Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 23

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 385 bærilegar og ýmislegt bendir til þess að þar sem ósamræmi er milli aðferða, þá sé það IHC aðferð- inni í hag. Við mælum því með að ónæmisvefjalit- unin leysi af hólmi DCC aðferðina við ákvörðun hormónaviðtaka í brjóstakrabbameinum. E-07. Getur tjáning á vefjaflokkum haft áhrif á framvindu og horfur brjósta- krabbameins. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónas- son, Helgi Sigurðsson, Kristrún Olafsdóttii; Helga M. Ögmundsdóttir Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffræði, Rannsóknastofu Há- skólans í meinafrœði, krabbameinslœkningadeild Landspítalans Iferð eitilfrumna er algeng í brjóstakrabbameins- æxlum. Margt er þó enn á huldu um samskipti ónæmiskerfisins við brjóstakrabbamein. I þeim samskiptum hljóta vefjaflokkasameindir að skipta meginmáli en vitað er að ræsing sértækra T dráps- frumna krefst þess að æxlisfrumurnar tjái vefja- flokkasameindir. Aftur á móti eru viðbrögð NK frumna vakin af frumum sem skortir ákveðnar vefjaflokkasameindir. i fyrri rannsóknum höfðum við sýnt fram á að eitilfrumur gætu örvað vöxt brjóstakrabbameinsfrumna í prímer ræktum og þessi örvun tengdist því að æxlisfrumurnar tjáðu vefjaflokkasameindir af flokki I (MHC-class I). í þessari rannsókn var könnuð tjáning á þessum vefjaflokkasameindum í 195 brjóstakrabbameins- æxlum með mótefnalitun á þ2 míkróglóbúlín sam- eindinni (þ2m) sem er fastur fylgifiskur MHC- class I. Litunin var metin sem jákvæð (þ2m +), blönduð (þ2m +/-) eða neikvæð (þ2m -) og reynd- ust 15,4% æxlanna vera jákvæð, 36,4% sýndu blandaða tjáningu og 48,2% voru neikvæð. Ekki virtust vera tengsl milli vefjaflokkatjáningar og æxlisstærðar, eitlameinvarpa eða hormónaviðtaka. Þessum sjúklingahópi hefur verið fylgt eftir í 14 ár. Ekki komu fram tengsl milli vefjaflokkatjáningar og lifunar fyrir hópinn í heild, en meðal þeirra sjúk- linga sem höfðu engin eitlameinvörp við greiningu (85 sjúklingar) voru fjarmeinvörp algengari og lif- un verst hjá þeim sem höfðu þ2m +/- æxli, en þann- ig sjúklingar höfðu einmitt skorið sig úr í lítilli for- rannsókn. Þessar niðurstöður benda til þess að með blandaðri tjáningu á vefjaflokkasameindum geti æxlin komist undan árásum bæði T eitilfrumna og NK frumna og jafnframt hugsanlega notið vaxtar- örvandi áhrifa frá afurðum eitilfrumna. E-08. Rannsókn á breytingum á erfða- efni í stungusýnum úr brjóstaæxlum Sigfríður Guðlaugsdóttir, Rut Valgarðsdóttii; Sól- veig Grétarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Mar- grét Snorradóttir, Jórunn E. Eyfjörð Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda-og frumulíffrœði, Leitarstöð KI Inngangur: Stökkbreytingar í æxlisbæligeninu p53 eru algengustu breytingar sem finnast í brjóstakrabbameinsæxlum. Ekki er ljóst hvenær í æxlismyndunarferlinu stökkbreytingar verða en talið er líklegt að þær eigi þátt í myndun æxlisins. Efniviður og aðferðir: Á Leitarstöð Krabba- meinsfélags Islands eru tekin stungusýni úr brjóst- um kvenna sem grunur leikur á að í sé æxlisvöxtur. Stungusýnin eru úr öllum gerðum brjóstameina, frá góðkynja frumuvexti upp í krabbameinsvef. Þau eru því lýsandi fyrir mismunandi stig krabbameins- þróunarinnar og hægt að skoða hvenær mikilvægar genabreytingar verða í þeirri þróun. Búið er að leita að p53 stökkbreytingum í 120 stungusýnum með rafdrætti í bræðsluhlaupi (CDGE og DDGE) og með raðgreiningu. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að breytingar í p53 geninu geti orðið snemma í krabbameinsþróuninni þar sem þrjár stökkbreytingar fundust í stungusýnum sem reynd- ust ekki illkynja. Aðferðin sem er notuð er rnjög ná- kvæm og nægilega hraðvirk til að greina stökk- breytingar á einni viku. Ályktanir: Fyrri rannsóknir KÍ og annarra á stökkbreytingum í p53 geninu í brjóstakrabba- meinsæxlum benda til að slíkar breytingar tengist illvígari æxlisgerð og slæmum horfum sjúklinga. Stungusýnin, sem eru tekin um það bil viku áður en sjúklingur fer í aðgerð, gætu nýst sem efniviður til að athuga ýmsar genabreytingar og þær upplýsing- ar eru þá til staðar áður en meðferð hefst. E-09. BRCA2 og brjóstakrabbamein á íslandi Steinunn Thorlacius, Guðríður H. Olafsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Laufey Tryggvadóttir, Hrafn Tulinius, Jórunn E. Eyfjörð Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsskrá Kl, Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði Talið er að um 10% brjóstakrabbameina séu ætt- læg, það er einhver arfgengur þáttur auki líkur á að sjúkdómurinn myndist. Tvö gen hafa fundist á síð- ustu árum, sem tengjast ættlægum brjóstakrabba- meinunt, BRCAl og BRCA2. BRCA2 genið er það gen sem skiptir meginmáli í ættlægum brjóstakrabbameinum á Islandi. Það er heljarstórt með 27 táknraðir og tjáir prótín sem er

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.