Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 30
298 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 ráðlögð leit að sjúkdómnum hjá nánustu fjölskyldu. Af þessum aðgerðum varð hins vegar ekki. Nú sjö árurn síðar leitaði sjúklingur til læknis með mánaðarsögu um niðurgang auk verkja neðst í baki. Ristilspeglun sýndi fjöldi sepa í endaþarmi og ristli en ekki var komist lengra en 30 sm vegna hindrunar. f aðgerð kom í ljós það sem leit út eins og illkynja vöxtur á mótum endaþarms og bug- aristils auk stækkaðra eitla. Ristill og endaþarmur voru numdir brott. Vefjagreining sýndi gríðarlegan fjölda sepa af kirtilfrumugerð í ristil- og endaþarmsslímhúð með afbrigðileika á háu stigi. Illa sérhæft kirtilfrumu- krabbamein í bugarristli sem óx út í gegnum ristil- vegg í aðlæga fítu. Meinvörp í eitlum. I fitu aðlægt ristli sást byrjandi bandvefsæxli. Þetta sjúkratilfelli er áminning um mikilvægi reglulegs eftirlits auk aðgerða í forvarnarskyni hjá sjúklingum sem þessum og bendir á að fyrstu ein- kenni heilkennisins geti verið utan meltingarvegar. E-07. Hár sköf'lungs beinskurður með ytri ramma Gauti Laxdal, Stefán Carlsson, Brynjólfur Mogen- sen Frá bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur Inngangur: Notkun ytri ramma til réttingar og festingar á brotum á sér langa sögu. A undanförn- um árum hefur hár sköflungs beinskurður (osteoto- my) með ytri ramma rutt sér til rúms við meðferð á sliti í hnjám. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var byrjað að gera þessar aðgerðir haustið 1996. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár sjúklinga sem höfðu farið í háan sköflungs beinskurð með ytri ramma á bæklunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur voru kannaðar. Aðgerðirnar voru flest- ar framkvæmdar í mænudeyfingu. Tvær skrúfur voru festar í leggjarhöfuð (condyus) sitt hvoru megin við hnéskeljarband (ligamentum patellae) og tvær skrúfur í sköflunginn nokkru neðan við sköfl- ungshrjónu (tuberositas tibiae). í gegnum nokkurra sentímetra skurð var gerður ská beinskurður í gegn- um neðri hluta sköflungshrjónu en utanvert er bein- brú látin haldast. Beinskurðinum er síðan læst með Orthofix® ramma. Niðurstöður: Frá október 1996 til loka árs 1997 höfðu 12 einstaklingar farið í háan sköflungs bein- skurð með ytri ramma. Var um að ræða níu karl- menn og þrjár konur. Meðalaldur var 50,1 ár. Ald- ur karla var á bilinu 43-59 ára en kvenna 33-57 ára. Skekking fyrir aðgerð var á bilinu 5-17° í varus. Allir sjúklingarnir voru með slit á miðlæga liðfleti, þar af tveir vegna fyrri áverka. Allir nema tveir út- skrifuðust daginn eftir aðgerð og var leyft að stíga í að sársaukamörkum. Að viku liðinni var farið að rétta álagsöxulinn með því að skrúfa upp bein- skurðinn um 1 mm á dag þar til búið var að ná 3-5° valgus álagsöxli samkvæmt röntgenmyndum. Gró- andi í beinskurðinum var frá átta upp í 16-17 vikur. Hélst réttingin hjá öllum nema einum eftir að búið var að fjarlægja rammana. Endurinnlagnir vegna sýkinga í kringum pinna voru þrjár sem læknuðust á lyfjameðferð án aukaverkana. Tími frá vinnu eft- ir aðgerð var frá þremur vikum upp í 20 vikur. Rétt- ingin var frá 2° varus yfir í 5° valgusstöðu. Ályktanir: Hár sköflungs beinskurður með ytri ramma er tiltölulega einföld aðgerð. Legutíminn er stuttur og í flestum tilfellum snúa sjúklingar fljót- lega til vinnu. Okosturinn felst í þéttu eftirliti og yf- irborðssýking meðfram skrúfunum er algeng. Aðferðin lofar góðu. E-08. Sýkingar í hryggsúlu. Sein grein- ing! Sein meðferð! Halldór Jónsson jr', Bogi Jónsson', Gunnar Gunn- arsson2, Sigurður B. Þorsteinsson2 Frá 'bœklunarskurðdeild og 2lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Bakteríusýking í hryggsúlu er yfir- leitt viðráðanleg með kröftugri lyfjameðferð í æð. Engar fastar reglur eru fyrir greiningu og meðferð. Að undanfömu hafa sjúklingar sem komið hafa til meðhöndlunar átt sér það sérkennilegan aðdrag- anda að við teljum nauðsynlegt að vekja athygli á þeim. Efniviður og aðferðir: Á eins árs tímabili hafa fimm karlmenn (60-80 ára) greinst með sýkingar í hryggsúlu (vertebral osteomyelitis) og þurft speng- ingu til viðbótar við sýklalyfjameðferð, vegna mik- illa verkja, samfalls á hryggjarbolum, utanbasts- sýkinga (epidural) og taugaeinkenna. Staðsetning, einkenni og aðgerð var eftirfarandi: Nr. Aldur Staðsetning Einkenni Aðgerð i. 65 Efri hálshryggur Verkir, rúmfastur Aftari spenging CO-2-4 2. 57 Neðri hálshryggur Tetraparesis Fremri spenging C4-7 3. 73 Brjósthryggur Paraparesis Aftari spenging T5-8 4. 64 Lendhryggur Verkir, rúmfastur Aftari spenging L2-3 5. 81 Lendhryggur Verklr, rúmfastur Aftari spenging L2-5 Niðurstaða: Verkir allra sjúklinganna löguðust strax eins og við spengingu á beineyðandi (osteolytic) meinvörpum. Tveir sjúklingar með mænuþrýsting endurheimtu nothæfan kraft í útlimi. Lyfjasvörun eftir úthreinsun og fremri spengingu var skjót, miðað við aftari spengingu, þar sem sýk- ingarsvæði var ekki hreinsað út. Meðferðartími eft- ir úthreinsun og fremri spengingu var einn mánuður iv og tveir mánuðir po, miðað við einn og hálfan mánuð iv og fjóran og hálfan mánuð po hjá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.