Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 30

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 30
298 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 ráðlögð leit að sjúkdómnum hjá nánustu fjölskyldu. Af þessum aðgerðum varð hins vegar ekki. Nú sjö árurn síðar leitaði sjúklingur til læknis með mánaðarsögu um niðurgang auk verkja neðst í baki. Ristilspeglun sýndi fjöldi sepa í endaþarmi og ristli en ekki var komist lengra en 30 sm vegna hindrunar. f aðgerð kom í ljós það sem leit út eins og illkynja vöxtur á mótum endaþarms og bug- aristils auk stækkaðra eitla. Ristill og endaþarmur voru numdir brott. Vefjagreining sýndi gríðarlegan fjölda sepa af kirtilfrumugerð í ristil- og endaþarmsslímhúð með afbrigðileika á háu stigi. Illa sérhæft kirtilfrumu- krabbamein í bugarristli sem óx út í gegnum ristil- vegg í aðlæga fítu. Meinvörp í eitlum. I fitu aðlægt ristli sást byrjandi bandvefsæxli. Þetta sjúkratilfelli er áminning um mikilvægi reglulegs eftirlits auk aðgerða í forvarnarskyni hjá sjúklingum sem þessum og bendir á að fyrstu ein- kenni heilkennisins geti verið utan meltingarvegar. E-07. Hár sköf'lungs beinskurður með ytri ramma Gauti Laxdal, Stefán Carlsson, Brynjólfur Mogen- sen Frá bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur Inngangur: Notkun ytri ramma til réttingar og festingar á brotum á sér langa sögu. A undanförn- um árum hefur hár sköflungs beinskurður (osteoto- my) með ytri ramma rutt sér til rúms við meðferð á sliti í hnjám. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var byrjað að gera þessar aðgerðir haustið 1996. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár sjúklinga sem höfðu farið í háan sköflungs beinskurð með ytri ramma á bæklunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur voru kannaðar. Aðgerðirnar voru flest- ar framkvæmdar í mænudeyfingu. Tvær skrúfur voru festar í leggjarhöfuð (condyus) sitt hvoru megin við hnéskeljarband (ligamentum patellae) og tvær skrúfur í sköflunginn nokkru neðan við sköfl- ungshrjónu (tuberositas tibiae). í gegnum nokkurra sentímetra skurð var gerður ská beinskurður í gegn- um neðri hluta sköflungshrjónu en utanvert er bein- brú látin haldast. Beinskurðinum er síðan læst með Orthofix® ramma. Niðurstöður: Frá október 1996 til loka árs 1997 höfðu 12 einstaklingar farið í háan sköflungs bein- skurð með ytri ramma. Var um að ræða níu karl- menn og þrjár konur. Meðalaldur var 50,1 ár. Ald- ur karla var á bilinu 43-59 ára en kvenna 33-57 ára. Skekking fyrir aðgerð var á bilinu 5-17° í varus. Allir sjúklingarnir voru með slit á miðlæga liðfleti, þar af tveir vegna fyrri áverka. Allir nema tveir út- skrifuðust daginn eftir aðgerð og var leyft að stíga í að sársaukamörkum. Að viku liðinni var farið að rétta álagsöxulinn með því að skrúfa upp bein- skurðinn um 1 mm á dag þar til búið var að ná 3-5° valgus álagsöxli samkvæmt röntgenmyndum. Gró- andi í beinskurðinum var frá átta upp í 16-17 vikur. Hélst réttingin hjá öllum nema einum eftir að búið var að fjarlægja rammana. Endurinnlagnir vegna sýkinga í kringum pinna voru þrjár sem læknuðust á lyfjameðferð án aukaverkana. Tími frá vinnu eft- ir aðgerð var frá þremur vikum upp í 20 vikur. Rétt- ingin var frá 2° varus yfir í 5° valgusstöðu. Ályktanir: Hár sköflungs beinskurður með ytri ramma er tiltölulega einföld aðgerð. Legutíminn er stuttur og í flestum tilfellum snúa sjúklingar fljót- lega til vinnu. Okosturinn felst í þéttu eftirliti og yf- irborðssýking meðfram skrúfunum er algeng. Aðferðin lofar góðu. E-08. Sýkingar í hryggsúlu. Sein grein- ing! Sein meðferð! Halldór Jónsson jr', Bogi Jónsson', Gunnar Gunn- arsson2, Sigurður B. Þorsteinsson2 Frá 'bœklunarskurðdeild og 2lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Bakteríusýking í hryggsúlu er yfir- leitt viðráðanleg með kröftugri lyfjameðferð í æð. Engar fastar reglur eru fyrir greiningu og meðferð. Að undanfömu hafa sjúklingar sem komið hafa til meðhöndlunar átt sér það sérkennilegan aðdrag- anda að við teljum nauðsynlegt að vekja athygli á þeim. Efniviður og aðferðir: Á eins árs tímabili hafa fimm karlmenn (60-80 ára) greinst með sýkingar í hryggsúlu (vertebral osteomyelitis) og þurft speng- ingu til viðbótar við sýklalyfjameðferð, vegna mik- illa verkja, samfalls á hryggjarbolum, utanbasts- sýkinga (epidural) og taugaeinkenna. Staðsetning, einkenni og aðgerð var eftirfarandi: Nr. Aldur Staðsetning Einkenni Aðgerð i. 65 Efri hálshryggur Verkir, rúmfastur Aftari spenging CO-2-4 2. 57 Neðri hálshryggur Tetraparesis Fremri spenging C4-7 3. 73 Brjósthryggur Paraparesis Aftari spenging T5-8 4. 64 Lendhryggur Verkir, rúmfastur Aftari spenging L2-3 5. 81 Lendhryggur Verklr, rúmfastur Aftari spenging L2-5 Niðurstaða: Verkir allra sjúklinganna löguðust strax eins og við spengingu á beineyðandi (osteolytic) meinvörpum. Tveir sjúklingar með mænuþrýsting endurheimtu nothæfan kraft í útlimi. Lyfjasvörun eftir úthreinsun og fremri spengingu var skjót, miðað við aftari spengingu, þar sem sýk- ingarsvæði var ekki hreinsað út. Meðferðartími eft- ir úthreinsun og fremri spengingu var einn mánuður iv og tveir mánuðir po, miðað við einn og hálfan mánuð iv og fjóran og hálfan mánuð po hjá

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.