Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 48

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 48
832 LÆKNABLAÐIÐ 1997: 83 sumir álíti tíðnina enn hærri eða allt að 20 milljónir nýsmitaðra (3). Sýkingar kenndar við gamla heiminn eru að öllu jöfnu auðveldari viðureignar, bæði læknast þær oft af sjálfu sér og svara betur meðferð. L. major, L. tropica, L. aethiopica og L. infantum valda leishmanssótt gamla heimsins (4). Þessir stofnar valda sárum í húð sem oftast gróa án meðferðar á innan við einu ári, en geta tekið lengri tíma, eða allt að þrjú ár. Þessi tegund leishmanssóttar dregur fólk sjaldan til dauða og veldur yfirleitt ekki miklum veikind- um. Að minnsta kosti átta tegundir Leishmania valda leishmanssótt nýja heimsins. Algengast- ar eru L. braziliensis og L. mexicana. L. mexicana veldur sárum sem gróa oftast af sjálfu sér á nokkrum mánuðum, en geta þó staðið í allt að 20 ár. L. braziliensis myndar mörg sár með bólgu og jafnvel sýkingu út í eitla. Stöku sinnum fer sníkjudýrið í slímhúðir neflrols og veldur þar sáramyndun með eyðileggingu vefja sem getur leitt til dauða. Sýking L. braziliensis sem bund- in er við húð grær án meðferðar, en það getur tekið langan tíma. L. panamensis veldur einu eða fáum grunn- um sárum, stundum með útbreiðslu til eitla. Meðgöngutími leishmanssóttar í húð er oftast tvær til fjórar vikur, en getur verið frá nokkr- um dögum í allt að þrjú ár eða lengur (5). Sjúkratilfelli Islensk kona leitaði sér lækninga á Islandi vegna rauðs þykkildis á hálsi. Húðsvæðið hafði í byrjun verið deigkennt og minnt á skordýra- bit. Síðan myndaðist sár sem stækkaði. Sjúk- lingur hafði dvalist í sex vikur í Panama og húðbreytingin kom fram hálfum mánuði eftir heimkomuna. Um það leyti fann sjúklingur fyrir stækkuðum eitlum á hálsi. Meðan á dvölinni stóð hafði sjúklingurinn farið í ferð upp á hálendi Panama með hópi fólks. Einn af ferðafélögunum greindist með leishmanssótt skömmu áður en sárin á hálsi þess sjúklings sem hér er greint frá mynduðust. Við skoðun um þremur mánuðum eftir kom- una frá Panama var sár á hálsi sjúklings sem mældist 15x7 mm. Það var staðsett yfir hóstar- bláæð (vena jugularis). Væg þykknun var í kanti sársins (mynd 1). Ekki voru merki um eitlabólgu og sjúklingur var að öðru leyti án einkenna. Fig. 1. Theskin lesion on thepatient’s neck. Itmeasured 7x15 mm. Fig. 2. A skin biopsy shows a dense infiltration ofinflamma- tory cells. The Leishmania amastigote form is present in the cytoplasm ofsome ofthe macrophages. The protozoa is about 3 \im, slightly elongated and is characterized by a dark nucleus that can clearly be seen. Another characteristic is a kinetoplast that is most often difficult to detect in biopsies (Giemsa stain). Vefjasýni var tekið sem staðfesti grun um leishmanssótt. Sýnið var frá jaðri sársins. í leðri var þétt íferð bólgufrumna og bar mest á átfrumum, plasmafrumum og eitilfrumum. I mörgum átfrumum mátti greina hnattlaga form Leishmania (mynd 2). Hjartalínurit var eðlilegt. Meðferð var fyrst hafin með klótrimazól kremi tvisvar á dag en þrernur vikum síðar var sárið að mestu óbreytt. Því var hafin meðferð með natríum stíbóglúkónati, 850 mg gefin í vöðva daglega í 20 daga. Meðferðin þoldist vel og var sárið gróið í lok meðferðar. Við skoðun urn hálfu ári eftir að meðferð hófst voru ekki merki um að sýkingin hefði tekið sig upp á ný. Síðar kom í ljós að fleiri ferðafélagar sjúk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.