Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 73

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 73
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 855 Samtök íslenskra lækna í Danmörku Þann 1. nóvember síðastlið- inn hittust 10 íslenskir læknar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, undir vökrum augum Jóns Sig- urðssonar. Tilefnið var ekki að efla sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga gagnvart Danadrottningu, heldur stofna félagsskap ís- lenskra lækna í Danmörku. Fé- lagsskapurinn hlaut nafnið Samtök íslenskra lækna í Dan- mörku, skamnrstafað SÍLD, og útleggst á dönsku Selskap for Islandske læger i Danmark (SILD). Nafnið þótti óneitan- lega minna á gamla Frón og tengja saman þessi tvö lönd í nútíð og fortíð. Kosin var stjórn þar sem Gunnar Gíslason var valinn formaður, Kristján Osk- arsson ritari, Kristín Jónsdóttir gjaldkeri og Helgi Birgisson og Jakob Jónasson meðstjórnend- ur. Samtökin hafa að markmiði að standa vörð um hagsmuni ís- lenskra lækna í Danmörku, annast samskipti við íslenska lækna sem hafa hug á vinnu í Danmörku og stuðla að heil- brigði og forvörnum gegn sjúk- dómum. í anda þess var sett á stofn reykingavarnanefnd sem meðal annars hefur það mark- mið að efla vitund danskra kol- lega gagnvart þeirri heilsuvá sem reykingar og tóbak eru. Formaður þeirrar nefndar er Halla Skúladóttir en með henni í nefndinni eru Margrét J. Loftsdóttir og Gunnar Gísla- son. Samtökin hafa einnig að markmiði að sækja um aðild að Læknafélagi íslands. Áhuga- samir um samtökin geta haft samband við formann samtak- anna GunnarH. Gíslason, sími; + 45-54-82-38-39 og netfang: gunngis@post6.tele.dk Frá stofnfundi SÍLD1. nóvember 1997. Frá vinstri: Krist ján Óskars- son ritari, Sigurður Skarphéðinsson, Gunnar H. Gíslason formað- ur, Jón Sigurðsson forseti, Hugrún Þorsteinsdóttir, Margrét J. Loftsdóttir, Halla Skúladóttir formaður reykingavarnanefndar, Kristín Jónsdóttir gjaldkeri, Helgi Birgisson og Jakob Jóhannsson meðstjórnendur. Á myndina vantar Arnar Ástráðsson. Jóladvöl í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði Á seinni árum hefur borið á vaxandi áhuga á, sérstak- lega hjá eldra fólki og ein- stæðingum, að dvelja í stofn- uninni yfir jól og áramót. Nú hefur verið skipulögð sér- stök jóladagskrá sem byggir á léttri endurhæfingu, fræðslu og virku félagslífi. Hafin er bókun fyrir þá sem hafa hug á að koma á þessum tíma og er dvalartíminn frá 15. desember fram í byrjun janúar. Rétt þykir að benda læknum á þennan möguleika og sækja um fyrir skjólstæð- inga sína tímanlega. Framkvæmdastjórn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.