Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 64
846 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 þau mál skoðuð mjög vandlega á næstu misserum. Þá má ekki gleyma því að þessi þróun hefur verið mjög hröð í nágranna- löndum okkar þar sem veruleg- ur árangur hefur náðst með sameiningu og skipulagsbreyt- ingum.“ Hvað með gagnrýni á for- sendur samanburðar í VSÓ- skýrslunni, er hægt að bera saman framleiðni með því að bera saman afköst starfsmanna á sjúklingum? „í VSÓ-skýrslunni voru not- aðar viðurkenndar mælieining- ar sem meðal annars hafa verið notaðar víða á Norðurlöndun- um og borin saman sambærileg þjónusta. Við höfum notað bæði norrænar viðmiðanir og frá öðrum löndum og teljum að norskur samanburður sé raun- hæfastur við íslenskar aðstæð- ur. Þessi samanburðurgetur vit- anlega verið með ýmsum hætti og það sem okkur vantar kannski mest til að fá raunhæf- an samanburð við okkur sjálf er kostnaðarmat. Við vitum ekki nógu mikið hvað hver aðgerð eða hver meðferð á spítala kost- ar og þurfum að auka upplýs- ingasöfnun okkar á þessu sviði. Nokkrar stofnanir hafa unnið mjög skipulega að söfnun upp- lýsinga og kostnaðargreiningu en mikið starf er enn óunnið og stöðugt verður að huga að þess- um atriðum. Reyndar er það eitt mikilvægasta verkefni okk- ar að vinna af auknum krafti að söfnun og greiningu tölulegra upplýsinga um starfsemina, breytingar og tilfærslur og kostnaðargreiningu á því sem við erum að gera. Slíkt tekur tíma og þegar við höfum fengið efnivið tveggja til þriggja ára getum við í auknum mæli notað okkur upplýsingarnar til að greina breytingar í starfsemi og kostnaði. Útflutningur til nágrannalanda í framhaldi af þessu gerir ráð- herra arðsemi og hugsanlegan útflutning að umtalsefni og leggur Ingibjörg áherslu á að á flestum sviðum eigum við heil- brigðisþjónustu sem fyllilega stenst samanburð við það besta sem gerist í heiminum og við verðum að skoða vandlega þá möguleika sem við eigum á að selja þjónustu til útlendinga. „Ég tel að við eigum mikla möguleika á að flytja út þá miklu þekkingu sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk býr yfir og þá góðu þjónustu sem við erum að veita. Auk þess verði að nýta þá sérstöðu sem hér er, hreint umhverfi, ómengaða náttúru og fæðu. Við eigurn að einbeita okkur að nágrönnum okkar og höfum við þegar gert samning við Grænlendinga varðandi bráðaþjónustu og valþjónustu á ákveðnum sviðum og hafa til dæmis komið hingað veik börn í æ ríkari mæli til að njóta þjón- ustu okkar. Þessa þjónustu höfðu þeir áður sótt til Dan- merkur en það er styttra hing- að, við veitum góða þjónustu á sambærilegu verði. Við eigum einnig möguleika á þessu sviði í Færeyjum og er verið að skoða þá. Þessu til viðbótar verðum við að einbeita okkur að þeim sviðum þar sem við höfum sér- stöðu og vil ég þar nefna Bláa lónið og Heilsustofnunina í Hyeragerði. Báðir þessir staðir eiga mikla möguleika og útlend- ingar sækjast nú þegar í auknum mæli eftir þjónustu í Bláa lón- inu.“ í þessu sambandi vill ráð- herra líka minnast á þá tilhneig- ingu að gagnrýna heilbrigðis- kerfið og finna því jafnvel allt til foráttu. „Við vitum að íslensk heil- brigðisþjónusta er með því besta sem gerist enda hafa er- lendir sérfræðingar staðfest það, sem og allar vísbendingar um langlífi, ungbarnadauða og heilsufar og hér er fjöldi sjúkra- rúma miðað við mannfjölda meiri í flestum greinum en í ná- grannalöndunum. Samtímis þessu heyrast stöðugt raddir um neyðarástand. fjársvelti og voða. Oft er það sama fólkið sem úthrópar heilbrigðiskerfið og telur samtímis að við eigum að flytja inn sjúklinga og selja þeim þjónustu. Ef við ætlum að bjóða útlendingum að notfæra sér þessa góðu heilbrigðisþjón- ustu verðum við að gæta að því að sverta ekki þjónustuna svo mjög að við séum hætt að trúa því sjálf hvers íslenskt heilbrigð- iskerfi er megnugt.“ Er miðstýring á flestum svið- um heilbrigðisþ jónustunnar? „Ef svo hefur verið, þá er hún á undanhaldi. Við höfum verið að færa ábyrgðina meira til stjórnenda. Það er hinsvegar að mínu mati veikleiki í heilbrigð- isþjónustunni hve stofnanir eru litlar og oft óburðugar til stjórn- unar og stefnumótunar. Ég tel að við verðum að sameinast um leiðir til að efla stofnanir heil- brigðisþjónustunnar til þess að gera stofnanirnar öflugri. Ég tel nauðsynlegt að stofnanirnar stækki til þess að þangað sæki okkar hæfasta fólk á sviði stjórnunar þannig að saman spili þekking í heilbrigðisþjón- ustu, stjórnun, áætlanagerð og öflug upplýsingakerfi. Hér eins og í öðrum fyrirtækjum verður að fara saman sérþekking á þjónustunni og sérþekking á stjórnun og rekstri. Staðreyndin er sú að þjóðfé- lagið og heilbrigðisþjónustan hafa breyst mjög hratt eins og flest í þjóðfélaginu. Því er sífellt þörf fyrir víðtækari menntun og þekkingu við stjórnun þessara stofnana. Það er ekki sjálfgefið að besti læknirinn sé endilega besti stjórnandinn eða besti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.