Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 309 heimahúsum, fjögur við landbúnaðarstörf, fjögur af völdum bruna og þrjú önnur dauðaslys áttu sér stað. Alyktanir: Dauðaslys barna eru algengari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Dauða- slys dren^ja eru mun algengari en stúlkna. Um- ferðarslys voru algengasta orsökin en tíðni drukkn- ana er há miðað við hin Norðurlöndin. Sem helstu leiðir til forvarna má nefna betra eftirlit fullorðinna með börnum. Þau virðast vera of mikið sjálfala og undir of litlu eftirliti. E-31. Forgangsröðun á biðlistum. Viðhorf sérfræðinga til biðlista Aðalheiður Sigursveinsdóttir heimspéianemi Frá landlœknisembœttinu Inngangur: Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á starfsaðferðir sérfræðinga og einstakra deilda inn- an heilbrigðisþjónustunnar við forgangsröðun á biðlistum sjúkrastofnana. Meginspurningin sem liggur að baki þessari könnun er: Fá allir sömu þjónustu þegar raðað er á biðlista? í þessum fyrir- lestri er fyrirhugað að kynna þær niðurstöður sem lúta að viðhorfum sérfræðinga til biðlista og for- gangsröðun sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Könnun var gerð meðal 54 sérfræðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítalanum vegna biðlista og forgangsröðunar á þeim. Urtakið var valið með hliðsjón af þeim deildum sem skila tölum um fjölda einstaklinga á biðlistum til land- læknisembættisins. Spurningalistanum var skipt niður í þrjá hluta. I fyrsta hluta voru kannaðar hugmyndir sérfræðinga um samræmingu á aðferðum innan eigin deilda. I öðrum hluta var spurt um mismunandi þætti sem geta haft áhrif á röðun sjúklinga á biðlista, meðal annars þætti sem snúa beint að sjúklingi svo sem lifnaðarhætti, félagslega stöðu þeirra, búsetu, lík- amlegt ástand og aldur. Einnig var spurt um áhrif þátta sem lúta að mati sérfræðings, svo sem endur- tekningar á meðferð, líðan og svefn sjúklinga sem og hæfni sjúklinga til að sjá um sig sjálfa. í þriðja hluta spumingalistans var spurt um viðhorf sér- fræðinga til biðlista. Rætt var við um 30 sér- fræðinga í tengslum við rannsóknina. Auk heild- arniðurstaðna var svörum sérfræðinga skipt niður eftir deildum sjúkrastofnanna. Niðurstöður: Fram kom að þriðjungur sér- fræðinga sagði að sér þætti vandasamt að raða á biðlista. Þessum sérfræðingum fannst jafnframt að starfsreglur sínar við mat á sjúklingum væru ekki nógu skýrar. Þessir sérfræðingar telja sig síður hafa yfirsýn yfir þann hóp sem hefur haft forgang á biðlistum hjá þeim. Sérfræðingar úrtaksins skiptast í nær jafn stóra hluta í afstöðu sinni til laga um hámarksbiðtíma sjúklinga. Upplýsingagjöf sérfræðinga til sjúklinga vegna biðlistanna er nokkuð mismunandi og verður hún rædd með hliðsjón af lögum um réttindi sjúk- linga. Meðferð og endurskoðun á biðlistum verður kynnt en hún er mismunandi eftir deildum. Alyktanir: I Ijós kom að margvíslegar hug- myndir eru meðal sérfræðinga um hvort og hversu mikið til dæmis félagslegir þættir og lifnaðarhættir komi inn í mat á þörfum einstaklinga fyrir meðferð. Nokkurs misræmis gætir milli sérfræðinga á ein- stökum deildum með sama sérsvið og milli deilda á sömu stofnun. Meginniðurstaða þessarar könnunar er sú að matsaðferðir sérfræðinga vegna forgangs á biðlistum eru ekki alfarið samræmdar. Reglur um forgangsröðun sjúklinga á biðlistum á sjúkrahúsun- um þremur eru ekki fyrir hendi en þó má þar greina ákveðið mynstur varðandi áhrifaríkustu þætti for- gangsröðunar. E-32. Hvernig afgreiddi landlæknir 1546 kæru- og kvörtunarmál á árunum 1991-1997? Ólafur Ólafsson, Matthías Halldórsson Frá landlœknisembœttinu Sagt verður frá afgreiðslu 1546 kvartana- og kærumála er bárust landlæknisembættinu á árunum 1991-1997. Allflest málin beinast að læknum sér- greinasjúkrahúsanna. I flestum tilfellum voru or- sakirnar meint mistök (48,5%) og meintir sam- skiptaerfiðleikar. Milli 31-37% þessara mála voru staðfest að öllu leyti eða að hluta. Um aðgerðir landlæknis má lesa um í töflu I. Tafla I. Aðgerðir landlæknis vegna kvartana- og kœrumála við málslok 1991-1997. Ábending 25,3% Aðfinnsla 9,9% Áminning 1,5% Annað 2,1% Tillaga um leyfissviptingu 0,2% I vinnslu 3.4% Alls hafa níu læknar verið sviptir Ieyfi til lækn- inga á tímabilinu 1976-1991 og þar af tveir vegna alvarlegra samskiptaerfiðleika. Hlutfallslega hafa fleiri læknar verið sviptir lækningaleyfi á Islandi en í sumum nágrannalöndunum. E-33. Tölvusjúkraskrá í sjúkrahúsum- hverfi á Landspítalanum Halldór Jónsson jr.‘, Ingi S. Ingason2, Jörundur Sveinssoir, Þorsteinn Víglundsson2 Frá 'bœklunarskurðdeild Landspítalans, 'Gagna- lind hf. Inngangur: Tölvuvinnsla sjúkragagna er krafa nútíma heilbrigðisþjónustu. A Landspítalanum hófst tölvuvæðing biðlista og sjúkraskrár bæklun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.