Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 19

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 381 Samtök um krabbameinsrannsóknir á íslandi Önnur ráðstefna 20.-21. mars 1998 í samvinnu við Rannsóknastofu Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði í tilefni 10 ára afmælis Rannsóknastofunnar Ágrip erinda og veggspjalda E-01. Nýgengi mesóþelíóma á íslandi 1965-1995 Vilhjálmur Rafnsson, Kristrún R. Benediktsdóttir Frá Rannsóknastofu í heilbrigðisfrœði Háskóla ís- lands, atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins, Rannsóknastofu Háskólans í meinafrceði Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa nýgengi illkynja mesóþelíóma á íslandi 1965- 1995, en illkynja mesóþelíóma er talin vísbending um liðna asbestmengun meðal íbúahópsins. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir vefjasvör og krufningaskýrslur og öll sýni frá sjúklingum með vefjagreininguna illkynja mesóþelíóma, sem tilkynnt höfðu verið til Krabbameinsskár voru end- urskoðuð. Nýgengi var reiknað á grunni fjölda til- fella og meðalfjölda karla og kvenna á hverju ári. Úr Hagskýrslum íslands fengust upplýsingar um innflutning eftir tollflokkum á vörum, sem meðal annars innihalda asbest. Niðurstöður: Tuttugu sjúklingar fundust með vefjagreininguna illkynja mesóþelíóma, sjö konur og 13 karlar. Á tímabilinu 1980-1995 var árlegt ný- gengi 0,75 á hver 100 þúsund karla en 0,27 á hver 100 þúsund kvenna. Nýgengi virðist hafa hækkað á síðustu 30 árum. Hjá átta af 20 með illkynja mesóþelíóma eru skráð önnur dánarmein í dánar- meinaskrá. Mikið dró úr innflutningi á vörum í toll- flokkum þar sem asbest var nefnt eftir að asbest- bann var sett, en virðist síðan hafa aukist aftur frá 1990. Ályktanir: Nýgengi illkynja mesóþelíóma virð- ist hækkandi hér á landi og bendir það ekki til að farið sé að draga úr áhrifum liðinnar asbestmeng- unar, enda svo stutt síðan notkun asbests minnkaði að þess er vart að vænta. Nýgengið er svipað hér og gerist í Finnlandi, en lægra en fundist hefur í Nor- egi og Bandaríkjunum. Lagt er til að læknar kynni sér hvort sjúklingar með krabbamein hafa orðið fyrir mengun í vinnu eða annars staðar, sem hugs- anlega tengist sjúkdómnum. E-02. Ristilkrabbamein á íslandi 1955- 1989. Afturvirk rannsókn á tíðni, vefja- gerð og staðsetningu Lárus Jónasson, Jón Gunnlaugur Jónasson, As- geir Theódórs, Þorvaldur Jónsson, Jónas Magnús- son, Jónas Hallgrímsson Frá Rannsókastofu Háskólans í meinafræði, hand- og lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, hand- lœkningadeild Landspítalans Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna öll ristilkrabbamein frá 1955-1989, eða í 35 ár, með tilliti til tíðni, vefjagerðar og staðsetningar og tengsl þessara þátta við aldur og kyn. Einnig voru kannaðar breytingar á þessum þáttum á tíma- bilinu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla sjúklinga sem greindust með ristilkrabbamein á þessu tímabili voru fengnar frá Krabbameinsskrá KI og vefjasýni, -beiðnir og -svör fengust hjá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og meina- fræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Æxlin voru endurflokkuð samkvæmt WHO flokk- unarkerfinu og upplýsingar um staðsetningu æxl- anna fengust á vefjarannsóknarbeiðnum og/eða úr lýsingum í vefjasvörum eða krufningarskýrslum. Niðurstöður: Alls voru upplýsingar um 1264

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.