Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 423 lagslýsing sem að mati tölvunefndar tryggir á full nægjandi hátt: - öryggi við söfnun og meðferð heilsufars- upplýsinga og annarra upplýsinga sem þar eru skráðar, - að heilsufarsupplýsingar og aðrar upplýs- ingar sem safnað er til skráningar í gagna- grunni á heilbrigðissviði séu fyrir skráningu í gagnagrunninum aftengdar persónugreindum eða persónugreinanlegum einstaklingum, - að við samtengingu og úrvinnslu í gagna- grunninum á heilsufarsupplýsingum og öðrum upplýsingum sem þar eru skráðar verði ekki unnt að tengja þær persónugreindum eða per- sónugreinanlegum einstaklingi. 4. Að kerfisbundin skráning og úrvinnsla heilsufarsupplýsinga sé framkvæmd eða henni stjórnað af fólki með sérmenntun á sviði heil- brigðisþjónustu. 5. Að starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðis- sviði verði haldið aðskilinni frá annarri starf- semi starfsleyfishafa. Heimilt er að tímabinda starfsleyfi og að binda það skilyrðum í samræmi við ákvæði laga þessara. Heilbrigðisráðherra getur ákveðið gjald er greiða skal fyrir veitingu starfsleyfis til að mæta kostnaði við undirbúning og útgáfu leyf- is. II. KAFLI Heimild til skráningar. 4. gr. Aðila, sem fengið hefur starfsleyfi sam- kvæmt lögum þessum, skal heimil söfnun heilsufarsupplýsinga til skráningar í gagna- grunni á heilbrigðissviði, enda sé við söfnun og skráningu þeirra fylgt þeim skilyrðum sem tölvunefnd metur nauðsynleg. Slíkar upplýs- ingar skulu fyrir skráningu í gagnagrunninum aftengdar persónugreindum eða persónugrein- anlegum einstaklingum, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 3. gr. Tölvunefnd skal hafa eftirlit með því að framangreind skilyrði séu uppfyllt. Um aðgang starfsleyfishafa að áður skráðum upplýsingum fer skv. 5. gr. Um kerfisbundna skráningu upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði fer að öðru leyti samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. III. KAFLI Aðgangur að áður skráðum upplýsingum. 5. gr. Heimilt er að veita starfsleyfishafa sam- kvæmt lögum þessum leyfi til aðgangs að upp- lýsingum úr sjúkraskrám og öðrum heilsufars- upplýsingum sem skráðar hafa verið hjá þar til bærum aðilum til flutnings í gagnagrunna á heilbrigðissviði. Við meðferð skráa, annarra gagna og upplýsinga skal fylgt þeim skilyrðum sem tölvunefnd metur nauðsynleg hverju sinni. Slíkar upplýsingar skulu aftengdar persónu- greindum eða persónugreinanlegum einstak- lingum, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 3. gr., fyrir flutn- ing í gagnagrunn. Heilbrigðisráðherra veitir leyfi til aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrám og öðrum heilsufarsupplýsingum. Aðgangur skal þó jafn- framt háður samþykki viðkomandi heilbrigðis- stofnunar eða heilbrigðisstarfsmanns sem þær hefur skráð á eigin starfsstofu. Heilbrigðisráðherra getur ákveðið að tiltek- inn starfsleyfishafi samkvæmt lögum þessum hafi í tiltekinn tíma, sem ekki má þó vera lengri en 12 ár, einn starfsleyfishafa leyfi til aðgangs að tilteknum heilsufarsupplýsingum frá nánar tilgreindum aðilum til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Slíkt skal þó í engu takmarka aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám, sam- kvæmt lögum um réttindi sjúklinga, vegna vís- indarannsókna, né aðgang að upplýsingum til skýrslugerðar um heilbrigðismál og útgáfu heilbrigðisskýrslna lögum samkvæmt eða ann- arra lögákveðinna verkefna stjórnvalda. Við aðgang starfsleyfishafa að áður skráðum persónuupplýsingum, til flutnings í gagna- grunn á heilbrigðissviði, skal að öðru leyti fara samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. 6. gr. I umsókn um starfsleyfi skv. 5. gr. skal koma skýrt fram hver tilgangur sé með öflun leyfis. Umsókn skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um starfssvið og verkáætlun umsækjanda og önnur atriði samkvæmt nánari ákvörðun heilbrigðis- ráðherra. Leyfi skv. 5. gr. skal vera tímabundið. Heim- ilt er að binda það skilyrðum um verktilhögun og verkframvindu. Heilbrigðisráðherra getur ákveðið gjald er greiða skal fyrir veitingu leyfis skv. 5. gr. til að mæta kostnaði við undirbúning og útgáfu þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.