Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 54
414 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Ég skil ekki af hverju einn aðili eigi að fá einkaleyfi á þessu sviði, jafnvel þótt hann eigi mikla fjármuni. Það er verið að ganga á rétt annarra, það er ekki hægt að veita einkaleyfi án þess að skerða aðgang annarra. Það er mótsögn í því. En þetta er að sjálfsögðu mín persónulega skoðun.“ Lyfjafyrirtækin þrýsta á - En hvers vegna eru menn þá að þessu? „Drifkraftarnir á bakvið þessa stóru gagna- grunna eru lyfjafyrirtækin. Þau sjá í þessu mik- ið hagræði því það er orðið svo dýrt og flókið að prófa ný lyf og koma þeim á markað. Það gæti verið mikill fengur fyrir þau að komast inn í gagnagrunna heilbrigðiskerfisins og meta áhrif beint þaðan, til dæmis aukaverkanir lyfja, hvaða áhrif þau hafa, svo ekki sé minnst á að fylgjast með aukaverkunum og áhrifum af lyfj- um keppinautanna. Slíkt myndi gefa þeim mik- ið forskot á aðra. En jafnframt hafa fyrirtækin áhyggjur af því að það verði aldrei hægt að samræma upplýs- ingarnar sem eru í gagnagrunninum af þeirri einföldu ástæðu að læknar meta hlutina með misjöfnum hætti. Einn kallar smároða í hálsi hálsbólgu en annar notar ekki það orð nema um sé að ræða bólgna hálskirtla, svo dæmi sé tek- ið. Það er heldur ekkert víst að sjúklingar fari að tilmælum lækna, hluti fólks tekur aldrei lyf sem því eru gefin. Og svo verður að gera ráð fyrir því að ef það spyrst út að sjúkraskrárnar verði notaðar í einhverjum öðrum tilgangi en vaninn er þá geti það haft áhrif á það hvað læknar setja í þessar skrár. Þannig að það eru mörg ljón í vegi þeirra sem ætla að nota dag- lega vinnu heilbrigðisstarfsmanna í stað skipu- lagðra rannsókna og tilrauna. Og margir draga mjög í efa að miðlægur gagnagrunnur af þessu tagi muni gagnast til rannsókna,“ sagði Harald- ur Briem. - ÞH TÖFLUR; C 10 M 03 R 0. Hver tafla inniheldur: Pravastatinum INN, natríumsalt, 20 mg. Ábendingar: Hækkun kólesteróls í blóði, kransæðasjúkdómar og fyrirbyggjandi við kransæðasjúkdómum hjó óhættuhópum með hækkað kólesteról, þegar sérstakt mataræði hefur ekki borið tilætlaðan órangur. Fróbendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf. Lyfið ætti ekki að gefa konum ó bomeignaraldri nema þær noti örugga getnaðarvörn. Virkir lifrarsjúkdómar eða óskýrð langtíma hækkun ó prófunum ó lifrarstarfsemi. Varúð: Pravachol ó ekki að nota ef kólesterólhækkun er vegna hækkunar ó HDL-C eða hjó sjúklingum með kólesterólhækkun vegna fjölskylduerfða. Lifrarstarfsemi: Gera skal prófanir ó lifrarstarfsemi. Sérstakrar varúðar skal gæta hjó sjúklingum þar sem transamínasaþéttni hækkar. Hætta skal meðferð ef viðvarandi verður þreföld hækkun ó alanín aminótransferasa (ALT) og aspartat aminótransferasa (AST) miðað við venjulega þéttni. í klínískri rannsókn fengu 0,5% sjúklinga ó pravastatín meðferð viðvarandi hækkun (meira en þreföld eðlileg efri mörk) ó transamínasa í sermi. Þessi hækkun var ekki tengd klínískum einkennum og einkennum lifrarsjúkdóma og lækkuðu venjulega í fyrri gildi, þegar meðferð var hætt. Gæta skal varúðar þegar pravastatín er gefið sjúklingum með sögu um lifrarsjúkdóma eða mikla ófengisneyslu. Beinagrindarvöðvar: Eins og hjó öðrum HMG-CoA redúktasa blokkurum hefur einstaka sinnum komið fram hækkun ó kreatínfosfókínasaþéttni (CK). Ef um verulega hækkun CK í sermi er að ræða (meira en tíföld eðlileg mörk), eða ef grunur leikur ó vöðvakvilla, er róðlegt að hætta pravastatín meðferð. Örfó tilvik rókvöðvasundrunar (rhabdomyolysis) sem valdið hefur skertri nýrnastarfsemi vegna mikils vöðvarauða í þvagi (myoglobinuria), hafa komið fram. Aukin tíðni vöðvaþrota (myositis) og vöðvakvilla (myopathy) hefur sést hjó sjúklingum sem taka HMG-CoA redkúktasa blokkara, sérstaklega hjó þeim sem hafa fengið ciklosporín (sjó milliverkanir), fibrínsýruafleiður eða nikótínsýru samtímis. Samsett meðferð