Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 15

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 283 og kvenna 77,1 kg. Meðalkólesteról karla var 6,0 mmól/1 og kvenna 5,9. Fjórir þátttakendur greindust með háþrýst- ing. Seinni athugunin leiddi í ljós breytingar hjá 40-46% þátttakenda, það er aukin hreyfing og minnkuð fitu- og sykurneyslu hjá þeim hóp- um sem í fyrra viðtali fengu upplýsingar um að blóðfita þeirra væri óæskilega há. Hjá sömu hópum hafði líka orðið marktæk lækkun á lík- amsþyngd (-1,6 kg) og á kólesteróli (-1,1 mmól/1). Blóðþrýstingur var óbreyttur og sömuleiðis reykingavenjur. Alyktun: Stutt viðtal og einfaldar mælingar á heilsugæslustöð eru áhrifarík aðferð, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, til að bæta lífsstíl og þar með að draga úr heilsufarsáhættu af völdum slagæðasjúkdóma hvað varðar kól- esteról í blóði og ef til vill fleiri þætti. Inngangur Slagæðasjúkdómar eru algengir á Islandi og draga árlega fjölda manns til dauða, þar af marga ótímabært. Þeir eru um 50% dánaror- saka karla á aldrinum 34-74 ára og um 26% kvenna á sama aldri (1). Hátt kólesteról í blóði. háþrýstingur, reyk- ingar og sykursýki eru á meðal stærstu áhættu- þátta. Sýnt hefur verið fram á að meðhöndlun þeirra er árangursrík leið til að minnka líkur á slagæðasjúkdómum (2^1). Niðurstöður hafa sýnt að 25% kólesteról- lækkun leiddi til 30% lækkunar á tíðni kransæðadauðsfalla, og gagnast jafnt þeim sem hafa lág og há gildi (5); það er að „fylgnisam- band er samfellt þannig að engin skil eru á milli æskilegs kólesteróls og þeirra gilda er auka áhættu“ (6,7). Niðurstöður margra rannsókna hafa staðfest að lækka má kólesteról í blóði með aukinni hreyfingu og lækkun á hlutfalli mettaðrar fitu í fæðu (7-9). Samkvæmt tilmælum Manneldis- ráðs á hlutur fitu í fæði að vera undir 35% (rit Manneldisráðs, 1996) (10,11). Kostnaður við eftirlit og sérhæfðar rann- sóknir vegna áhættuþátta æðasjúkdóma er oft mikill, ferðalög íbúa í dreifbýli dýr svo ekki sé minnst á þau fjárútlát sem fylgja hverjum þeim einstaklingi sem fær slagæðasjúkdóm. Með markvissu eftirliti, einföldum rannsóknum og fræðslu frá fagfólki sem miðar að breyttum lífsstíl og því að gera einstaklinginn sjálfan ábyrgan fyrir heilsu sinni gæti verið hægt að minnka þann kostnað (12). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi áhættuþátta slagæðasjúkdóma og reyna að minnka áhættuna með einföldum mælingum og faglegri ráðgjöf heima í héraði. Efniviður og aðferð I febrúar 1996 var sent dreifibréf til allra íbúa í Öxarfjarðarhéraði á aldrinum 35-65 ára að báðum árum meðtöldum alls 129 einstak- linga, þar sem fyrirhuguð rannsókn var kynnt. A næstu vikum var hringt í alla sem fengu bréf og þeim boðið að koma á Heilsugæslustöðina í viðtal og mælingar gegn komugjaldi. Alls mættu 126 manns, 69 karlar og 57 konur eða 97% boðaðra, á tímabilinu mars til maí. Hjúkr- unarfræðingur tók 15-20 mínútna viðtal og þátttakendur fylltu meðal annars út spurninga- lista þar sem spurt var um lífsstíl svo sem líð- an, matarvenjur, streitu, líkamlega þjálfun, reykingar fyrr og nú, áfengisneyslu og ættar- sögu með tilliti til slagæðasjúkdóma (15). Mæld var hæð, þyngd, blóðþrýstingur og úr fingurstungu mælt kólesteról (með Accutrend strimlamæli frá Lyru hf). Til rannsóknarstofu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri var sent blóð úr þremur einstaklingum með kólesteról undir 6,0 mmól/1, þremur með kólesteról á bil- inu 6,1-7,9 og öllum með kólesteról yfir 8,0 mmól/1 til staðfestingar á mælingum. Niður- stöður sýndu skekkjumörk á bilinu 0,2-0,5 mmól/1 sem talin er sú nákvæmni sem næst með mælingum með slíkum mæli. Skráðar voru athugasemdir svo sem ef viðkomandi var nú þegar með slagæðasjúkdóm eða háþrýsting. Allir fengu afhentan bæklinginn „Heilsuefling hefst hjá þér“ sem gefinn var út 1995 á vegum landlæknis og Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins. Svörin voru ilokkuð í þrjá flokka með tilliti til æðasjúkdóma og stuðst við Heilsuspegil Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og landlæknis frá 1994: Lítil áhætta Talsverð áhætta Mikil áhætta Þeir sem mældust með kólesteról 6,0 eða hærra og/eða flokkuðust í talsverða eða mikla áhættu á einhverjum áhættuþætti (hópar 1, 2, 3 og 4), fengu munnlegar leiðbeiningar og bæk- linga með upplýsingum um áhættuþætti slag- æðasjúkdóma og gildi forvarna gegn þeim

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.