Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 385 bærilegar og ýmislegt bendir til þess að þar sem ósamræmi er milli aðferða, þá sé það IHC aðferð- inni í hag. Við mælum því með að ónæmisvefjalit- unin leysi af hólmi DCC aðferðina við ákvörðun hormónaviðtaka í brjóstakrabbameinum. E-07. Getur tjáning á vefjaflokkum haft áhrif á framvindu og horfur brjósta- krabbameins. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónas- son, Helgi Sigurðsson, Kristrún Olafsdóttii; Helga M. Ögmundsdóttir Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffræði, Rannsóknastofu Há- skólans í meinafrœði, krabbameinslœkningadeild Landspítalans Iferð eitilfrumna er algeng í brjóstakrabbameins- æxlum. Margt er þó enn á huldu um samskipti ónæmiskerfisins við brjóstakrabbamein. I þeim samskiptum hljóta vefjaflokkasameindir að skipta meginmáli en vitað er að ræsing sértækra T dráps- frumna krefst þess að æxlisfrumurnar tjái vefja- flokkasameindir. Aftur á móti eru viðbrögð NK frumna vakin af frumum sem skortir ákveðnar vefjaflokkasameindir. i fyrri rannsóknum höfðum við sýnt fram á að eitilfrumur gætu örvað vöxt brjóstakrabbameinsfrumna í prímer ræktum og þessi örvun tengdist því að æxlisfrumurnar tjáðu vefjaflokkasameindir af flokki I (MHC-class I). í þessari rannsókn var könnuð tjáning á þessum vefjaflokkasameindum í 195 brjóstakrabbameins- æxlum með mótefnalitun á þ2 míkróglóbúlín sam- eindinni (þ2m) sem er fastur fylgifiskur MHC- class I. Litunin var metin sem jákvæð (þ2m +), blönduð (þ2m +/-) eða neikvæð (þ2m -) og reynd- ust 15,4% æxlanna vera jákvæð, 36,4% sýndu blandaða tjáningu og 48,2% voru neikvæð. Ekki virtust vera tengsl milli vefjaflokkatjáningar og æxlisstærðar, eitlameinvarpa eða hormónaviðtaka. Þessum sjúklingahópi hefur verið fylgt eftir í 14 ár. Ekki komu fram tengsl milli vefjaflokkatjáningar og lifunar fyrir hópinn í heild, en meðal þeirra sjúk- linga sem höfðu engin eitlameinvörp við greiningu (85 sjúklingar) voru fjarmeinvörp algengari og lif- un verst hjá þeim sem höfðu þ2m +/- æxli, en þann- ig sjúklingar höfðu einmitt skorið sig úr í lítilli for- rannsókn. Þessar niðurstöður benda til þess að með blandaðri tjáningu á vefjaflokkasameindum geti æxlin komist undan árásum bæði T eitilfrumna og NK frumna og jafnframt hugsanlega notið vaxtar- örvandi áhrifa frá afurðum eitilfrumna. E-08. Rannsókn á breytingum á erfða- efni í stungusýnum úr brjóstaæxlum Sigfríður Guðlaugsdóttir, Rut Valgarðsdóttii; Sól- veig Grétarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Mar- grét Snorradóttir, Jórunn E. Eyfjörð Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda-og frumulíffrœði, Leitarstöð KI Inngangur: Stökkbreytingar í æxlisbæligeninu p53 eru algengustu breytingar sem finnast í brjóstakrabbameinsæxlum. Ekki er ljóst hvenær í æxlismyndunarferlinu stökkbreytingar verða en talið er líklegt að þær eigi þátt í myndun æxlisins. Efniviður og aðferðir: Á Leitarstöð Krabba- meinsfélags Islands eru tekin stungusýni úr brjóst- um kvenna sem grunur leikur á að í sé æxlisvöxtur. Stungusýnin eru úr öllum gerðum brjóstameina, frá góðkynja frumuvexti upp í krabbameinsvef. Þau eru því lýsandi fyrir mismunandi stig krabbameins- þróunarinnar og hægt að skoða hvenær mikilvægar genabreytingar verða í þeirri þróun. Búið er að leita að p53 stökkbreytingum í 120 stungusýnum með rafdrætti í bræðsluhlaupi (CDGE og DDGE) og með raðgreiningu. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að breytingar í p53 geninu geti orðið snemma í krabbameinsþróuninni þar sem þrjár stökkbreytingar fundust í stungusýnum sem reynd- ust ekki illkynja. Aðferðin sem er notuð er rnjög ná- kvæm og nægilega hraðvirk til að greina stökk- breytingar á einni viku. Ályktanir: Fyrri rannsóknir KÍ og annarra á stökkbreytingum í p53 geninu í brjóstakrabba- meinsæxlum benda til að slíkar breytingar tengist illvígari æxlisgerð og slæmum horfum sjúklinga. Stungusýnin, sem eru tekin um það bil viku áður en sjúklingur fer í aðgerð, gætu nýst sem efniviður til að athuga ýmsar genabreytingar og þær upplýsing- ar eru þá til staðar áður en meðferð hefst. E-09. BRCA2 og brjóstakrabbamein á íslandi Steinunn Thorlacius, Guðríður H. Olafsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Laufey Tryggvadóttir, Hrafn Tulinius, Jórunn E. Eyfjörð Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsskrá Kl, Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði Talið er að um 10% brjóstakrabbameina séu ætt- læg, það er einhver arfgengur þáttur auki líkur á að sjúkdómurinn myndist. Tvö gen hafa fundist á síð- ustu árum, sem tengjast ættlægum brjóstakrabba- meinunt, BRCAl og BRCA2. BRCA2 genið er það gen sem skiptir meginmáli í ættlægum brjóstakrabbameinum á Islandi. Það er heljarstórt með 27 táknraðir og tjáir prótín sem er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.