Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 60

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 60
844 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra Tel nauðsynlegt að stofnanirnar stækki Fjárlög, þjónusta á sjúkrahúsum án innlagnar, sparnaður, hag- ræðing, niðurskurður, forgangs- röðun, stefnumótun, sameining, framleiðni, stjórnun, kjaramál - allt eru þetta viðamikil mál sem hafa verið til umræðu þegar heil- brigðiskerfið er annars vegar. Ingibjörg Pálmadóttir hefur verið heilbrigðisráðherra í tvö og hálft ár og var hún fengin til að ræða nokkra af þessum málaflokkum í viðtali við Læknablaðið. Hún er fyrst innt eftir þróun á göngu- deildarþjónustu hérlendis sem verið hefur með nokkru öðru móti en víða erlendis: Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Myndin er tekin er ráðherra ávarpaði aðalfund Læknafélags íslands í september síðastliðnum. Ljósm.: bþ „Pjónusta á dag- og göngu- deildum hefur aukist mjög í heilbrigðiskerfinu á síðustu ár- um og gegnir sífellt veigameira hlutverki í þjónustunni. Sé litið til nágrannalanda okkar þá hafa þessar breytingar gengið heldur hægar hér en við höfum verið í fararbroddi með að taka í notk- un nýja þekkingu og tækni sem hefur ýtt undir þessa þróun. Margir ganga svo langt að tala um að á þessum áratugi sé að verða bylting í heilbrigðisþjón- ustunni með tæknibreytingum, nýrri þekkingu og nýjum lyfj- um, enda er það staðreynd að við erum stöðugt að sækja fram í meðhöndlun erfiðra sjúkdóma, árangursríkari og fljótvirkari lækningum, minni aukaverkun- um og ekki síst í meðhöndlun á vandamálum sem við vorum jafnvel ráðþrota gagnvart fyrir fáum árum síðan. Þannig er al- menningur að fá meiri og betri þjónustu en áður á flestum svið- um.“ Helgunarálag „Það liggur fyrir að þarfir sjúkrahúsanna eru mismunandi eftir sérgreinum og því er ljóst að læknar standa mismunandi að vígi, sérstaklega að því er varðar möguleika á stofu- rekstri. Ég tel mjög mikilvægt að sjúkrahúsin eigi ávallt trygg- an aðgang að færustu sérfræð- ingum og því verði að vinna að því í samráði við samtök lækna að gera það áhugaverðara fyrir lækna að helga sig starfi á sjúkrahúsunum. Pví fylgja að öllum líkindum frekari breyt- ingar á starfsemi sjúkrahús- anna. Breyting sem þessi kann að taka einhvern tíma en ég tel mjög mikilvægt að samstaða ná- ist um að fara þessa leið því með henni á að vera unnt að tryggja enn betur öryggi þjónustunnar en jafnframt tel ég að sá einka- rekstur sem birst hefur í stofu- rekstri lækna hafi að flestu leyti verið jákvæður fyrir heilbrigðis- þjónustuna í heild. Sá hluti þessa máls sem varðar kjara- málin er vissulega viðkvæmur en ég tel faglegu rökin einnig vega mjög þungt.“ Má búast við að breytingar verði á fjárlagaramma sjúkra- húsa á næstu árum, til dæmis í þá veru að fjármagn fylgi sjúk- lingi?

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.