Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 34
394 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 sóknum á öðrum æxlistegundum sem sýndu aukna tjáningu FasL og minnkaða tjáningu Fas. Niður- stöður okkar sýna að tjáning Fas og FasL er ekki breytt í brjóstakrabbameini. V-ll. Litningagreiningar á skammtíma ræktum úr eðlilegum og afbrigðilegum brjóstavef Hilmar Viðarsson, Hildur Júlíusdóttir, Margrét Steinarsdóttir, Helga M. Ögmundsdóttir Frá Rannóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffrceði, litningarannsókna- deild Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði Litningagreining á brjóstakrabbameinsfrumum getur reynst góð forvinna við kortlagningu þeirra gena sem hugsanlega gegna mikilvægu hlutverki í myndun og þroska æxla. Einnig getur eðli breyting- anna bent á líklega atburðarrás í þróun æxlanna. Niðurstöður litningagreininga undanfarinna ára á frumum úr brjóstakrabbameinsvef gefa til kynna verulegan óstöðugleika á nokkrum litningum svo sem nr. 1, 3, 8, 11, 16 og 17. Markmið með þessari rannsókn var annars vegar að greina litninga ekki aðeins í illkynja brjóstavef, heldur einnig í góð- kynja hnútum og eðlilegum brjóstavef og hins veg- ar að kanna hvort mismunandi súrefnisstyrkur hefði áhrif á vöxt hinna mismunandi frumugerða. Efniviðurinn var ferskur vefur úr skurðaðgerðum og ræktun stóð í 7-14 daga. Litningagreining var gerð á óræktuðum sýnum (bein heimta) og í lok ræktunar. Af 19 sýnum úr eðlilegum brjóstavef tókst ræktun í öllum tilvikum vel og af sex sýnum úr góðkynja hnútum tókst ræktun í fimm tilvikum. Þrjátíu og níu sýni bárust úr illkynja brjóstaæxlum og tókst ræktun til Iitningagreininga í 28 tilvikum. Með hverju illkynja vefjasýni fengum við auk þess svo kallað eðlilegt vefjasýni með (normal control) úr sama brjósti. Ræktun á því tókst í 32 tilvikum af 39. Fram að þessu hafa fundist níu klónal breytingar í illkynja æxlissýnum, þrjár í góðkynja hnútum, en engar klónal breytingar í eðlilegum vef. Litninga- breytingar fundust í mun hærra hlutfalli frumna, sem skoðaðar voru úr sýnurn ræktuðum við lægri en 20% súrefnisstyrk og gefa niðurstöður litninga- greiningar því ákveðnar vísbendingar um að súr- efnisstyrkur á ræktunartímanum skipti máli. Einnig virtist sem auðveldara væri að rækta góðkynja heldur en illkynja æxlisvefinn og sáum við þó nokkuð af litningabreytingum í honum. Enn fremur staðfestum við í nokkrum tilvikum litningabreyt- ingar sem samsvara afbrigðilegu útliti frumnanna í rækt. V-12. Áhrif efna úr íslenskum fléttum á illkynja og eðlilegar frumur Helga M. Ögmundsdóttir, Gunnar Már Zoéga, Stefán R. Gissurarson, Kristín Ingólfsdóttir Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffrœði, lyfjafrœði lyfsala, lœknadeild Háskóla Islands Fléttuefnin prótólichesterínsýra úr fjallagrösum (Cetraria islandica), og lóbarínsýra úr grábreysk- ingi (Stereocaulon alpinum) hafa hamlandi verkun á enzýmið 5-lípoxýgenasa sem hvetur myndun á bólgumiðlandi efnum (leuktrienum). 1 þessari rannsókn voru prófuð áhrif prótólichest- erínsýru og lóbarínsýru á vöxt og viðhald ýmissa frumutegunda úr mönnum í rækt. Valdar voru til rannsóknar tvær frumulínur úr brjóstakrabbameini (T-47D og ZR-75-1), ein frumulína úr hvítblæði (K-562), eðlilegar bandvefsfrumur úr fimm ein- staklingum og eðlilegar eitilfrumur úr fjórum ein- staklingum. Frumufjölgun var metin með því að mæla DNA framleiðslu (upptöku á geislamerktu thymidini) og fylgst var með fjölda lifandi frumna (MTS próf) og frumudauða (trypan blátt, smásjár- skoðun). I Ijós kom veruleg hindrun á frumufjölgun allra þriggja illkynja frumulínanna og var prótólichest- erínsýra heldur virkari en lóbarínsýra. Brjósta- krabbameinslínurnar sýndu mest næmi, EDso (skammtur sem hindrar um 50%) var á bilinu 1,1- 24,6 pg/ml fyrir prótólichesterínsýru og 14,5-44,7 pg/ml fyrir lóbarínsýru. Um það bil þrisvar sinnum hærri styrkur olli verulegum frumudauða í K-562 og frumurnar höfðu sjáanleg einkenni um apoptos- is. Hvorugt efnið hafði nein marktæk áhrif á frumu- fjölgun eða líftölu eðlilegra bandvefsfrumna. Svör- un eitilfrumna við mítógenörvun var hindruð með EDmi 8,4 pg/ml (prótósterínsýra) og 24,5pg/ml og við tvöfalt hærri styrk sást 40% frumudauði. Eitilfrumur í hvíld voru mun minna næmar. Þessi EDso gildi eru af sömu stærðargráðu og þau sem hindra lípoxýgenasa virkni og tilgátur eru uppi um að afurðir lípoxýgenasa ferils geti haft hvetj- andi áhrif á vöxt illkynja frumna. Þessi tengsl verða nú könnuð nánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.