Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 30
392 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 landi eru 8% brjóstakrabbameinssjúklinga með kímlínubreytinguna 999del5. Fyrri rannsóknir okkar á meinafræði og líffræði- legum þáttum æxla í arfberum 999del5 stökkbreyt- ingarinnar bentu til að líffræðileg hegðun æxlanna væri verri en almennt gerist hjá sjúklingum á sam- bærilegum aldri (1). Einnig benti grófskimun fyrir erfðaefnisbrenglunum (CGH) til marktækt hærri tíðni brenglana í BRCA2 æxlum en æxlum án stökkbreytinga í BRCA2. Tíðni taps á arfblendni reyndist vera marktækt hærri í BRCA2 æxlum á litningum lp, 3p, 6q,I lq, 13q, 17q og 20q (2). Þar sem CGH er gróf aðferð til að skirna allt erfðamengið höfum við kortlagt erfðaefnisbrengl- anir á þessum svæðum nánar með rannsókn á tapi á arfblendni (LOH) með það að markmiði að stað- setja gen sem komið gætu við sögu í æxlisþróun. Búið er að rannsaka 11 litningaarma. Erfðaefnis- brenglanir á litningum 11 p, 11 q, 13q og 17p voru marktækt algengari í BRCA2 æxlum heldur en í sporadískum æxlurn. Erfðaefnisbrenglanir á litn- ingum 9p, 17q og 20q reyndust hins vegar ekki vera marktækt algengari í BRCA2 æxlunum. Niðurstöður okkar falla vel að þeirri kenningu að BRCA2 komi við sögu í viðgerðum erfðaskemmda. Þær benda einnig til mögulegrar staðsetningar gena á litningasvæðum 1 lp,llq og 17p er komi við sögu í æxlisþróun hjá arfberum 999del5 stökkbreyting- arinnar. HEIMILDIR 1. Agnarsson BA, et al. Breast Cancer Res Tr. In press, 1998. 2. Tirkkonen, et al. Cancer Res 1997; 57: 1222-7. V-06. Aðferð við greiningu stökkbreyt- inga í p53 geni brjóstakrabbameinssjúk- linga Hólmfríður Hilmarsdóttir, Sólveig Grétarsdóttir, Jórunn E. Eyfjörð, Laufey Tryggvadóttir, Helga M. Ögmundsdóttir, Hrafn Tulinius Frá Rannsóknastofu Krabbaméinsfélags lslands í sameinda- og frumulíffrœði, Krabbameinsskrá KI Sýnin eru úr sjúklingum úr rannsókninni Tengsl áhættuþátta við stökkbreytingar í p53 geni í brjóstakrabbameinsæxlum og við sýnd stökk- breytinga í BRCAl og BRCA2 genum. Rann- sóknarhópurinn samanstendur af 1200 sjúklingum og 2400 viðmiðum, sem öll eiga svör í heilsubanka, auk upplýsinga um fleiri áhættuþætti sem fást með tengingu við aðra gagnabanka með gagnatengingu (record linkage). Sýnin eru fengin úr paraffínkubbum, sem varð- veittir eru í Dungalssafni. DNA er einangrað úr sýnunum og magnað upp með PCR aðferð. Gerð er P53 stökkbreytingagreining á táknröðum 5-8 með svokallaðri CDGE-aðferð (Constant Denaturant Gel Electrophoresis). Aðferðin byggir á bræðslu- eiginleikum DNA sameindarinnar í pólýakrílamíð- hlaupi sem inniheldur háan styrk eðlissviptandi efna (urea og formamíð). Þau sýni sem sýna breyt- ingu með CDGE-aðferð eru síðan raðgreind til að ákvarða hver stökkbreytingin er. Raðgreiningin er gerð í ALF Express með aðferð sem kennd er við Sanger. Komin eru 140 sýni og er búið að gera CDGE stökkbreytingagreiningu á helmingi tákn- raða í þeim. Einnig er búið að staðfesta stökkbreyt- ingu með raðgreiningu í átta sýnum af 14, sem sýnt hafa breytingu með CDGE-aðferð. V-07. P53 og óstöðugleiki erfðaefnisins Stefán Sigurðsson, Sigríður K. Böðvarsdóttir, Margrét Steinarsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Helga M. Ögmundsdóttir, Kesara Anamthawat- Jónsson, Jórunn E. Eyfjörð Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffrœði, Rannsóknastofu land- búnaðarins, litningarannsóknadeild Rannsókna- stofu Háskólans í meinafrœði, Líjfrœðistofnun Há- skóla Islands Stökkbreytingar í p53 krabbameinsbæligeninu eru þær algengustu sem þekktar eru í krabbamein- um. Fruma án virks p53 prótíns getur ekki brugðist við skemmdum á erfðaefninu með því að stöðva frumuna í frumuhringnum. Hún getur heldur ekki örvað DNA viðgerð eða stýrðan frumudauða og því aukast líkur á því að DNA skemmdir festist í sessi sem eykur líkur á því að æxlismyndun verði. í fyrri rannsóknum hjá Krabbameinsfélaginu hef- ur verið sýnt frarn á að brjóstaæxli sem hafa stökk- breytingar í p53 hafa mun óstöðugra erfðaefni heldur en æxli sem ekki hafa breytingu í geninu en hingað til hefur ekki verið sýnt fram á bein tengsl. Þróuð var aðferð til þess að greina p53 prótínið með flúrskinsmerktu mótefni og þráðhaft litnings 17 með FISH (fluorescence in situ hybridization) í sama kjarnanum. Aðferðin var síðan notuð til þess að meta óstöðugleika erfðaefnisins í brjóstaæxlis- frumum sem hafa stökkbreytingu í p53 í saman- burði við frumur í sama æxli sem ekki hafa stökk- breytingu í geninu. Niðurstöður rannsóknanna sýna að þær frumur sem hafa stökkbreytingu í p53 hafa tölfræðilega marktækt fleiri litninga númer 17 greinda með þráðhaftssértækum þreifara heldur en frumur í sama æxli án stökkbreytinga í geninu. Það eru því raunverulega p53 stökkbreyttu frumurnar sem valda þeirn óstöðugleika sem sést í brjóstakrabba- meinsæxlum. V-08. P53 prótíntjáning í sjúkri og eðli- legri munnslímhúð Álfheiður Ástvaldsdóttir, Peter Holbrook, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Helga M. Ögmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.