Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 72

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 72
854 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Lyfjamál 61 Frá Heilbrigðis- og tryggingamála ráðuneytinu og landlækni Breytt tilhögun á af- greiðslu og meðhöndlun lyfja sem ekki hafa markaðs- leyfi á Islandi. Um áramótin verður tekin upp breytt meðhöndlun og af- greiðsla á lyfjum sem ekki hafa markaðsleyfi á íslandi (óskráð). Nýtt eyðublað verður tekið í notkun og verður fáanlegt hjá Lyfjanefnd ríkisins og ráðu- neyti. Helstu nýjungar eru * „Undanþágulisti“: Lyfja- nefnd ríkisins mun útbúa „undanþágulista" yfir lyf sem nefndin heimilar að séu af- greidd án sérstakrar umfjöll- unar nefndarinnar. Á listan- um verða lyf sem oft hefur verið beðið um, eins og önnur lyfjaform og styrkleikar lyfja sem þegar hafa markaðsleyfi, ýmis forskriftarlyf eða lyf sem ljóst er að verði ekki skráð en löng reynsla er fyrir notkun á. „Undanþágulistinn“ verður í lyfjaverðskrá. Lyfjaverðs- nefnd samþykkir verð. Heil- brigðis- og tryggingaráðu- neytið í samráði við Trygg- ingastofnun ríkisins ákveður greiðsluþátttöku almanna- trygginga. * Lyfseðill/pöntun: Undan- þágueyðublað mun gilda sem pöntun /lyfseðill sem er af- greidd/afgreiddur í heildsölu / lyfjabúð. Eyðublaðið er í þríriti, frumrit fyrir Lyfja- nefnd ríkisins, eitt afrit fyrir lyfjabúð og eitt afrit fyrir inn- flytjanda. * Afgreiðsla til sjúklinga: Um- sóknin gildir sem lyfseðill. Sjúklingur fer með undan- þáguna í lyfjabúð og sé lyfið á „undanþágulista“ má af- greiða það. Ef umrætt lyf er ekki að finna á „undanþágu- lista“ sendir lyfjabúðin um- sóknina til Lyfjanefndar rík- isins til afgreiðslu. Læknir getur að sjálfsögðu gengið úr skugga um hvort lyfið er á „undanþágulistanum“ og sparað sjúklingi þá óþarfa aukaferð í apótek ef lyfið er ekki á listanum. * Afgreiðsla til sjúkrahúss/ stofnunar/læknis til notkunar á stofu: Sé um að ræða lyf sem ætluð eru til notkunar á sjúkrahúss/stofnun, eða á stofu lækna/tannlækna/ dýra- lækna, gildir eyðublaðið sem pöntun til heildsölu. Ef lyfið er ekki að finna á „undan- þágulista“ sendir umsækjandi eða innflytjandi umsóknina til Lyfjanefndar ríkisins til af- greiðslu. * Greiðsluþátttaka: Almenna reglan um greiðsluþátttöku almannatrygginga í lyfja- kostnaði er sú að Trygginga- stofnun ríkisins tekur ekki þátt í kostnaði lyfja sem ekki hafa markaðsleyfi á íslandi. Til hagræðingar mun hins vegar Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið í sam- ráði við TR ákveða greiðslu- þátttöku í lyfjum sem eru á „undanþágulistanum“. Óski læknir eftir því að Trygginga- stofnun ríkisins taki þátt í kostnaði lyfs sem ekki er á „undanþágulistanum" þá verður að sækja um það sér- staklega til Tryggingastofn- unar ríkisins á sama hátt og sótt er um lyfjakort. Eyðu- blaðið verður ekki notað til að sækja um greiðsluþátt- töku. * Hver undirritar umsókn: Læknir / tannlæknir / dýra- læknir undirritar undanþágu- umsókn í öllum tilvikum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.