Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 72
430 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Dreifibréf landlæknisembættisins nr. 2/1998 Smitandi heilahimnubólga Læknar barnadeildar Land- spítalans hafa vakið athygli á því að talsvert hafi borið á heila- himnubólgu af völdum baktería það sem af er þessu ári. Greinst hafa samtals sjö slík tilfellli, þar af fjögur af völdum men- ingókokka af gerð C og eitt af Hemophilus influenzae af gerð F (sjúkdómur af völdum II. influ- enzae af gerð b hefur ekki greinst á undanförnum árum sem skýra má með árangursríkri bólusetningu gegn honum). Ekki tókst að greina orsök í hinum til- fellunum. Einn sjúklinganna lést. Á þessu stigi málsins er ekki um farsótt að ræða en fjöldi tilfellanna undirstrikar þó að á Islandi er og hefur verið há- staðsótt (hyperendemia) af völd- um meningókokka. Því er nauðsynlegt að brýna fyrir læknum og hjúkrunarfræð- ingum að halda vöku sinni fyrir heilahimnubólgu af völdum baktería. Minnt er á eftirfarandi: Ungabörn veikjast oft með ósértækum einkennum eins og minnkaðri meðvitund, ertingu, höfnun á fæðu, ógleði eða niður- gangi og hita. Sértæk einkenni eru hnakkastífleiki eða bungun á fontanellu ef hún er opin og punktblæðingar eða marblettir sem lýsast ekki ef beitt er þrýst- ingi á þær. Síðkomin einkenni eru hátóna skrækir, meðvitund- arleysi, höfuð fett aftur, lost og útbreiddir marblettir og blæðing- ar í húð. Ósértæk einkenni eldri barna eru ógleði, hiti, bak- og liðverkir og höfuðverkur. Sértæk einkenni eru hnakkastífleiki, ljósfælni, ruglástand og punktblæðingar eða marblettir. Síðkomin ein- kenni eru meðvitundarleysi, lost og útbreiddar blæðingar í húð. Lögð er áhersla á að heila- himnubólga eða blóðsýklun skuli alltaf vera mismunagrein- ing hjá barni með óútskýrðan hita og áberandi veikindi. Hnakkastífleiki er ekki alltaf til staðar og er því mikilvægt að líta eftir húðblæðingum eða mar- blettum. Ef saman fer hiti og húðblæðingar þarf sjúklingur að komast á spítala án tafar. Ef ein- hver töf er á því að sjúklingur komist á spítala þarf að hefja meðferð með sýklalyfi (ceftríax- ón) strax. Fyrirbyggjandi meðferð Ef um meningókokkasjúkdóm er að ræða er mælt með fyrir- byggjandi meðferð til handa þeim sem hafa búið á sama heimili dagana fyrir veikindi sjúklingsins eða hafa umgengist sjúkling náið síðustu 10 dagana fyrir veikindin. Það skal sérstak- lega tekið fram að starfsfólk sjúkrahúsa sem sinnir sjúkling- um með meningókokkasjúkdóm er ekki talið í sérstakri áhættu nema að það hafi beitt munn- við-munn aðferð eða hafi orðið fyrir greinilegum úða frá vitum sjúklings. Lyf sem notuð eru í forvarnar- skyni fyrir börn eru rífampicín lOmg/kg/dag, gefið í tveimur jöfnum skömmtum um munn í tvo daga, þó mest 600mg x2 eða ceftríaxón 125mg í vöðva xl og fyrir fullorðna rífampicín 600mg um munn x2 í tvo daga eða cí- prófloxacín 500mg um munn xl eða ceftríaxón 250mg í vöðva x 1 (ceftríaxón er eina lyfið sem er ráðlagt fyrir ófrískar konur). Til er bóluefni sem er virkt gegn meningókokkum af gerð A, C, Y og W135. Þau valda mótefna- myndun á 10-14 dögum eftir bólusetningu hjá öllum eldri en tveggja ára. Þessi mótefni eru talin endast í þrjú til fimm ár. Ef sjúklingur veikist af men- ingókokkum af gerð A eða C er rétt að gefa öllum þeim, sem ástæða er til að meðhöndla með sýklalyfi, bóluefnið. Ákvörðun um fjöldabólusetningu er tekin í samráði við sóttvarnalækni. Nánari upplýsingar um fyrir- byggjandi meðferð gegn men- ingókokkasjúkdómi er að finna á vefsíðu sýkladeildar Landspítal- ans: http://www.rsp.is/syklafr/ handbok/mkokkar.htm Gert í samráði við lækna barnadeildar og sýkladeildar Landspítalans. Sóttvarnalæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.