Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 48
408 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 tímaritinu Nature og á vefsíðu sinni eftir fólki til að vinna að verkefnum sem tengjast gagna- grunni sem nær til allrar þjóðarinnar og inni- heldur heilsufarsupplýsingar, ættfræðiupplýs- ingar og erfðaupplýsingar. Ekki virðist neinn vafi á þeim bæ um það að fyrirtækið fái starfs- leyfi fyrir gagnagrunninum og jafnframt að fyrirtækið komist fljótlega yfir lífsýni stórs hluta þjóðarinnar til að tengja við grunninn. Hvernig gæti slíkt gerst og hverjar yrðu afleið- ingar þess? Er rétt að búa til miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði? Þetta er flókin spuming og ég ætla ekki að taka afstöðu til hennar hér. Hitt er víst að verði ákveðið að smíða grunn þá ber að gera það þannig að eftir fremsta megni verði dregið úr hættu á misnotkun. Þessi rök fá margfaldan þunga ef ráðgert er jafnframt að nota gögn úr grunninum sem söluvöru. Hámörkun öryggis felur meðal annars í sér að gögnin eru aldrei geymd miðlægt heldur þar sem þau verða til. Þau yrðu eingöngu dregin saman í heild þegar nota þarf þau til ákveðinna verkefna. Stjórn og varsla slíks gagnagmnns yrði að vera í höndum aðila sem væru fulltrúar ýmissa hagmunahópa í þjóðfélaginu, þar á meðal stjórnsýslu, heilbrigðisstofnana, menntastofnana, fyrirtækja og ekki síst sjúk- lingahópa. Allir þessir aðilar yrðu að hafa það að leiðarljósi að gæta réttinda einstaklinga sem eiga gögn í grunninum og enginn þeirra mætti hafa persónulegra hagmuna að gæta af sölu gagna úr grunninum. Að síðustu þá yrðu einka- afnot notenda af upplýsingunum bönnuð. Slíkt samræmist ekki siðfræði gagnagmnns sem nær til allrar þjóðarinnar og á að vera virkt tæki til rannsókna. Arður af grunninum, ef einhver yrði, verður síðan að renna fyrst og fremst til heilbrigðis- kerfisins. Þannig nýtist hann best þeim aðilum sem hafa í raun mestu til kostað við gerð hans. Að gefnum þessum skilyrðum væri ef til vill hægt að koma miðlægum gagnagrunni á sem hefði trúnað sjúklinga, lækna og heilbrigðis- kerfisins. Slíkt er jú frumforsenda að smíði gagnagmnna á heilbrigðissviði. Niðurlag Frumvarpið um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði fjallar um stórt og flókið efni sem varðar mikla hagsmuni allra Islendinga. Ahrifaaðilar innan og utan Alþingis hafa beitt sér fyrir því að frumvarpið fái snögga meðferð og verði af- greitt sem lög frá Alþingi nú í vor. Rök fyrir fljótaganginum eru þau helst að vinna við gerð gagnagrunns veiti 300-400 manns vinnu. Lík- legur einkaleyfishafi gagnagrunns á heilbrigð- isviði, íslensk erfðagreining, hefur þrýst mjög á að frumvarpið verði að lögum í vor. Forstjóri fyrirtækisins hefur látið hafa eftir sér að eftir 10-15 ár verði allir erfðavísar mannsins fundn- ir (9). Fyrirtæki hans verði að fá ný verkefni og byrja verði undirbúning þess strax í vor. Hins vegar hefur verið gefið í skyn að peningar þeir sem fyrirtækið hefur til ráðstöfunar við gerð gagnagrunnsins séu ekki til staðar nema tíma- bundið. Það kemur undirituðum mjög á óvart ef áhugi Roche á gagnagrunninum reynist vera svo tímabundinn. Það eru einungis þrjár vikur síðan greinarhöfundur hlustaði á fulltrúa Roche, Klaus Lindpainter, halda erindi á ráð- stefnu á Italíu um viðskipti og erfðamengis- rannsóknir. Fyrirlesturinn nefndist: Erfða- mengisrannsóknir/erfðafrœði: framtíð lyfjaiðn- aðarins? Þar útlistaði Lindpainter skilmerki- lega hvernig Roche ætlaði að stunda erfða- mengisrannsóknir til að finna erfðaþætti sem hefðu áhrif á svörun sjúklinga við lyfjum, með- al annars með hjálp Islenskrar erfðagreiningar, samstarfsaðila þeirra, sem hefði eignað sér erfðaefni íslendinga. I ljósi ofangreindra annmarka er það óskilj- anlegt að Alþingi skuli enn ætla að keyra frum- varpið í gegn í vor. Hugsanlegt er að stuðnings- menn frumvarpsins telji að snögg afgreiðsla leiði til minni deilna og að andstæðingar frum- varpsins sætti sig við orðinn hlut. Eg held að niðurstaðan yrði þveröfug. HEIMILDIR 1. Universal Declaration on the Human Genome and Human Rights. http://www.unesco.org/ibc/uk/genome/projet/index.html 2. Statement on the Principled Conduct of Genetics Rese- arch. http://hugo.gdb.org/hugo.gdb.org/conduct.html 3. Council of Europe Committee of Ministers. Recomm- endation No. R (97) 5. of the Committee of Ministers to Member States on the Protection of Medical Data. http:www.coe.fr/cm/dec/1997/ta/97r5.html 4. Nature Biotechnology 1998; 16: 225-6. 5. Nature Biotechnology 1998; 16: 337-40. 6. Science 1997; 278: 564-7. 7. Time 1997, Sept: 42-3. 8. Scientific American 1998, Feb: 24. 9. Morgunblaðið 1998, 3. aprfl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.