Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 84
442
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Útlimir: olnbogi, framhandleggur og hönd,
hné, fótleggur og fótur
Fjóröa og síðasta námskeiöiö í ortópedískri medisín verður haldiö aö Reykjalundi 28.-
31. maí næstkomandi. Aöalkennari verður sem fyrr Bernt Ersson læknir frá Gávle og meö
honum kemur nú Lars Höglund stoðtækjasmiður. Sem fyrr veröur farið í lífeðlisfræði og
bíomekanik, en aðaláhersla lögð á meðferð. Á þessu námskeiði verður lögð megináhersla
á neðri útlimi með sérstakri áherslu á fætur, hreyfimynstur og ganggreiningu (gángana-
lys). Þá verður þriðja deginum sérstaklega varið í að skoða vandamál, sem mögulega er
hægt að lagfæra með réttum (ekki sérsmíðuðum!) fótabúnaði. Síðasta daginn (valfrjálst)
verður fjallað um prófun og val á skóm.
Námskeiðið er ætlað læknum og sjúkraþjálfurum, en sem fyrr verður fjöldi þátttakenda
takmarkaður.
Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Magnúsi Ólasyni lækni á Reykjalundi, s. 566
6200 og Óskari Reykdalssyni lækni á Heilsugæslustöðinni á Selfossi s. 482 1300.
Tóbaksvarnir - heilbrigt þjóðfélag
Hlutverk heilbrigðisstarfsmanna í tóbaksvörnum
Ráðstefna á vegum Heilbrigðisstofnunarinnar Egilsstöðum og Krabbameinsfélags Hér-
aðssvæðis.
Staður: Menntaskólinn á Egilsstöðum.
Tímasetning: 21.-22. ágúst 1998.
Markhópur: íslenskir læknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar, Ijósmæður og aðrir heil-
brigðisstarfsmenn.
Tungumál ráðstefnunnar: íslenska og enska.
Dagskrá ráðstefnunnar verður augjýst nánar síðar, en upplýsingar veitir Auður Ingólfsdótt-
ir í ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu íslands, sími: 562 3300, netfang: auduri@itb.is
Heilsugæslulæknir
Staða heilsugæslulæknis við heilsugæslusvið Heilbrigðisstofnunarinnar Selfossi er laus til
umsóknar.
Umsækjendur skulu hafa viðurkenningu sem sérfræðingar í heimilislækningum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendast framkvæmdastjóra
Heilbrigðisstofnunarinnar Selfossi, v/Árveg, 800 Selfoss, fyrir 1. júní næstkomandi.
Allar nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri og yfirlæknir heilsugæslusviðs í síma 482
1300.
Heilbrigðisstofnunin Selfossi