pravastatíns og fíbrínsýru getur verið gagnleg hjó völdum sjúklingum sem þurfa enn frekari lækkun blóðfitu. En þar sem ekki er hægt að útiloka vöðvakvilla, skal forðast samsetta meðferð pravastatíns og fíbrínsýruafleiða. Meðganga og brjóstagjöf: í dýrarannsóknum hefur ekki komið fram vansköpun ó fóstri. Ekki hefur verið sýnt fram ó öryggi lyfsins ó meðgöngu. Konur ó barneignaraldri eiga að nota örugga getnaðarvörn ó Pravachol meðferð, þar sem kólesteról og önnur efni kólesterólmyndunar eru nauðsynleg fyrir þroska fóstursins. Ekki mó taka HMG-CoA redúktasa blokkara a meðgöngu. Litið magn pravastotíns skilst út í brjóstamjólk. Brjóstagjöf ætti að hætta meðan ó pravastatín meðferð stendur. Aukaverkanir: Pravachol þolist venjulega vel. Aukaverkanir bæði klínískar og þær sem koma fram í rannsóknarprófunum, eru venjulega vægar og ganga til baka. Pravastatín var ekki tengt drermyndun hjó sjúklingum sem voru í klínískri rannsókn í allt að 1 ór eða lengur og ekki í langtíma dýrarannsóknum. Algengar (>?%): Húð: Útbrot. Sjaldgæfar (0,1-1%): Miðtaugakerfí: Höfuðverkur, þreyta. Meltingarfæri: Ógleði, uppköst, niðurgangur. Stoðvefir: Vöðvaverkir, brjóstverkir. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Lifur: Aukið magn lifrarenzýma í blóði. Stoðvefir: Vöðvabólgur. Pravastatín hefur verið gefið með kólestýramíni, kólestípóli, nikótínsýru og próbukóli. Miliiverkanir: Engin klínísk óhrif hafa komið fram í rannsóknum ó milliverkunum. Kólestýramín/kólestípól: Engin veruleg lækkun varð ó aðgengi eða verkun þegar pravastatín var gefið 1 klst. fyrir eða 4 klst. eftir kólestýramín gjöf eða 1 klst. fyrir kólestipól gjöf og venjulega móltíð. Samtímis gjöf leiddi hinsvegar til um það bil 40-50% lækkunar ó aðgengi pravastatíns. Ciklosporín: í nokkrum rannsóknum hefur ciklosporín í plasma verið mælt hjó sjúklingum sem fengu pravastatín og ciklosporín samtímis. Niðurstöður þessara mælinga benda ekki til hækkunar ciklosporíns þéttni sem hefur klínísk óhrif. I einni rannsókn, hækkaði plasmaþéttni pravastatínssjúklingum sem gengist höfðu undir hjartaígræðslu og voru ó ciklosporíni. Ofskömmtun: Meðhöndla skal einkenni, ef of stór skammtur er tekinn inn. Skammtastærðir handa fullorðnum: Áður en Pravachol meðferð hefst, þarf að útiloka aðrar óstæður kólesterólhækkunar og sjúklingar eiga að vera ó kólesteróllitlu mataræði meðan ó meðferð stendur. Að auki, eru læknar hvattir til að kynna sér meðferðaróbendingar sem gefnar hafa verið út hér ó landi. Venjulegir skammtar eru 10-40 mg einu sinni ó dag, að kvöldi fyrir svefn. Hómarksverkun af gefnum skammti næst innan 4 vikna. Þess vegna skal mæla blóðfitu reglulega og ókveða skammta út fró niðurstöðum. Aldraðir og sjúklingar með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi: Klínísk reynsla af notkun lyfsins bendir ekki til þess að breyta þurfi skömmtum fyrir þessa sjúklinga. Eins og við aðra lyfjameðferðir skal byrja ó lógum skömmtum. Blönduð meðferð: Áhrif Pravachol ó heildar- og LDL-kólesteról lækkun eykst þegar það er gefið með gallsýrubindandi resíni. Þegar gallsýrubindandi resín er gefið (t.d. kólestýramín, kólestípól) skal gefa Pravachol annaðhvort 1 klst. eða meira fyrir eða a.m.k. 4 klst. eftir resín gjöfina. Aðgengi pravastatíns breytist ekki ef nikótínsýra, próbukól eða gemfibrózíl er gefið samtímis (sjó varnaðarorð, beinagrindarvöðvar). Sjúklingar sem taka ónæmishindrandi lyf eins og cícklosporín (sjó varnaðarorð, beinagrindarvöðvar) samtímis pravastatíni, skulu hefja meðferðina með 10 mg af pravastatíni ó dag. Skammtinn skal síðan hækka varlega smóm saman. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar og verð í mars 1998: Töflur 20 mg: 28 stk. (þynnupakkað) - kr. 3.967-. Framleiðandi: Bristol-Myers Squibb. Umboðsaðili ó íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabær. [
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.