Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 76

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 76
434 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðissviöi 1. gr. Heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra skipar sjö manna Vísindasiða- nefnd til fjögurra ára í senn, til að fjalla um vísindarannsóknir á heil- brigðissviði. Sex nefndarmanna skulu skipaðir eftir tilnefningu eftir- talinna aðila: læknadeildar Háskóla Islands, Siðfræðistofnunar Háskóla íslands, lagadeildar Háskóla Islands, Líffræðistofnunar Háskóla Islands, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélags íslands. Einn skal skipaður af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra án tilnefningar og skal hann vera formaður. Varamenn skulu tilnefndir af sömu aðilum. 2. gr. A Ríkisspítölum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri skulu starfa þverfag- legar siðanefndir skipaðar af stjórn- um viðkomandi sjúkrahúsa. Innan heilsugæslunnar skal starfa fimm manna siðanefnd, sem skipuð skal af heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra til fjögurra ára í senn. Tveir nefndarmanna skulu skipaðir sam- kvæmt tilnefningu Landssamtaka heilsugæslustöðva, einn samkvæmt tilnefningu læknadeildar Háskóla Is- lands, einn samkvæmt tilnefningu Siðfræðistofnunar Háskóla Islands og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður. Varamenn skulu til- nefndir af sömu aðilum. 3. gr. Siðanefndir sjúkrahúsa skulu meta áætlanir um vísindarannsóknir sem gera á innan viðkomandi sjúkrahúsa. A sama hátt skal siðanefnd heilsu- gæslunnar meta áætlanir um rann- sóknir sem gera á innan heilsugæsl- unnar. Siðanefndir samkvæmt 2. gr. skulu senda Vísindasiðanefnd niður- stöður sínar. Vfsindasiðanefnd skal meta fjöl- þjóðlegar rannsóknir og aðrar áætl- anir um vísindarannsóknir. sem ekki falla undir verksvið siðanefnda sam- kvæmt 2. gr. Beiðni um mat skal fylgja ná- kvæm rannsóknaráætlun ásamt öðr- um gögnum samkvæmt nánari ákvörðun Vísindasiðanefndar. Vísindasiðanefnd og siðanefndir geta kallað sérfræðinga til ráðuneyt- is þegar þörf krefur. 4. gr. Með vísindarannsókn er átt við rannsókn sem gerð er til að auka við þekkingu sem gerir meðal annars kleift að bæta heilsu og lækna sjúk- dóma. Mat Vísindasiðanefndar, eða siða- nefndar samkvæmt 2. gr., á vísinda- rannsókn verður að hafa leitt í Ijós að engin vísindaleg og siðfræðileg sjón- armið mæli gegn framkvæmd henn- ar. Óheimilt er að framkvæma vís- indarannsókn á mönnum nema hún hafi áður hlotið samþykki siðanefnd- ar samkvæmt 2. gr. eða Vísindasiða- nefndar samkvæmt 1. gr. Þátttakandi skal fyrirfram sam- þykkja með formlegum hætti þátt- töku í vísindarannsókn. Aður en slíkt samþykki er veitt skal gefa honum ít- arlegar upplýsingar um vísindarann- sóknina, áhættu sem henni kann að fylgja og hugsanlegan ávinning og í hverju þátttakan er fólgin. Upplýs- ingarnar skulu gefnar á þann hátt að þátttakandi geti skilið þær. Þátttak- anda skal gerð grein fyrir því að hann geti hafnað þátttöku í vísinda- rannsókn og hann geti hvenær sem er hætt þátttöku eftir að hún er hafin. 5. gr. Aðgangur að sjúkraskrám vegna vísindarannsóknar er óheimill nema rannsóknin hafi áður hlotið sam- þykki tölvunefndar, samanber 30. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og sam- þykki siðanefndar samkvæmt 2. gr. eða Vísindasiðanefndar. Vísindarannsókn á lífsýnum úr mönnum er óheimil nema rannsókn- in hafi áður hlotið samþykki siða- nefndar samkvæmt 2. gr. eða Vís- indasiðanefndar samkvæmt 1. gr. Um skráningu og vinnslu persónu- upplýsinga gilda ákvæði laga um skráningu og meðferð persónuupp- lýsinga nr. 121/1989. 6. gr. Ráðherra setur Vísindasiðanefnd samvkæmt 1. gr. starfsreglur að fengnum tillögum hennar og skulu þær jafnframt gilda um starf siða- nefnda samkvæmt 2. gr. eftir því sem við á. Reglurnar skulu vera í sam- ræmi við Ráðleggingar ráðherra- nefndar Evrópuráðsins til aðildar- ríkjanna, Helsinki-yfirlýsingu Al- þjóðafélags lækna: Ráðleggingar til leiðbeiningar fyrir lækna um læknis- fræðilegar vísindarannsóknir á mönnum og Alþjóðlegum siðfræði- legum ráðleggingum um læknis- fræðilegar vísindarannsóknir á mönnum. Reglur varðandi stýrðar lyfjapróf- anir á mönnum skulu vera í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 284/1986 um klínískar rannsóknir á lyfjum og leiðbeiningum um góða klíníska hætti við lyfjaprófanir sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Ráðherra getur sett nánari reglur um mat á sértækum rannsóknum svo sem erfðarannsóknum. 7. gr. Heimilt er að kæra niðurstöðu siðanefndar samkvæmt 2. gr. til Vís- indasiðanefndar. 8. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 29. gr., samanber 4. mgr. 2. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið, 4. júlí 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.