Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 381 Samtök um krabbameinsrannsóknir á íslandi Önnur ráðstefna 20.-21. mars 1998 í samvinnu við Rannsóknastofu Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði í tilefni 10 ára afmælis Rannsóknastofunnar Ágrip erinda og veggspjalda E-01. Nýgengi mesóþelíóma á íslandi 1965-1995 Vilhjálmur Rafnsson, Kristrún R. Benediktsdóttir Frá Rannsóknastofu í heilbrigðisfrœði Háskóla ís- lands, atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins, Rannsóknastofu Háskólans í meinafrceði Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa nýgengi illkynja mesóþelíóma á íslandi 1965- 1995, en illkynja mesóþelíóma er talin vísbending um liðna asbestmengun meðal íbúahópsins. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir vefjasvör og krufningaskýrslur og öll sýni frá sjúklingum með vefjagreininguna illkynja mesóþelíóma, sem tilkynnt höfðu verið til Krabbameinsskár voru end- urskoðuð. Nýgengi var reiknað á grunni fjölda til- fella og meðalfjölda karla og kvenna á hverju ári. Úr Hagskýrslum íslands fengust upplýsingar um innflutning eftir tollflokkum á vörum, sem meðal annars innihalda asbest. Niðurstöður: Tuttugu sjúklingar fundust með vefjagreininguna illkynja mesóþelíóma, sjö konur og 13 karlar. Á tímabilinu 1980-1995 var árlegt ný- gengi 0,75 á hver 100 þúsund karla en 0,27 á hver 100 þúsund kvenna. Nýgengi virðist hafa hækkað á síðustu 30 árum. Hjá átta af 20 með illkynja mesóþelíóma eru skráð önnur dánarmein í dánar- meinaskrá. Mikið dró úr innflutningi á vörum í toll- flokkum þar sem asbest var nefnt eftir að asbest- bann var sett, en virðist síðan hafa aukist aftur frá 1990. Ályktanir: Nýgengi illkynja mesóþelíóma virð- ist hækkandi hér á landi og bendir það ekki til að farið sé að draga úr áhrifum liðinnar asbestmeng- unar, enda svo stutt síðan notkun asbests minnkaði að þess er vart að vænta. Nýgengið er svipað hér og gerist í Finnlandi, en lægra en fundist hefur í Nor- egi og Bandaríkjunum. Lagt er til að læknar kynni sér hvort sjúklingar með krabbamein hafa orðið fyrir mengun í vinnu eða annars staðar, sem hugs- anlega tengist sjúkdómnum. E-02. Ristilkrabbamein á íslandi 1955- 1989. Afturvirk rannsókn á tíðni, vefja- gerð og staðsetningu Lárus Jónasson, Jón Gunnlaugur Jónasson, As- geir Theódórs, Þorvaldur Jónsson, Jónas Magnús- son, Jónas Hallgrímsson Frá Rannsókastofu Háskólans í meinafræði, hand- og lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, hand- lœkningadeild Landspítalans Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna öll ristilkrabbamein frá 1955-1989, eða í 35 ár, með tilliti til tíðni, vefjagerðar og staðsetningar og tengsl þessara þátta við aldur og kyn. Einnig voru kannaðar breytingar á þessum þáttum á tíma- bilinu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla sjúklinga sem greindust með ristilkrabbamein á þessu tímabili voru fengnar frá Krabbameinsskrá KI og vefjasýni, -beiðnir og -svör fengust hjá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og meina- fræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Æxlin voru endurflokkuð samkvæmt WHO flokk- unarkerfinu og upplýsingar um staðsetningu æxl- anna fengust á vefjarannsóknarbeiðnum og/eða úr lýsingum í vefjasvörum eða krufningarskýrslum. Niðurstöður: Alls voru upplýsingar um 1264
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.