Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 46

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 46
830 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 gekkst undir gallkögun vegna gallsteina árið 1994. Aðgerðin gekk vel og vefjagreining sýndi langvarandi gallblöðrubólgu og steina. Sjúk- lingur hafði langa sögu um gallkveisu eftir fitu- ríkar máltíðir. Verkirnir voru staðsettir undir bringspölum og leiddu aftur í bak og síðar allan kviðinn. Sjúkdómssaga var um hægðatregðu en engin önnur einkenni voru fyrir hendi. Om- skoðun af galli, lifur og brisi sýndi steina í gallblöðru en rannsóknin var eðlileg að öðru leyti. Sjúklingur hafði sögu um háþrýsting og kransæðasjúkdóm og kransæðahjáveituaðgerð 1992. Þrátt fyrir gallkögun löguðust einkenni sjúklings ekki. Staðsetning verkjanna varð nokkuð önnur, eða nálægt miðjum kviði. Mat- arlyst minnkaði og bera fór á niðurgangi. Ein- kenni þessi fóru stöðugt versnandi. Sjúklingur var lagður inn um það bil mánuði eftir upphaf- legu aðgerðina. Við komu reyndist sjúklingur hafa dreifða verki í kviðarholi og auma fyrir- ferð í stungustað við nafla. Bráðabirgðagrein- ing var innklemmdur naflahaull. í aðgerð var fjarlægður þéttur hnútur og vefjagreining sýndi að um var að ræða meinvarp frá kirtilkrabba- meini. Svipuð fyrirferð reyndist vera í stungu- stað við bringspalir. Tölvusneiðmynd sýndi ífarandi krabbamein í briskirtli. Astand sjúk- lings versnaði hratt, hnútarnir stækkuðu hratt með miklum verkjum. Sjúklingur dó fjórum mánuðum eftir greiningu briskrabbameinsins. Umræða Fylgikvillar koma í stunguör eftir kaganir eins og önnur ör. Þegar þar finnst fyrirferð eru helstu möguleikarnir blæðing, sýking, kviðslit og einnig meinvörp. Blæðing er auðvitað í tengslum við aðgerð. Sýking getur komið fram eftir útskrift einkum vegna þess að legutími eftir þessar aðgerðir er svo skammur. Kviðslit getur birst seint eða fljótlega eftir aðgerð eins og kviðslit í hefðbundnum aðgerðarörum. Meinvörp koma að líkindum í ljós næstu mán- uði eftir aðgerð enda er talið að sárið mengist við aðgerðina. Ekki er enn vitað hvort þessi ör eru sérlega útsett fyrir meinvörp eftir að þau eru gróin. Ýmsar tilgátur eru uppi um orsakir mein- varpanna. Stungið hefur verið upp á ýmsum orsökum þess að meinvörp setjast að í kögun- arörum. Fyrst ber að gæta þess að við aðgerð- ina á sér stað nokkurt tog og tilfæringar með vefi mengaða krabbameinsfrumum, tækin mengast af krabbameinsfrumum og einnig er í sumum tilfellum vefurinn sjálfur, mengaður krabbameinsfrumum, dreginn út um kögunar- gatið. Allt hefur þetta verið talið geta valdið meinvörpum (1). Samkvæmt persónulegum upplýsingum frá Cuschieri getur koldíoxíð (CO-,) sem notað er til að blása upp kviðinn við aðgerðina einnig verið mjög mengað krabba- meinsfrumum. í rottutilraun hefur einnig verið sýnt fram á að koldíoxíð örvar æxlisvöxt (2). I kögunaraðgerðum er ekki mögulegt að þreifa innri líffæri vegna eðlis aðgerðarinnar, ómun er gott tæki til leitar að briskirtilskrabba- nreini en er ekki óskeikul og ef æxlin eru lítil er mjög erfitt eða ómögulegt að greina æxlin (3). Þetta eykur ljóslega hættuna á að missa af áður óþekktum æxlum í kögunum. Meinvörpum í stunguörum eftir gallkögum hefur ekki verið lýst í þrernur stórum uppgjör- um á gallkögunum oftast vegna gallblöðru- krabbameins (4-6). Meinvarpi frá huldu bris- krabbameini hefur áður verið lýst (7). Upplýsingar um meinvörp í skurðsárum voru af skornum skammti þrátt fyrir tölvuleit. Að okkar mati er sjaldgæft að meinvörp setjist í skurðsár/ör við opnar aðgerðir. Það gerist þó stöku sinnum þegar um mikinn æxlisvöxt er að ræða en sjaldan ef æxli er lítið. HEIMILDIR 1. Nduka CC, Monson JR. Menzies-Gow N. Darzi A. Ab- dominal wall metastases following laparoscopy. Br J Surg 1994; 81: 648-52. 2. Jacobi CA, Sabat R, Böltm B. Zieren HU, Volk HD. Muller JM. Pneumoperitoncum with CO, stimulates ma- lignant tumor growth. Proceedings of Congress of the European Association for Endoscopic Surgery; Trond- heim. Norway, 1996 (abstract no 135). 3. Hagen-Ansert, Sandra L. Textbook of Diagnostic Ultra- sonography. 3rd ed. St. Louis: CV Mosby, 1989: 264-8. 4. Cuschieri A. Dubois F, Mouiel J, Mouret P. Becker H. Buess G, et al. The European experience with laparo- scopic cholecystectomy. Am J Surg 1991; 161: 385-7. 5. Berci G. Sackier JM. The Los Angeles experience with laparoscopic cholecystectomy. Am J Surg 1991; 161: 382-4. 6. Southern Surgeons Club. A prospective analysis of 1518 laparoscopiccholecystectomies. N Engl J Med 1991; 324: 1073-8. 7. Siriwardena A, Samarji WN. Cutaneous tumour seeding from a previously undiagnosed pancreatic carcinoma af- ter laparoscopic cholecystectomy. Ann R Coll Surg Engl 1993; 75: 199-200.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.