100 fl.) er mjög lítið þar sem gildi yfir við- miðunarmörkum fundust einungis meðal 4% þeirra sem höfðu einkenni um áfengismisnotk- un. Sértæknin er mikil eða 93,9%. Aðrar rann- sóknir (21) hafa metið næmi meðalfrumurýmis rauðra blóðkorna lágt (40-54%) en töluvert hærra en í okkar rannsókn. Þegar viðmiðunar- mörkin eru dregin við 96 fl. reynast 25% áfengisneytenda hafa gildi yfir viðmiðunar- mörkum og sértæknin reynist vera 76%. Næmi alkalísks fosfatasa er ekkert þar sem mælingagildi finnast aldrei yfir viðmiðunar- mörkum. Bílírúbín hefur heldur ekkert næmi til að greina áfengismisnotkun þar sem einkenni um áfengismisnotkun finnast ekki meðal þess hóps sem hefur gildi yfir viðmiðunarmörkum. Mælingagildin eru að meðaltali mjög í þá átt sem fyrirfram mátti búast við. Gamma glúta- mýl transferasi og meðalfrumurými rauðra blóðkorna fara hækkandi með teiknum um vaxandi neyslu. Þessi munur er þó ekki mark- tækur og má líklega skýra það út frá smæð rannsóknarinnar. Rannsóknin sýnir að þessi skimblóðpróf eru ekki áreiðanleg til að greina áfengismisnotkun. Spurningar um neysluvenj- ur og afleiðingar áfengisneyslu eru án vafa besta leiðin til þess þegar unnt er að treysta því að svarendur svari samviskusamlega. Það er ekki alltaf svo og má nefna flugmenn sem dæmi um þá sem eiga starfið að veði. A þennan hátt greinum við álíka algengi misnotkunar eða ávanabindingar og fyrri rannsóknir hérlendis hafa gert. Hjá eldri konum er sektarkennd eftir áfengisneyslu næmasta einkenni til að greina áfengismisnotkun en greinir ef til vill fleiri sem misnotendur en raunverulega geta talist til þess hóps. Þakkir Starfsfólki Rannsóknarstöðvar Hjarta- verndar eru færðar þakkir fyrir aðstoð við framkvæmd rannsóknarinnar. HEIMILDIR 1. Edwards G, Gross MM. Alchohol dependence: provi- sional description of a clinical syndrome. BMJ 1976; 1: 1058-61. 2. The ICD-10 Classification of Mental and Behavioural Disorders. Clinical descriptions and diagnostic guide- lines. Geneva: WHO, 1992. 3. Helgason T. Áfengisneysluvenjur og einkenni um mis- notkun 1974 og 1984. Læknablaðið 1988; 74:129-36. 4. Helgason T. Prevalence and incidence of mental dis- orders estimated by a health questionnaire and a psy- chiatric case register. Acta Psychiatr Scand 1978; 58: 256-66. 5. Helgason T. Alkoholmisbrugets epidemiologi. Nord Med 1984; 99: 290-3. 6. Helgason T, Ólafsdóttir H, Ásmundson G. Effects of introduction af a new alcoholic beverage on alcohol abuse in the community. Proceedings of the 7th Con- gress of the Association of European Psychiatrists. Eur Psychiatry 1994; 9/Suppl. 1: 44. 7. Mayfield D, McLeod G, Hall P. The CAGE question- naire: validation of a new alcoholism screening instru- ment. Am J Psychiatry 1974; 131:1121-3. 8. Steinweg DL, Worth H. Alcoholism: the keys to the CAGE. Am J Med 1993; 94: 520-3. 9. Selzer ML. The Michigan alchoholism screening test: the quest for a new diagnostic instrument. Am J Psychi- atry 1971; 127:89-94. 10. Pokorny AD, Miller BA, Kaplan HB. The brief MAST: a shortened version of the Michigan alcoholism screen- ing test. Am J Psychiatry 1972; 129: 342-5. 11. Helgason T, Ólafsdóttir H. Norræn áfengisneyslurann- sókn 1979. Læknablaðið 1988; 74:145-53. 12. Stefánsson JG, Líndal E, GuðmundsdóttirÁ, Björnsson JK. Alcohol abuse and dependence in an lcelandic cohort as estimated with the Diagnostic Interview Schedule. Nord J Psychiatry 1996; 50: 225-32. 13. Þráinsdóttir IS, Harðarson , Þorgeirsson G, Sveins- dóttir EG, Sigvaldason H, Sigfússon N. Tengsl hægra greinrofs við hjarta- og æðasjúkdóma og áhættuþætti þeirra. Læknablaðið 1993; 79: 261-70. 14. Kaþlan RM, Grant I. Statistics and experimental de- sign. In: Kaplan Hl, Sadock BJ, eds. Comprehensive Textbook of Psychiatry. 6th ed. New York: Williams and Wilkins, 1995. 15. American Psychiatric Association. Diagnostic and Sta- tistical Manual of Mental Disorders. 4th ed. Washing- ton, DC: American Psychiatric Association, 1994. 16. Clark WD. Alchoholism: blocks to diagnosis and treat- ment. Am J Med 1981; 71: 275-86. 17. Blankfield A. Female alchoholics. II. The expression of alchoholism in relation to gender and age. Acta Psy- chiatr Scand 1990; 81: 448-52. 18. Skinner HA, Holt S, Schuller R, Roy J, Israel Y. Identifi- cation of alcohol abuse using laboratory tests and a history of trauma. Ann Intern Med 1984; 101: 847-51. 19. Cyr MG, Wartman SA. The effictiveness of routine screening questions in the detection of alcoholism. JAMA 1988; 259: 51-4. 20. Beresford TP, Blow FC, Hill E, Singer K, Lucey MR. Comparison of CAGE questionnaire and computer- assisted laboratory profiles in screening for covert al- coholism. Lancet 1990; 336: 482-5. 21. Leggett BA, Powell LW, Halliday JW. Laboratory mark- ers of alchoholism. Dig Dis 1989; 7: 125-34.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.