Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 417 fari í svona gagnagrunn nema til ákveðinna nota. í lagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að leitað sé eftir heimild hjá sjúklingum tii notkunar á gögnum um þá. Þar með hafa sjúk- lingar heldur ekki rétt til þess að neita því að gögn um þá fari inn í gagnagrunninn. Ég tel að það séu sjálfsögð mannréttindi að fólki geti neitað því. Þess ber líka að gæta að verði brotalöm á trúnaðarsambandi læknis og sjúklings er ekki svo auðvelt að byggja trúnaðartraustið upp aft- ur. Ef svo færi að brestur kæmi í öryggi gagna- grunnsins og eitthvað læki út úr honum, sem er ekki mjög ósennilegt að gæti gerst, þá er það alveg víst að það er verr af stað farið en heima setið. Trúnaðartraustið er grundvöllur allrar lækn- ismeðferðar og sjúklingur verður að geta treyst því að veiti hann lækni viðkvæmar upplýsingar þá sendi læknirinn þær ekki eitthvað annað án þess að sjúklingurinn viti af því. Þess vegna lít ég þannig á, að hafi ég undir höndum slíkar upplýsingar þá sé mér ekki heimilt að framselja þær.“ - Frumvarpið gerir ráð fyrir því að þessar upplýsingar séu framseldar. En er hægt að skylda lækna til að láta þær af hendi? „Ég held að það hljóti að vera lagalega mjög vafasamt, en ég er þegar búinn að tjá mig um siðferðilegu hliðina.“ Á skjön við stjórnarskrána? - Getur það ekki haft áhrif á trúnaðarsam- bandið að sá möguleiki sé fyrir hendi að sjúkra- skýrslan sem verður til í samskiptum læknis og sjúklings fari inn í svona gagnagrunn? Hefur það ekki áhrif á það hvað læknirinn setur í skýrsluna? „Það held ég að liggi alveg ljóst fyrir. Reyndar hefur orðið nokkur umræða um það, áður en þessi miðlægi gagnagrunnur kom til sögunnar, hvort ekki kæmi til greina að skrá sumar upplýsingar annars staðar en í sjúkra- skrána. Niðurstaðan úr því var sú að það væri ekki hægt því allar upplýsingar sem fram kæmu í viðskiptum læknis og sjúklings væru hluti af sjúkraskránni, hvort sem þær væru skráðar eða ekki. Þess vegna skapar þetta veru- leg vandamál fyrir sjúkraskrána sem slíka.- Það er reyndar þegar þekkt að læknar láta vera að skrá mjög viðkvæmar upplýsingar.“ - En hafa nýsett lög um réttindi sjúklinga ekki nein áhrif á þessi samskipti? „Nú er ég ekki lögfróður maður svo ég á erfitt með að tjá mig um þá hlið. Hins vegar held ég að það sé alveg ljóst að frumvarpið um gagnagrunn á heilbrigðissviði stangist á við lögin um réttindi sjúklinga. Það er svo lög- fræðilegt úrlausnarefni að ákveða hvor lögin yrðu rétthærri. Það kæmi mér heldur ekki á óvart að sum ákvæði þessa frumvarps stangist á við mann- réttindaákvæði stjórnarskrárinnar og lög um vemdun persónuupplýsinga. Ég held að það sé mjög erfitt að líta svo á að þær upplýsingar sem færu inn á þennan gagnagrunn séu ekki per- sónuupplýsingar vegna þess að þetta eru upp- lýsingar um persónur og ef það á að tengja þær við erfðafræðilegar upplýsingar úr ættfræðifor- ritum verður of auðvelt að rekja sig þar á milli. Ég sé ekki að hægt sé að halda því fram að full- komin persónuleynd ríki um slíkar upplýsingar svo löggjöfin um persónuvernd og mannrétt- indi hlýtur að gilda um þennan gagnagrunn og þær upplýsingar sem skráðar eru inn á hann eins og um aðra hluti.“ Á ríkið þessar upplýsingar? - Með lögunum um réttindi sjúklinga var eignarrétturinn á sjúkraskýrslum afnuminn. Það á enginn þessar skýrslur lengur en heil- brigðisstéttum og stofnunum ber að varðveita þær og gæta þeirra. Veldur þetta ekki nokkrum vanda hér? „Þama er aftur komið að lögfræðilegu álita- efni sem gaman væri að fá úrskurð þar til bærra manna um. En einhvern veginn fínnst mér að það liggi beint við að fyrst eignarréttur þeirra sem safna upplýsingunum hefur verið afnum- inn þá hljóti þær að vera eign þeirra sem gefa upplýsingarnar. Mér finnst í það minnsta mjög erfitt að líta svo á að Heilbrigðisráðuneytið eða íslenska ríkið eigi persónuupplýsingar um þegna sína.“ Einar vildi í lokin taka fram að andstaða Sið- fræðiráðs Læknafélags Islands gegn frumvarp- inu byggðist á hreinum siðfræðilegum rökum og hefði alls ekkert með peninga eða atvinnu- hagsmuni að gera. Hann vildi jafnframt benda á, að margir ís- lenskir læknar ynnu nú þegar að vel skilgreind- um verkefnum með Islenskri erfðagreiningu og vildu eflaust halda því áfram. - ÞII
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.