Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 43

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 309 heimahúsum, fjögur við landbúnaðarstörf, fjögur af völdum bruna og þrjú önnur dauðaslys áttu sér stað. Alyktanir: Dauðaslys barna eru algengari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Dauða- slys dren^ja eru mun algengari en stúlkna. Um- ferðarslys voru algengasta orsökin en tíðni drukkn- ana er há miðað við hin Norðurlöndin. Sem helstu leiðir til forvarna má nefna betra eftirlit fullorðinna með börnum. Þau virðast vera of mikið sjálfala og undir of litlu eftirliti. E-31. Forgangsröðun á biðlistum. Viðhorf sérfræðinga til biðlista Aðalheiður Sigursveinsdóttir heimspéianemi Frá landlœknisembœttinu Inngangur: Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á starfsaðferðir sérfræðinga og einstakra deilda inn- an heilbrigðisþjónustunnar við forgangsröðun á biðlistum sjúkrastofnana. Meginspurningin sem liggur að baki þessari könnun er: Fá allir sömu þjónustu þegar raðað er á biðlista? í þessum fyrir- lestri er fyrirhugað að kynna þær niðurstöður sem lúta að viðhorfum sérfræðinga til biðlista og for- gangsröðun sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Könnun var gerð meðal 54 sérfræðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítalanum vegna biðlista og forgangsröðunar á þeim. Urtakið var valið með hliðsjón af þeim deildum sem skila tölum um fjölda einstaklinga á biðlistum til land- læknisembættisins. Spurningalistanum var skipt niður í þrjá hluta. I fyrsta hluta voru kannaðar hugmyndir sérfræðinga um samræmingu á aðferðum innan eigin deilda. I öðrum hluta var spurt um mismunandi þætti sem geta haft áhrif á röðun sjúklinga á biðlista, meðal annars þætti sem snúa beint að sjúklingi svo sem lifnaðarhætti, félagslega stöðu þeirra, búsetu, lík- amlegt ástand og aldur. Einnig var spurt um áhrif þátta sem lúta að mati sérfræðings, svo sem endur- tekningar á meðferð, líðan og svefn sjúklinga sem og hæfni sjúklinga til að sjá um sig sjálfa. í þriðja hluta spumingalistans var spurt um viðhorf sér- fræðinga til biðlista. Rætt var við um 30 sér- fræðinga í tengslum við rannsóknina. Auk heild- arniðurstaðna var svörum sérfræðinga skipt niður eftir deildum sjúkrastofnanna. Niðurstöður: Fram kom að þriðjungur sér- fræðinga sagði að sér þætti vandasamt að raða á biðlista. Þessum sérfræðingum fannst jafnframt að starfsreglur sínar við mat á sjúklingum væru ekki nógu skýrar. Þessir sérfræðingar telja sig síður hafa yfirsýn yfir þann hóp sem hefur haft forgang á biðlistum hjá þeim. Sérfræðingar úrtaksins skiptast í nær jafn stóra hluta í afstöðu sinni til laga um hámarksbiðtíma sjúklinga. Upplýsingagjöf sérfræðinga til sjúklinga vegna biðlistanna er nokkuð mismunandi og verður hún rædd með hliðsjón af lögum um réttindi sjúk- linga. Meðferð og endurskoðun á biðlistum verður kynnt en hún er mismunandi eftir deildum. Alyktanir: I Ijós kom að margvíslegar hug- myndir eru meðal sérfræðinga um hvort og hversu mikið til dæmis félagslegir þættir og lifnaðarhættir komi inn í mat á þörfum einstaklinga fyrir meðferð. Nokkurs misræmis gætir milli sérfræðinga á ein- stökum deildum með sama sérsvið og milli deilda á sömu stofnun. Meginniðurstaða þessarar könnunar er sú að matsaðferðir sérfræðinga vegna forgangs á biðlistum eru ekki alfarið samræmdar. Reglur um forgangsröðun sjúklinga á biðlistum á sjúkrahúsun- um þremur eru ekki fyrir hendi en þó má þar greina ákveðið mynstur varðandi áhrifaríkustu þætti for- gangsröðunar. E-32. Hvernig afgreiddi landlæknir 1546 kæru- og kvörtunarmál á árunum 1991-1997? Ólafur Ólafsson, Matthías Halldórsson Frá landlœknisembœttinu Sagt verður frá afgreiðslu 1546 kvartana- og kærumála er bárust landlæknisembættinu á árunum 1991-1997. Allflest málin beinast að læknum sér- greinasjúkrahúsanna. I flestum tilfellum voru or- sakirnar meint mistök (48,5%) og meintir sam- skiptaerfiðleikar. Milli 31-37% þessara mála voru staðfest að öllu leyti eða að hluta. Um aðgerðir landlæknis má lesa um í töflu I. Tafla I. Aðgerðir landlæknis vegna kvartana- og kœrumála við málslok 1991-1997. Ábending 25,3% Aðfinnsla 9,9% Áminning 1,5% Annað 2,1% Tillaga um leyfissviptingu 0,2% I vinnslu 3.4% Alls hafa níu læknar verið sviptir Ieyfi til lækn- inga á tímabilinu 1976-1991 og þar af tveir vegna alvarlegra samskiptaerfiðleika. Hlutfallslega hafa fleiri læknar verið sviptir lækningaleyfi á Islandi en í sumum nágrannalöndunum. E-33. Tölvusjúkraskrá í sjúkrahúsum- hverfi á Landspítalanum Halldór Jónsson jr.‘, Ingi S. Ingason2, Jörundur Sveinssoir, Þorsteinn Víglundsson2 Frá 'bœklunarskurðdeild Landspítalans, 'Gagna- lind hf. Inngangur: Tölvuvinnsla sjúkragagna er krafa nútíma heilbrigðisþjónustu. A Landspítalanum hófst tölvuvæðing biðlista og sjúkraskrár bæklun-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.