Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 413 - En frumvarpið tekur ekki á þessu, í athuga- semdum með því segir að ekki hafi þótt fært að gera kröfu um að einkaleyfishafi láti af allri annarri starfsemi heldur einungis að hann haldi henni aðskildri frá gagnagrunninum. „Já, tölvunefnd mun leggja áherslu á það í urnsögn sinni að slík starfsemi fari ekki fram innan sömu veggja. Það fer ekki saman að vera að vinna með ópersónubundnar upplýsingar og reka samhliða klíníska rannsóknastofu, með beinum samskiptum við sjúklinga. Það er mjög erfitt að halda slíku aðskildu.“ Stórar spurningar, fátt um svör - I vetur kom upp mál hjá íslenskri erfða- greiningu þegar tölvunefndarmenn fundu þar upplýsingar sem ekki áttu að vera þar. Vekur það ekki spurningar um hvort hægt verði að tryggja gagnaverndina? „Svo ég reki það mál stuttlega þá var það í eftirlitsferð hjá tölvunefnd að í ljós kom að í fyrirtækinu voru upplýsingar sem ekki áttu að vera þar. Niðurstaðan varð sú að hér væri um einhvern misskilning að ræða og tölvunefnd fyrirskipaði að þessari skrá skyldi eytt en hún innihélt nöfn og kennitölur í tengslum við mjög viðkvæmar persónuupplýsingar. Það var gert og síðan var beðið með nýtt starfsleyfi þangað til búið var að semja nýjar verklagsreglur sem voru alveg ótvíræðar. Þetta mál sýnir að slysin geta gerst. Og ef það gerist einu sinni þá er búið að opna fyrir allt. Slíkt má aldrei gerast en á tólf ára einka- leyfistíma getur ýmislegt farið úrskeiðis. Við í tölvunefnd stöndum frammi fyrir þessum stóru spurningum og við þeim eru í raun engin svör fundin enn.“ - Það hefur verið talað um að tölvunefnd væri illa búin til þess að takast á hendur eftirlit með svona umfangsmikilli tölvuskráningu. Nefndarmenn eru í fullu starfi annars staðar og sinna eftirliti í hjáverkum. „Við höfum að vísu starfsmann til þess að sinna eftirliti og halda utan um dulkóðanir á gögnum, en þetta er greinilega svo viðamikið að eins og málum er háttað í dag er aðstaðan al- gerlega ófullnægjandi. Þetta er dýrt og sú leið hefur verið farin að láta þann sem eftirlitinu sætir borga fyrir það. Ég tel það óheppilegt, eft- irlitsmenn eiga að vera á launum hjá tölvu- nefnd en ekki sérleyfishafanum. Það gætu komið upp hagsmunaárekstrar þótt hingað til hafi allt gengið vel. En þetta er svo stórt í snið- um og upplýsingarnar svo viðkvæmar að við hljótum að gera kröfu til þess að starfsaðstaða nefndarinnar verði bætt.“ Hætta á stórslysi - En hver er í rauninni munurinn á því að skrá allar upplýsingar í einn miðlægan gagna- grunn og núverandi ástandi þar sem sjúkraskrár eru á tölvum uni allt land? „Ég hef stundum líkt þessu við sprengiefni, maður geymir það ekki allt í kjallaranum hjá sér heldur dreifir því um. Með þeim hætti verð- ur bara smáhvellur þótt slys hendi, en ef það er allt á einum stað verður hvellurinn þvílíkur að húsið hrynur og afleiðingamar verða eftir því. Það hefur verið stefna heilbrigðisyfirvalda að gagnagrunnar eigi að vera dreifðir, sjúkra- skýrslur hafi að geyma svo viðkvæmar upplýs- ingar að ef þær væru allar á einum stað og jafn- vel hægt að tengja þær við aðrar skrár og vinna með þær á kerfisbundinn hátt, þá væri mikil hætta á stórslysi. Það væri hægt að kortleggja allan lífsstíl einstaklinga og jafnvel sjá hluti í lífi þeirra sem þeir gera sér enga grein fyrir sjálfir.“ - En er til einhver pottþétt aðferð til þess að koma algerlega í veg fyrir að slík slys eigi sér stað? „Nei, og þess vegna reynum við að hafa kerfið þannig að ef óhöpp eða lögbrot eiga sér stað verði skaðinn sem minnstur. En með frum- varpinu er verið að búa til kerfi sem gæti vald- ið mjög miklum skaða.“ Óþarft frumvarp „Margir eru þeirrar skoðunar - og ég tilheyri þeim hópi - að þetta frumvarp sé með öllu óþarft vegna þess að núgildandi lög og reglur gera mönnum kleift að fá svona upplýsingar. Nú er verið að samhæfa gagnagrunnana í heil- brigðiskerfinu, það er yfirlýst stefna og land- læknir hefur stuðlað að því að upplýsingar sem koma úr heilbrigðiskerfinu séu samræmdar. Ef menn vilja kanna einhver tiltekin mál er það hægt, en þá þurfa þeir auðvitað að skil- greina sín markmið og takmarka það í tíma sem þeir vilja gera. Slík ósk fer fyrir vísindasiða- nefnd sem kannar hvort hún sé siðferðilega réttlætanleg og fyrir tölvunefnd sem athugar hvort hægt sé að tryggja persónuverndina. Síð- an er leyfið veitt og ég tel að íslensk erfða- greining geti unnið með þessum hætti eins og allir aðrir í þessu þjóðfélagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.