Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 42
402 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Ógæfumál nái frumvarpið fram að ganga Jón Jóhannes Jónsson Samhæfðir gagnagrunnar á heilbrigðis- sviði gætu verið til margra hluta nytsamleg- ir bæði til vísindarannsókna og stjórnunar. Frumvarp til laga um það efni sem nú hefur verið Iagt fram á Alþingi er hins vegar mein- gallað og það yrði ógæfumál næði það fram að ganga. Afleiðing þess yrði glötun á mikl- um verðmætum, bæði mannréttindum, vís- indaumhverfi og fjármagni. Markmið þessa frumvarps er auðsætt. Það á að gefa einu fyrirtæki, Islenskri erfðagreiningu, allar sjúkraupplýsingar án þess að hagsmuna heilbrigðisþjónustunnar og sjúklinga og reynd- ar landsmanna allra sé gætt sem skyldi. Jafn- framt miðar frumvarpið að því að gefa sama fyrirtæki einokun til mannerfðafræðirannsókna á íslandi og á markaðssetningu þeirra erlendis. Til þess að tryggja þessi markmið frekar er boðað í greinargerð um frumvarpið að í haust verði einnig lagt fram frumvarp um lífsýni. Hvað um það? Er nokkuð slæmt við það að ríkisstjórnin og Alþingi beiti sér fyrir því skapa fjölda fólks atvinnu og hleypi miklu fé inn í landið? Oft er það hið besta mál en hér er ekki svo. Rök fyrir þeirri afstöðu fylgja hér á eftir. Réttur sjúklinga brotinn Ekki þarf að lesa frumvarpið og greinargerð með því lengi til að átta sig á því að semjendur hafa hugsað fyrst og fremst um hag væntanlegs starfsleyfishafa en minna um hag einstakra Is- lendinga. Þannig er í frumvarpinu ákvæði um að starfsleyfishafi geti heimilað viðskiptavin- um sínum beintengingu í gagnagrunninum (8. gr.) en hvergi er minnst einu orði á rétt einstak- linga gagnvart gagnagrunninum. Ekki þýðir í því sambandi að skírskota til Laga um réttindi sjúklinga en í þeim eru einungis ákvæði um rétt sjúklinga til að neita þátttöku í einstökum vís- indarannsóknum án skerðingar á þjónustu. I greinargerð með gagnagrunnsfrumvarpinu stendur eftirfarandi: „til starfrœkslu gagna- grunna standa lög um réttindi sjúklinga í vegi Höfundur er dósent og forstöðulæknir rannsóknadeildar Landspítalans. fyrir því að unnt sé að veita aðgang að upplýs- ingum úr sjúkraskrám til skráningar í gagna- grunni, nema vegna einstakra vísindarann- sókna“. Markmið gagnagrunnsfrumvarps er því meðal annars að gefa heimild til almennrar gagnasöfnunar um sjúklinga án þess að um sér- staka vísindarannsókn sé að ræða. I slíku frum- varpi eiga að vera skýr ákvæði um rétt einstak- linga til að hafna eða takmarka þátttöku í gagnagrunni. Forsvarsmenn frumvarpsins hafa sagt að allir hafi rétt á að neita þátttöku en hvernig yrði það í framkvæmd? Stór hluti þjóð- arinnar segist ekki vilja taka þátt í miðlægum gagnagrunni á þeim forsendum sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir og sá hópur fer vaxandi eftir því sem frumvarpið er kynnt betur. Eiga þeir einstaklingar, sem ekki vilja vera hluti gagna- grunns, að hafa samband við alla aðila sem geyma upplýsingar um þá og biðja um að þær upplýsingar séu ekki fluttar í miðlægan gagna- grunn? Eiga slíkir einstaklingar einnig að taka fram í öllum samskiptum sínum við heilbrigð- iskerfið í framtíðinni að gögn um þá eigi ekki að færa í miðlægan gagnagrunn? Ef setja á lög um gagnagrunna á heilbrigðissviði þá þurfa að vera skýr ákvæði í þeim um rétt einstaklinga til að taka ekki þátt. Margir mikilsvirtir einstaklingar og samtök víðs vegar úr þjóðfélaginu hafa undanfarið bent á að frumvarpið gæti ekki réttar sjúklinga sem skyldi á mörgum öðrum sviðum. Þeir telja að frumvarpið brjóti í bága við stjórnarskrá, lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, lög um réttindi sjúklinga, læknalög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Andstætt alþjóðasamþykktum Opinbera umræðan er svo skammt á veg komin að ekki hefur enn verið rætt að hve miklu leyti frumvarpið stangist á við alþjóða- lög, reglur og samninga sem við íslendingar erum aðilar að. Mér virðist til dæmis að gagna- grunnsfrumvarpið stangist á við ýmis ákvæði í tveimur helstu alþjóðasamþykktum um vís- indarannsóknir í mannerfðafræði. Þessar sam- þykktir eru annars vegar samþykkt UNESCO frá nóvember 1997 sem kallast Alhliða yfirlýs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.