Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 389 kirtilgöngum. Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman þennan mun á taps á arfblendni í báð- um æxlisgerðum. Einnig að leita að stökkbreyting- um í E-kadheríngeni en genið er eitt af mögulegum æxlisbæligenum á litningasvæði 16q. Erfðamarkagreining fór fram á nokkrum litn- ingasvæðum og borinn var saman stöðugleiki erfðamengis í æxlum í kirtilbotnum annars vegar og í kirtilgöngum hins vegar. Við þennan saman- burð kom í ljós at hlutfall úrfellinga er svipað á litningasvæðum 7q, 13q, 17q og 20q. Hlutfall úr- fellinga er lægra í æxlum frá kirtilbotnum en í æxl- um frá kirtilgöngum á litningasvæðum lp, 3p, 6q, 11 q og 17p og marktækt lægra á litningasvæðum 9p og 18q. A litningasvæði 16q er marktækt hærra hlutfall úrfellinga í æxlum úr kirtilbotnum heldur en í æxlum úr kirtilgöngum. Kortlagning úrfellinga á litningasvæðum 16q sýnir mjög hátt hlutfall úr- fellinga á 16q22.1 þar sem E-kadheríngenið er staðsett. I 42 sýnum hefur E-kadheríngenið verið skimað með tilliti til stökkbreytinga með SSCP. Aukabönd hafa komið fram í rúmlega helmingi sýnanna við þessa skimun eða í 26 sýnum. Hafin er raðgreining á hluta sýnanna sem sýndu aukamynst- ur í SSCP. I fjórum sýnum hafa greinst breytingar, þrjár þeirra flokkast undir fjölbreytileika en ein breyting er í splæsiseti og gæti haft áhrif á tjáningu gensins. Niðurstöður rannsóknarinnar virðast benda til þess að mynstur erfðabreytinga sem leiða til krabbameinsvaxtar geti verið mismunandi í kirtil- botnum og kirtilgöngum. Einnig að breytingar séu á DNA röð E-kadheríns í að minnsta kosti helmingi æxlissýna úr kirtilbotnum. E-kadheríngenið virðist dæmigert æxlisbæligen, það tapast vegna úrfelling- ar á öðrum litningi og stökkbreytingar á þeim litn- ingi sem eftir er. E-18. Tap á erfðaefni á litningi lp í 10 gerðum krabbameina hjá mönnum Gísli Ragnarsson, Guðný Eiríksdóttir, Valgarður Egilsson, Sigurður Ingvarsson Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði og frumulíffrœði Tap á arfblendni (loss of heterozygosity, LOH) í erfðaefni æxlisfrumna getur verið vísbending um að viðkomandi litningasvæði beri æxlisbæligen. Fjölmargar rannsóknir hafa bent til þess að fleiri en eitt æxlisbæligen séu staðsett á styttri armi litnings eitt. A Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði hefur um árabil verið safnað æxlissýnum auk sýna af heilbrigðum vef úr sama einstaklingi og eru þessi lífsýni notuð í rannsókninni. Meðal annars var leit- að að tapi á arfblendni, eða úrfellingum í arf- blendnum sýnum, á litningi lp í 10 krabbameins- gerðum. Notuð voru 13 „microsatellite" erfðamörk sem ná yfir helming litnings lp, það er litnings- bönd frá 1 p31-1 pter. Tap á arfblendni greindist í 369 æxlum af 682 (54%) og var eftirfarandi í einstökum krabbamein- um: maga 20/38 (53%), ristli og endaþarmi 60/109 (55%), lungum 38/63 (60%), brjóstum 145/238 (61%), legi 18/25 (72%), eggjastokkum 17/31 (55%), eistum 11/30 (37%), nýrum 22/73 (30%), skjaldkirtli 4/13 (31%) og sarkmeinum 9/14 (64%). Tap á arfblendni var breytilegt milli erfðamarka allt frá 0 upp í yfir 60% í einstökum æxlisgerðum. Úr- fellingatoppar koma fram á svæði lp36.3, lp36.1, Ip34-p35, Ip32-p33 og 1 p31.1. Þrír úrfellingatoppar á svæðum lp36.3, lp36.1 og lp31.1 greinast í flestum æxlisgerðum en sér- hver æxlisgerð virðist þó hafa sitt sérstaka úrfell- ingakort. Greint verður frá mögulegum æxlisbæli- genum á þessum svæðum í erindinu. E-19. Blöðruhálskirtilskrabbamein og stökkbreytingar í p53 geni Stefán Sigurðsson, Jón Tómasson, Steinunn Thor- lacius, Kristrún Benediktsdóttir, Laufey Tryggva- dóttir, Jórunn E. Eyfjörð, Eiríkur Jónsson Frá Rannóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffrœði, Krabbameinsskrá KÍ, Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, þvag- færaskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein hjá íslenskum karlmönnum. Aldurs- staðlað nýgengi var 63,6 á 100.000 íbúa 1990- 1994. Helsta vandamál við meðhöndlun sjúklinga með staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli er hve erfitt er að segja til um hvaða sjúklingur sé lík- legur til þess að fá skæðan sjúkdóm sem æskilegt væri að meðhöndla strax. Flestar rannsóknir hafa sýnt fram á að stökkbreytingar í krabbameinsbæli- geninu p53 eru frekar sjaldgæfar í blöðruhálskirt- ilskrabbameini en mikilvægi þeirra í æxlismyndun- inni er ekki þekkt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni og mikilvægi stökkbreytinga í p53 í blöðruhálskirtilskrabbameinsæxlum. Eitt hundrað fimmtíu og tveir einstaklingar greindust með krabbamein í blöðruhálskirtli á tveggja ára tímabili. DNA úr æxlum til stökkbreytigreiningar voru til fyrir 111 af þessum einstaklingum. Tengsl stökk- breytinga við Gleason gráðun og stig við greiningu ásamt lifun sjúklinganna voru athugaðar. Fjölþátta Cox greining var notuð til að meta mikilvægi p53 stökkbreytinga með tilliti til lifunar. Af 111 einstaklingum sem greindust með krabba- mein í blöðruhálskirtli yfir tveggja ára tímabil voru 13 með stökkbreytingu í p53 eða 11,7%. Þeir ein- staklingar sem höfðu stökkbreytingu í p53 höfðu tölfræðilega styttri lifun en þeir sem ekki höfðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.